Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 61

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 61
61 Árið 1979 voru reikningar fyrirtækja í fyrsta skipti gerðir upp samkvæmt nýjum skattalögum. Við þetta varð mikil breyting á uppgjöri fjármagnskostnaðar'). Niðurstöður úr þessu uppgjöri eru því ekki sambærilegar við fyrri ár. Samkvæmt uppgjöri til skatts (afskriftir eru þó hér metnar á sama hátt og í fyrri rekstrar- yfirlitum Þjóðhagsstofnunar) var halli á útgerð báta og togara (án loðnuveiða) rúntlega 2% árið 1980 en árið 1979 hafði veriö um 9% hagnaður. Sé hins vegar reynt að gera reikningana upp á sambærilegan hátt og fyrir skattalagabreytingu, þá var hallinn 1980 tæplega 10% en hafði verið 3'/2% árið 1979. Allir afkomu- mælikvarðarnir þrír, sem hér hafa verið nefndir, sýna þannig verulega verri afkomu 1980 en 1979, þótt breytingin sé ekki sú sama á alla mælikvarða. Reikningar útgerðar fyrir árið 1981 liggja ekki fyrir og verður því að styðjast við áætlanir. Eins og áður sagði, jókst afli á hvern úthaldsdag nokkuð hjá togur- unum, en tölurfyrir bátaflotann eru ekki tiltækar. Afkoma útgerðar í fyrra hefur einkum ráðist af breytingu fiskverðs og helstu kostnaðarliða. Botnfiskverð hækkaði um nálægt 52% að meðaltali milli áranna 1980 og 1981. Er þá átt við heildarverð eða það verð, sem fiskvinnslan greiðir. Skiptaverð, sem ræður tekjum sjómanna, hækkaði minna eða um 47% að meðaltali, þar sern olíugjald utan skipta var hærra á árinu 1981 en á árinu 1980. Olíugjald var lækkað úr 5% í 2,5% í mars 1980 en síðan hækkað á ný í 7,5% í október sama ár og hélst það síðan óbreytt til ársloka 1981. Að meðaltali varolíugjaldið4,2% ofan á skiptaverð árið 1980 en var 7.5% allt árið 1981. Af þessum sökum hækkaði hluturútgerðarmeira en skiptaverð og heildarverð eða um rúmlega 54%. Helstu kostnaðarliðir hafa líklega hækkað svipað eða heldur minna. Verð á gasolíu var um 48% hærra í fyrra en árið áður en verð á svartolíu var rúmlega 70% hærra. Meðalolíukostnaður flotans hefur líklega hækkað um 55%. Laun hækkuðu um rúmlega 50% og erlendur kostnaður annar en olía hefur líklega hækkað um 45—50%. Samkvæmt framangreindum áætlunum hefði afkoma útgerðar átt að batna nokkuð á síðasta ári frá því sem var árið 1980, ef til vill um 2% af tekjum. Þetta á einkum við um bátaflotann, þar sem fiskverðshækkun hjá bátum var nokkuð yfir 1) í nýju skattalögunum er meðal annars reynt að leiðrétta fyrir áhrifum verðbólgu á fjármagnskostnað fyrirtækja og þar með á afkomu þeirra. Allir vextir ogöll gengis- eða vísitöluuppfærsla lána er færð til gjalda en á móti er reiknað til tekna sú verðrýrnun skuldanna, sem verður vegna almennra verðbreytinga. í reynd er þannig aðeins sá hluti fjármagnskostnaðar, sem er umfram áhrif almennra verðbreytinga, reiknaður til gjalda, þ. e. þeir vextir sem eru umfram verðbólgu (raunvextir). Ef um er að ræða peningalegar (óverðtryggðar) eignir, þá kemur verð- breytingafærsla til gjalda af þeim. Um birgðir gildir, að á móti verðhækkun þeirra af völdum verðbólgu, kemur verðbreytingarfærsla til gjalda, enda felst ekki neinn raunverulegur hagnaður í verðbólguhækkun birgða. Pessar Ieiðréttingar cru gerðar með fremur einföldum hætti og getur það gefið misvísandi niðurstöðu í einstökum tilvikum. Engu að síður gefur þessi aðferð betri mynd af raunverulegri rekstrarafkomu fyrirtækja en fyrri aðferð. Hins vegar getur verið munur á rekstrarafkomu og greiðsluafkomu eftir því hvernig fjármögnun fyrirtækisins er háttað. Verðbreytingafærsla til tekna skilar ekki neinum peningum í reksturinn og gengistap af veðskuldum veldur aðeins útgjöldum á árinu að því marki, sem þaö fellur á afborgun ársins. Sá mælikvarði, sem áður var notaður og einnig er sýndur hér fyrir árin 1979 og 1980, var einskonar vísbending um það fé, sem reksturinn skilaði umfram afskriftir og útlagðan vaxtakostnað, en ekki eiginlega rekstrarafkomu samkvæmt skilgreiningu reikningsskila. Halli á þennan mælikvarða sýnir, hvað á vantar að reksturinn skili því fé, sem þarf til þess að reka fyrirtækið frá ári til árs án þess að gengið sé á eignir þess. Þetta er þó ekki hið sama og greiðsluafgangur, þar sem hér eru reiknaðar afskriftir af fastafjármunum en ekki afborganir af löngum lánum. Með þessari aöferð er reynt að finna sambærilegan mælikvarða á afkomu atvinnugreina yfir langt tímabil, ekki síst til þess að fylgjast með breytingum frá einu ári til annars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.