Kiwanisfréttir - 01.12.2005, Blaðsíða 3

Kiwanisfréttir - 01.12.2005, Blaðsíða 3
3 Jesús Kristur sagði eitthvað á þá leið að „sá sem ætlar að finna líf sitt týnir því.“ Ég hef skilið þetta þannig að þegar hugurinn hneigist að manni sjálfum þá sé voðinn vís. Þeg- ar hugurinn snýst um upp- fyllingu eigin þarfa, þegar hann hvelfist um eigin raunir þá sé fyrst hætta á ferðum. Með sama hætti segir Jesú Kristur að „sá sem týni lífi sínu, mín vegna, finni það.” Það hef ég alltaf skilið þannig að sá sem gefur hug sinn og atorku sína, auka atorku sína, eigum við að segja, í eitthvað gott og göfugt hann finni eitt- hvað sem við getum reynt að kalla hamingju. Að „týna lífi sínu” vegna Jesú skil ég í samhengi við orð Jesú: „allt sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra það hafið þér gjört mér.“ Þeir sem með einum eða öðrum hætti leggja þurfandi lið eru með öðrum orðum að sinna kalli hans og það er líklegt að þeir ,,finni“ líf sitt. Dæmigerður Kiwanisklúbbur er hópur manna sem kemur saman kvöldstund aðra hvora viku. Það er slegið á létta strengi og hefðum sinnt úr pontu, allt fer fram eftir föst- um reglum. Við fyrstu sýn virðist þetta vera þarfleysa eða í besta falli saklaus upp- lyfting en smám saman renn- ur það upp fyrir þér að bakvið formlegheitin og léttleikann er göfugt markmið þú ert í samtökum sem hafa beinlínis það markmið að bæta veröld- ina og þau teygja anga sína um víða veröld. Samtökin hafa fyrst og fremst það mark- mið að hjálpa börnum og ungu fólki í heiminum. Styðja og styrkja uppeldi og mennt- un barna og ungs fólks, barna sem þurfa á stuðningi að halda, barna sem t.d. þjást af sjóndepru eða annarri fötlun, barna, sem búa við næringar- skort eða skort á umönnun og heima fyrir í þorpinu eða borginni styðja samtökin og hrinda af stokkunum verkefn- um sem lúta að umönnum og þroska yngstu kynslóðarinn- ar. Í upplífgandi og skemmtileg- um félagsskap safna Kiwanis- menn peningum með því að selja jólatré eða Kiwanislykil eða hvað það sem nú er sem hver klúbbur tekur upp á auk þess sem menn borga sín fé- lagsgjöld. Smiðurinn, banka- stjórinn, athafnamaðurinn, bílstjórinn og skólastjórinn kynnast og finna ef svo má segja skemmtilega leið til þess að ,,finna líf sitt” því að starfið í Kiwanis felst ekki í því að hlaða undir sjálfan sig eða safna mannvirðingum heldur hitt að fá á einu bretti útrás fyrir þörf sína fyrir félagsskap og fyrir þá grundvallarþörf hvers og eins að láta gott af sér leiða og þar með ,,týna sér” og ,,finna sig” þá kannski óvart í leiðinni svo vísað sé til orða smiðssonarins frá Naza- ret. Kiwanishreyfingin er ekki kristinn klúbbur. Hreyfingin er öflug í heimshlutum þar sem önnur trúarbrögð eru ríkjandi. Öll þessi trúarbrögð benda á það sama. Beindu huga þínum að verðugum viðfangfsefnum og bæði þér og heiminum líður betur. Kiwanishreyfingin starfar í þessum anda. Séra Baldur Kristjánsson AÐ TÝNA LÍFI SÍNU EÐA FINNA ÞAÐ Sendum öllum Kiwanisfélögum og fjölskyldum þeirra bestu jóla- og nýársóskir með þökk fyrir samstarfið á liðnum árum Umdæmisstjórn Sendum öllum Kiwanisfélögum og fjölskyldum þeirra bestu jóla- og nýársóskir með þökk fyrir samstarfið á liðnum árum Kiwanisklúbburinn Skjöldur Séra Baldur Kristjánsson.

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.