Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 63

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 63
63 hafi aukist verulega umfram verðhækkun. Afkoma togaranna hefur á hinn bóginn líklega verið lakari í fyrra en árið áður. Lausleg áætlun sýnir, að verg hlutdeild f jármagns hafi verið 11 % af tekjum og er það talsvert lakara en meðaltal áranna 1975 til 1980. Afar erfitt er að áætla fjármagnskostnaðinn, þar sem hann er mjög mismunandi eftir skipum. Þó má ætla, að halli á heildarreikningum minni tog- aranna hafi verið 8—10% á síðasta ári og mun lakari hjá stærri togurunum'). Hér er um uggvænlega þróun að ræða, þegar litið er til þess að afli minni togaranna á hvern úthaldsdag var 32% meiri í fyrra en á árinu 1977. Með þeim veiðitakmörk- unum, sem nú eru nauðsynlegar vegna sóknargetu flotans, virðist nánast ógern- ingur að skapa útgerðinni viðunandi rekstrarafkomu. Það verður ekki fyrr en betra jafnvægi er komið á milli afrakstrargetu helstu fiskstofna og sóknargetu flotans. Hrun loðnustofnsins gerir hér enn erfiðara um vik en ella, þar sem stór hluti loðnuskipa mun sækja í aðrar veiðar, sem aftur kemur niður á þeim flota, sem þar er fyrir. Áætlanir um stöðu botnfiskveiða í upphafi þessa árs, eftir fiskverðshækkun um áramót, gáfu til kynna um 2% rekstrarhalla á minni togurum og 4% halla á bátum og stærri togurum. Þessar tölur sýna hins vegar ekki afkomuna á vetrarvertíðinni, þarsem íþeim hefur ekki verið tekið tillit til áhrifagcngislækkunarinnar í janúar á gjöld. Olíuverð hækkaði fljótlega í janúar og verð á ýmsum öðrum aðföngum hefur hækkað síðan. Þessi kostnaðarauki nemur líklega 4—5% af tekjum og kemur fram á tiltölulega skömmum tíma. Þannig er til dæmis rekstrarhalli minni togaranna nær því að vera 6—7%, miðað við sama afla og í fyrra, eða svipaður og hann hefur verið að meðaltali síðustu finrm til sex árin. Fiskvinnsla Ráðstöfun botnfiskaflans á einstakar framleiðslugreinar hefur breyst mikið á síðustu þremur árum, og gætir þar áhrifa breyttra markaðsaðstæðna fyrir helstu afurðir. Þorskaflinn er um tveir þriðju hlutar alls botnfiskafla að þunga, og hefur hlutur frystingar í ráðstöfun hans minnkað úr 61 % árið 1978 í 36% í fyrra. Hlutur söltunar hefur aukist úr 33% í 38% og hlutur skreiðarverkunar var í fyrra 22% en var nánast enginn árið 1978. í fyrra var því meira saltað en fryst af þorski, 176 þúsund tonn fóru til söltunaren 165 þúsund tonn í frystingu. Um 5% þorskaflans er landað beint á markað erlendis. Hvað varðar allan botnfiskaflann er breytingin Magnvísitala sjávarafurðaframleiðslu 1976—1981. 1970 = 100. 1976 1977 1978 1979 Áætlun 1980 1981 Magnvísitala 111 135 143 164 181 184 Breytingar frá fyrra ári, % 11,5 21,1 5,7 15,2 10,5 1,5 1) Samkvæmt eldri uppgjörsmáta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.