Kiwanisfréttir - 01.12.2005, Blaðsíða 17

Kiwanisfréttir - 01.12.2005, Blaðsíða 17
17 Þegar þetta starfsár byrjaði tók ný stjórn við góðu og stöð- ugu búi að loknu afmælisári. Stjórnarskipti Stjórnarskipti Kiwanisklúbbs- ins Jörfa fóru fram laugardag- inn 24. september 2005 í Kiw- anishúsinu að Engjateigi 11. Stjórnarskiptunum stjórnaði svæðisstjóri Eddusvæðis Guð- mundur Helgi Guðjónsson með dyggri aðstoð Hjálmars Hlöðverssonar kjörsvæðis- stjóra. Fráfarandi stjórn undir for- sæti Ævars Breiðfjörð var þakkað góð störf. Ný stjórn og forseti hennar, Sigursteinn Hjartarson var boðin velkom- in til starfa og óskað farar- heilla með nokkrum velvöld- um orðum. Fráfarandi forseti Ævar Breið- fjörð útnefndi Sigurjón Páls- son fyrirmyndarfélaga fyrir viðmót hans og störf sem for- maður móttökunefndar. Þá veitti hann einnig þeim Leifi Ásgrímssyni, Jóni Jakob Jó- hannessyni og Pétri Sveins- syni eigin viðurkenningar fyr- ir störf þeirra í klúbbnum. Stjórnarfundir Stjórn Jörfa hélt sinn fyrsta stjórnarfund tveimur dögum eftir stjórnarskipti og lagði þar línurnar í starfið fram- undan. Þar var kynnt fjár- hagsáætlun starfsársins 2005- 2006. Annar stjórnarfundur haust- sins var haldinn þriðjudaginn 1. nóvember. Þann fund sátu allir nefndaformenn og verð- ur sá háttur hafður á framveg- is. Félagar Fjöldi klúbbfélaga hefur verið stöðugur undanfarin ár og voru Jörfafélagar 28 við stjórn- arskipti. Þar af voru 3 félagar í leyfi. Félögum hefur fjölgað um einn, en fleirri hafa flutt út á land. Einn býr allar götur norður í Eyjafirði í Dalvíkur- byggð. Jörfa bættist liðsauki í síðasta mánuði þegar Björgvin Inga- son gekk í klúbbinn. Hann er fertugur tryggingamaður. Þá hrapaði meðalaldur Jörfa- félaga. Fundasókn félaganna hefur verið góð, 86% mættir á Jörfa- fundum að meðaltali en ef mætingarviðurkenningum er bætt við hefur mæting reikn- ast 100%. Þeir sem ekki hafa komist á fund hafa tilkynnt fjarveru. Römm er sú taug. Félagar sækja fundi ofan frá Flúðum og norðan úr Eyjafirði. Klúbbfundir Klúbbfundir eru annan hvern mánudag kl.19:30 í Kiwanis- húsinu Engjateigi 11. Frá stjórnarskiptum hafa verið haldnir tveir félagsmálafundir og einn almennur fundur með fyrirlesara. Eftir helgina verð- ur Kiwanisklúbburinn Katla gestur á fundi Jörfa. Á fyrsta fundi klúbbsins þann 3. október var afhent félagatal með fundadagskrá, dagskrá göngunefndar, væntanlegum gestum frá öðrum klúbbum og heimsóknum Jörfa í aðra klúbba. Erindisbréf voru af- hent og fjárhagsáætlun starfs- ársins var lögð fram. Á þriðja fundi þann 31. októ- ber var nýr félagi tekinn inn. Það gerði Svæðisstjórinn Guð- mundur Helgi. Fjárhagáæt- lunin var samþykkt svo og reikningar síðasta árs. Tveir félagar fjölluðu um Umdæm- isþingið. Dagskrárliðurinn úr öllum áttum hefur verið ánægjuleg, fróðleg og áhugaverð ný- breytni. Þetta eru molar um allt milli himins og jarðar úr Kiwanisumhverfinu hvar sem er í heiminum og annað til- fallandi sem dagskrárstjórun- um þykir eiga erindi á fund Jörfa. Valdimar Jörgensson og Æ v a r Breiðfjörð eru dagskrárstjórar til áramóta. Nefndastörf Nefndir starfa af krafti og hef- ur Fjárhagsnefnd lokið störf- um fyrir löngu eins og að framan getur, rennir í hæsta lagi auga á fjárhagslegt fram- ferði stjórnar eins og vera ber. Fjáröflunar- og styrktarnefnd starfar með fullum krafti og hefur öll segl uppi. Hug- myndaauðgi og dugnaður einkennir störf þeirra eins og fyrri daginn. Þeim tekst að gera það að skemmtiferð að fara að puða við eitthvert verkefni sem skapar aura í kassann. Ferða- og skemmtinefnd er að undirbúa hefðbundin verk- efni sín og auðvitað að brydda upp á auka uppákomum sam- eiginlegum leikhúsferðum eða öðru áhugaverðu. Göngunefndin sem er eitt af skemmtilegri fyrirbærum Jörfa er á gangi eins og við má búast. Þeir fara eins og eldur um landið, svíðandi hausa og lappir fyrir sviða- og hrossa- kjötsveislur. Nefnd matgæðinga er að skoða núverandi matseðla og hafa að leiðarljósi hvort breyta eigi til. Sýnist sitt hverjum. Markmiða- Félagsmála- og Laganefnd fékk það verkefni um daginn að fræða ungan mann um Kiwanis fyrir inn- töku í klúbbinn. Þ ó t t f á a r nefndir hafi verið til tíndar gildir það sama um þær allar. Þær starfa af fjö- ri og fyrir vikið eru fundir klúbbsins skemmtilegur sam- eiginlegur vettvangur nefnd- amanna. Mér finnst gaman að umgang- ast Jörfamenn. Jafnvel þegar liðinu er stefnt í óhreininda- verk í kulda og bleytu fara menn heim að loknu verki eins og þeir hafi verið í skemmtiferð og harðsperr- urnar eru aðeins áminning um að það er hollt að skemmta sér í góðra vina hópi við að afla fjár til góðra verka. Það er eitt höfuðeinkenni Jörfa að „Kiwanis er vinátta”. Þegar Jörfi tók inn nýjan fé- laga í mánuðinum var ein síð- asta setningin sem segja skal við inntöku nýs félaga: „Við skulum allir leggjast á eitt með að láta hann finna að hann er velkominn í hópinn, láta hann finna að við óskum eftir þátttöku hans í Kiwanis- starfinu, og láta hann finna til stolts yfir því að vera einn af félögunum í klúbbnum”. Þegar félagarnir eru góðir vin- ir og stoltir af því að vera í klúbbnum verður hvatningin að framan lýsing á stöðu mála. Svona er Kiwanisklúbburinn Jörfi. f.h Kiwanisklúbbsins Jörfa Sigursteinn Hjartarson forseti Jörfa SVONA ER KIWANISKLÚBBURINN JÖRFI Í DAG

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.