Kiwanisfréttir - 01.12.2005, Blaðsíða 14

Kiwanisfréttir - 01.12.2005, Blaðsíða 14
14 Í seinasta blaði Kiwanisfrétta las ég mjög athyglisverða grein eftir Önnu Maríu Guð- laugsdóttur, forseta Kiwanis- klúbbsins Brúar á Keflavíkur- flugvelli. Af sérstökum ástæð- um er mér mjög kær minning- in um upphaf þess ágæta klúbbs. Þessi grein Önnu, varð til þess að ég fór að rifja upp þau atvik sem urðu til stofnunar Brúar, og þess þróttmikla starfs sem þar fór fram. Það var síðsumars árið 1972 að ég sótti fund K.I.E. í Zürich. Þar tók „Ken G r e e n a w a y ” , ( f ramkvæmda- stjóri Kiwanis í Evrópu) mig af- síðis og sagði eitt- hvað á þessa leið. „Í Augsburg 60 km. frá München er stærsti herflugvöllur í Suður-Evr- ópu. Þar eru þúsundir band- arískra hermanna staðsettir sem dvelja þar ásamt þýskum starfsmönnum vallarins. Þeir hafa stofnað þar Kiwanis- klúbb, ásamt innlendum sem þar starfa. Nú legg ég til að þú fljúgir á morgun til München. Þar munu félagar frá klúbbn- um taka á móti þér og aka þér til Augsburg. Annað kvöld er fundardagur þeirra. Þar skalt þú ávarpa fundinn og lýsa fyrir þeim aðstæðum á Kefla- víkurflugvelli og leggja til, að þeir verði „Charter klúbbur” þar ásamt klúbbnum þínum Kötlu ásamt öðrum þeim sem þú velur til að starfa með þér til þess”. Ég hreifst af þessari hugmynd Ken Greenaway og tók sam- stundir að mér að fara í þessa ferð. Eins og oft áður var Ken búinn að ganga frá öllu. Panta flugfarið, hótelgistingu og tala við klúbbfélaga í Augsburg um að sækja mig til München. Þegar ég lendi á flugvellinum í München, biðu þar tveir amerískir flugforingjar. Var annar þeirra forseti klúbbsins í Augsburg. Þeir óku mér til hótelsins og sóttu mig síðan aftur rétt fyrir klukkan sex og óku mér á fundinn. Fundur- inn var haldinn á mjög stórri bjórkrá sem innréttuð var að Bæheimskum sið. Fylgdar- menn mínir vísuðu mér þar inn í salinn. Áður en ég held lengra, tel ég nauðsynlegt að gera grein fyrir ástandinu hér á landi í bjórmálum á þess- um tíma. Sterkur bjór var þá algjör bannvara. Ef tollverðir á Keflavíkur- flugvelli fundu hjá þér þrjár til fimm bjórdósir varst þú í vondum málum. Þarna stóð ég og gapti af forundran. Þarna sátu a.m.k. 150 menn, hver með pottkrús af bjór og „kleifuðu mjöðinn” linnu- laust, og þennan líka mjöð, besta og sterkasta bjór í heimi. Nú birtist „stallari” klúbbsins sem var stór og feitur „Týr- óli”, með mikla bjórvömb og Týrólahatt á höfði. Hann hélt á tveim krúsum. Önnur var pottkrús, full af öli en hin mikið stærri og skreyttari sem var samskota baukur. Hann gekk að fyrsta manni, virti hann fyrir sér og sagði „Hnút- urinn á bindinu þínu er of lít- ill” síðan lyfti hann bjórkrús- inni sinni og kallaði fram í salinn „PROST”. Allir við- staddir lyftu glösum og skál- uðu en fórnadýrið lét fimm dollara seðil detta í söfnunar- baukinn. Og þannig gekk stallarinn frá manni til manns og sektaði hvern og einn. Er þessari athöfn lauk fékk ég orðið. Ég lýsti fyrir fundarmönnum aðstöðu á Keflavíkurflugvelli og skýrði út að hún væri lík aðstöðu þeirra. Og hugmynd hefði vaknað um að stofna þar Kiwanisklúbb á sömu for- sendum og þeir hefðu þarna. Þegar ég hafði lokið máli mínu tók forseti klúbbsins til máls. Sá var liðsforingi í hern- um. Mælti hann eindregið með því að klúbburinn styddi mitt mál. Svo bætti hann við. „Ég hef hugsað mér að tala við herstjórnina um að hún flytji okkur til Keflavíkur end- urgjaldslaust”. Þá voru menn spurðir hvort þeir hefðu áhuga á að koma með til „Charter - hátíðarinn- ar”. Næstum því hver einasti maður í salnum, rétti upp hönd og margir sögðust vilja taka konuna með. Þarna virt- ist þátttaka verða mjög glæsi- leg. Þegar heim kom, snéri ég mér strax til svæðisstjóra sem var Sveinn Þ. Guðbjartsson. Hann var einn af stofnendum Kötlu, og hafði starfað af miklum dugnaði frá upphafi. Er Eldborg í Hafnarfirði var stofnuð árið 1969, tók Sveinn að sér að starfa fyrsta árið sem forseti klúbbsins og hvarf þar með úr Kötlu. Kötlumenn fylgdu fast við bakið á Sveini og studdu hann og Eldborg- arklúbbinn, með því að mæta reglulega á fundin hjá þeim um þriggja ára skeið. Allir kannast við, að fámenni á fundum veldur oft erfiðleik- um hjá nýstofnuðum klúbb- um. Þessi hjálp okkar Kötlu manna styrkti Eldborgar- menn svo ríkulega að nú eru þeir einn af máttar stólpum Kiwanishreyfing- arinnar. Sama hátt viðhöfðu Kötlu félagar þegar við stofn- uðum Eldey í Kóp- avogi árið 1972. Þar studdum við mjög traustan og ljúfan Kötlufé- laga, Friðrik Hróbjartsson, sem var fyrsti forseti Eldeyjar. Þar mættum við á fundi næstu tvö til þrjú árin. Árangurinn blasir við okkur í dag, Eldey er í forystusveit Kiwanis- klúbba. Þriðja öndvegis klúbbinn vil ég nefna, Nes á Seltjarnarnesi. Þegar Katla stofnaði þann klúbb, gerðist Kötlufélaginn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, kjörforseti þar. Með honum fylgdu þeir, Njáll Þorsteinsson og Ólafur Finnbogason. Um Ólaf er það að segja að hann var Kötlumönnum sérstak- lega kær. Og þegar hann hélt áfram að starfa með okkur sem áður og t.d. að sjóða pyls- ur á sumardaginn fyrsta á barnahátíð Kötlumanna var hann skráður í félagatal Kötlu og merktur með tölustafnum núll. Nú hófst undirbúningur að stofnum Kiwanisklúbbs á Keflavíkurflugvelli. Svæðis- stjórinn, Sveinn Þ. Guðbjarts- son leiddi það starf. Hann kallaðu til Björn Magnússon, o.fl. hafnfirðinga. Eins komu að fjölmargir Kötlufélagar. KIWANISKLÚBBURINN BRÚ

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.