Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 64

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 31.03.1982, Blaðsíða 64
64 ekki eins mikil, þar sem annar afli en þorskur fer að mestu Ieyti í frystingu. í fyrra fór innan við helmingur alls botnfiskaflans í frystingu en árið 1978 voru það tveir þriðju hlutar. Frysting Framleiðsla á frystum afurðum dróst saman í fyrra, annað árið í röð. Frystar botnfiskafurðir, en þær eru um 83% af öllum frystum afurðum, voru 7—8% minni að magni en árið áður, og var samdráttur bæði í afurðum fyrir Bandaríkja- markað og öðrum afurðum. Auk þess varð talsverð breyting á samsetningu framleiðslunnar. Meira var fryst af karfa og ufsa en árið áður en minna af þorski, en þorskafurðir eru mun verömeiri en afurðir hinna tegundanna. Þessar breyting- ar jafngiltu 5% lækkun á meðalverði frystra afurða. Samtals rýrði samdrátturinn í framleiðsluogsamsetningarbreytingin tekjurfrystingarum 12—13%. Þettahafði veruleg áhrif á afkomu frystihúsa. Mun minna var fryst af rækju í fyrra en árið áður, en hins vegar var heldur meira fryst af humri og hörpudiski og mun meira af síld. Loðnufrysting var óveruleg í fyrra en hins vegar var talsvert fryst af loðnu- hrognum. í heild dróst frysting sjávarafurða saman um 6—7% á síðasta ári. Frá árinu 1979 er samdrátturinn samtals um 14—15%. Verðlag á frystum botnfiskafurðum var rúmlega 2% hærra í dollurum í fyrra en árið áður. Verðlag á frystum þorskflökum á Bandaríkjamarkaði hækkaði talsvert undir mitt ár, en verð áöðrum afurðum breyttist ýmist til lækkunareða hækkunar. Verð á frystum fiski hefur hækkað lítið frá árinu 1979, og um síðastliðin áramót varmeðalverðáþessumafurðum aðeinsrúmlega4% hærraenárið 1979. Þettaer minni hækkun en orðið hefur á heildsöluverði matvæla í Bandaríkjunum á þessu tímabili, en það hefur reyndar hækkað mun minna en smásöluverð. Um síðustu áramót var heildsöluverð matvæla 7—8% hærra en árið 1979 en smásöluverð rúmlega 20‘/o hærra. Til samanburðar má nefna, að vísitala framfærslukostnaðar í Bandaríkjunum var þá 32% hærri en árið 1979. Matvælaverð, einkum heildsölu- verð, í Bandaríkjunum hefur þannig hækkað talsvert minna en verðbólgan, og heildsöluverð á frystum fiski er tiltölulega mun lægra nú miðað við almennt verðlag en fyrir 2—3 árum. Rekstrarafkoma frystingar, án fjármagnskostnaðar, var svipuð árin 1978—1980. Verg hlutdeild fjármagns samkvæmt reikningum fyrirtækjanna var rúmlega 11 % af tekjum. Þar af námu greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði rúmlega 2% af tekjum árin 1978 og 1980 en aðeins um V2% árið 1979. Á mælikvarða hreins hagnaðar versnaði afkoman hins vegar verulega árið 1980. Miðað við ákvæði skattalaga (nýrri uppgjörsaðferð) var hreinn hagnaður í frystingu um 5'/2% árið 1979 en 1980 var reksturinn í járnum á þennan mælikvarða. Ef reksturinn er hins vegar gerður upp samkvæmt fyrri uppgjörsmáta (verðbreytingafærslu sleppt og eingöngu reiknaðirgjaldfallnirvextir) þávarhreinn hagnaður aðeins 0,4% 1979 og árið 1980 var tap, er nam um 5V2% af tekjum. Eins og áður sagði var afkoman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.