Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 191

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 191
190 hennar sem rithöfundar. En líkt og Stein felldi hún lesbískt efni inn í mörg verka sinna. Langvarandi ástarsambandi hennar við leikkonuna Ödu Russell er t.d. lýst í smáatriðum í ljóðabálkinum Pictures of the Floating World (1919).31 Hið táknræna tungutak Lowell var ekki eins órætt og hjá Stein – hún breytti einfaldlega þeim orðum sem vísuðu til kyns ljóðmæl- andans en greindi annars satt og rétt frá Russell og samlífi þeirra. Þar sem þær dulbjuggu efni sitt komust Stein og Lowell ekki aðeins undan rit- skoðun og fordómum heldur sluppu líka við þá kröfu um ádeilu sem fylgdi því að skrifa um lesbíur. Þær höfðu frelsi til að fjalla um efnið án þess að skyldubundin pólitísk skilaboð fylgdu með. En höfundar sem dulbjuggu ekki efni sitt áttu erfitt með að sleppa undan þeirri skyldu að annaðhvort styðja eða hafna hinum karlsköpuðu evrópsku hugmyndum um lesbíur. vangaveltur Elaine Marks um að „það kunni að vera að eingöngu einarður lesbísk-femínískur höfundur geti, innan okkar menningar, dregið upp sannfærandi mynd af ótömdum konum [þ.e. raunverulegum lesbíum]“32 undirstrika þetta í sambandi við lesbíska höfunda áttunda og níunda áratugarins: þær menningarlegu ímyndir af þeim sjálfum sem þær erfðu virtust krefjast þess að þær settu fram með- vituð og einörð lesbísk-femínísk mótrök sem opinberlega lesbískir rithöf- undar. Sú skylda stýrði því hvað þær gátu skapað. Bókmenntunum voru þannig sett takmörk, næstum því jafnmikil og fyrir tíma lesbísk-femínísku bókmenntanna – þótt nýju bókmenntirnar hafi tvímælalaust átt betur upp á pallborðið hjá flestum lesbískum lesendum. Slíkar takmarkanir hafa getið af sér takmarkað sögulegt hefðarveldi ef við lítum á verk kvenna sem hafa fjallað um lesbíur fyrir opnum tjöldum. Þar er að finna frönsk ljóð undir áhrifum estetismans og dekadensins og skáldsögur eftir Renée vivien, Djunu Barnes, violette Leduc, Anaïs Nin og eftirhermur þeirra; verk undir áhrifum þýsku og ensku kynfræðing- anna, frá The Well of Loneliness eftir Hall til Beebo Brinker-skáldsagna Ann Bannon; og lesbísk-femínískar bókmenntir, sem hafa fyrst og fremst verið undir bandarískum áhrifum og notast oft við hina vinsælu ádeiluskáldsögu Ritu Mae Brown, Rubyfruit Jungle, sem fyrirmynd.33 31 Amy Lowell, Pictures of the Floating World, Boston: Houghton, 1924. 32 Elaine Marks, „Lesbian Intertextuality“, Homosexualities and French Literature: Cul­ tural Contexts, Critical Texts, ritstj. George Stambolian og Marks, Ithaca: Cornell University Press, 1979, bls. 353–77, hér bls. 373. 33 Rita Mae Brown, Rubyfruit Jungle, New York: Bantam, 1978. lillian fadERMan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.