Kiwanisfréttir - 01.12.2005, Blaðsíða 4

Kiwanisfréttir - 01.12.2005, Blaðsíða 4
4 Kæru Kiwanisfélagar hér á eftir er ferðtilhögun á Evrópuþingi í Rómarborg 5.-19. júní 2006 1. dagur mánudagur 5. júní Flogið til Mílanó á Ítalíu og þaðan til Napolí. Gist í Napolí í 2 nætur. Skoðunarferðir. Borgin Pompei, eldfjallið Vesovius. Einnig verða kannaðir möguleika á að komast til eyjarinnar Capri. 3. dagur miðvikudagur 7. júní Ekið til Rómar. Í Rómarborg, borginni eilífu, gistum við 5 nætur. Þar skoðum við litríkt mannlífið á götum og torgum borgarinnar, upplifum árþúsunda menningu, skoðum meistaraverk endur- reisnartímans, barrokkkirkjur og fleiri stórkostlegar byggingar. Við skoðum Vatikanið, Vatikansafnið, Péturstorgið og Péturs- kirkjuna. Það er engu líkt að ganga um þessa einstöku borg og uppgötva hvers vegna allar leiðir liggja til Rómar. 5. dagur föstudagur 9. júní Skoðunarferð um Rómarborg. Þinggögnin sótt. Þingsetning og veisla. 6. dagur laugardagur 10. júní Evrópuþingið - Lokahóf. Skoðunarferð fyrir maka og gesti Fornir sögustaðir Rómarborgar. Forum Romanum, Pantheon- hofið, Minervu kirkjan og fl. Trevi brunnurinn og hin skemmti- legu torg borgarinnar. 8. dagur mánudagur 12. júní Ekið til Feneyja. Þetta er nokkuð löng keyrsla og eini dagur ferð- arinnar sem er erfiður að því leyti. Ef okkur sækist ferðin vel er ætlunin að koma við í minnsta smáríki heims Lýðveldinu San Marino sem er aðeins 61 ferkílómetri að stærð með um 21.000 íbúa. Okkur gefst ágætur tími í Feneyjum. Við förum í skoðunarferðir. Við göngum um þessa einstöku borg með öllum sínum síkjum og ótrúlegu mannvirkjum. Það verður frjáls tími til að skoða sig um, sigla á gondólum og finna sér góðan matsölustað. 10. dagur miðvikudagur 14. júní Ekið til Slóveníu. Við tökum stefnuna fyrir botn Adríahafsins. Við förum yfir landamærin og allir verða að hafa passana tilbúna. Slóvenía er minnsta land fyrrum Júgóslavíu um það bil 20.000 ferkílómetrar. Landamæralínan er um 1380 km og liggur að Ítal- íu, Austurríki, Ungverjalandi og Króatíu. Íbúafjöldi er um 1965 þúsund. Fjölmennastir eru Slóvanir um 83% þjóðarinnar svo koma Ungverjar og Ítalir. Um 60% þjóðarinnar eru Rómversk- katólskir Ferðinni er heitið til Bled sem er lítill bær í Júliönsku ölpunum. Við höfum flett upp í ferða - og upplýsingabæklingum og finnum þar slagorð eins og Fjallaparadísin Bled eða Fjallaperlan Bled, ein stórkostlegasti staður Alpanna. 11.-14. dagur dvalið í Bled. Hæfileg blanda af stuttum ferðum og hvíld. Njótum þess að vera á þessum stórkostlega stað. 15. dagur mánudagur 19. júní Ekið til Mílanó og flugið tekið heim og lent í Keflavík um kvöldið. Greiða þarf staðfestingargjald í desember inn á eftirfarandi reikn- ing. Reikninganúmer: 0115 - 05 - 070620 í Landsbankanum Eigandi: Björn Kiwanis Evrópuþing Kennitala 130239-7819 Að lokum óskar ferðanefndin Kiwanisfélögum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Diðrik Haraldsson Björn Baldvinsson FERÐATILHÖGUN Á EVRÓPUÞINGIÐ 8. október sl. var haldin svæð- isráðsstefna í Kiwanishúsinu á Akureyri á ráðstefnuna mætti Umdæmisstjóri Guð- mundur Baldursson, var þetta fjölmenn og góð ráðstefna og fróðlegt að heyra hvað klúbb- ar ætla að gera á starfsárinu. Um kvöldið var árshátíð Óðinssvæðis og stjórnarskipti í öllum klúbbum svæðisins, var það hátíðleg og skemmti- leg athöfn. Kiwanisklúbburinn Herðu- breið hefur haft það á stefnu- skrá sinni að byggja hús yfir fuglasafn Sigurgeirs heitins Stefánssonar, en hann var fé- lagi okkar í Herðubreið, safn- ið telur rúmlega fjögur- hundruð fugla. Núna í haust hófust bygg- ingaframkvæmdir og þrátt fyrir risjótt veður hefur tekist að steypa húsið upp. Næsta verk er að koma þakinu á en það er mikil vinna, enda mest megnis úr límtré. Hafa Herðubreiðarfélagar unnið við framkvæmdina með verktakanum eins og þeir hafa getað. Þá er verið að smíða festingar undir ljósakrossa á leiði, en þetta er annað árið sem Herðubreið býður uppá leigu á ljósakrossum og er þessari þjónustu vel tekið. Þá er hafin fjögrakvölda keppni í spilavist og er spilað á sunnudagskvöldum í Hótel Reynihlíð, búið er að spila tvisvar sinnum. Undanfarin ár hefur Herðu- breið selt fuglakorn og rennur allur ágóði til byggingar fuglasafnsins, salan hefur gengið vel og kaupir fólk frá Austfjörðum sem á leið hér um t.d. fuglakorn til að styrkja þetta góða málefni. Að lokum senda Herðubreið- arfélagar bestu óskir um gleðileg jól og gott og farsælt kiwanisár til allra félaga og fjölskyldna þeirra. ,,Kraftmikið Kiwanisstarf-Lát- um verkin tala.” Jóhannes Steingrímsson forseti Herðubreiðar 2005-2006 FRÉTTIR FRÁ HERÐUBREIÐ

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.