Skírnir - 01.04.2017, Page 86
stundum barnalegur, stundum forneskjulegur, sumt afar-stórt,
sumt ótrúlega smágjört. Sumt grófsmíði, sem eptir jötna, sumt
sannnefnt dvergasmíði“ (Matthías Jochumsson 1893: 130). Ef við
snúum okkur að reynslu sr. Runólfs af Heimssýningunni þá fannst
honum líka mikið til hennar koma. Hann flutti m.a. fyrirlestur sem
prent aður var í tímaritinu Lögbergi árið 1893. Þar er að finna langa
lýs ingu á japönsku byggingunni og þegar Runólfur telur upp
löndin sem honum finnst hafa skarað fram úr er Japan eina landið
utan Vesturveldanna sem hann getur. Um Japanina sem urðu á vegi
hans á sýningunni ritar hann: „Allir Japansmenn, sem maður sá þar
og annarsstaðar á sýningunni, eru klæddir eins og tíðkast hjer í
Ameríku. Þeir eru flestir litlir, snotrir menn, laglegir og liprir mjög
í allri sinni framkomu“ (Runólfur Marteinsson 1893a: 1). Í öðru
samhengi ber Runólfur sýningarþjóðirnar saman og segir að Japan
sýni „lang fegurst postulín og silki“ (Runólfur Marteinsson 1893b:
2).
Chicago-sýningin var sú umfangsmesta sem haldin hafði verið
og var því mikið um hana skrifað. Ekki var það til að draga úr
áhuga Íslendinga að þema hennar skyldi tengjast fundi Ameríku
og þar með Leifi heppna. Skipaskortur, einangrun og fátækt réðu
því að einungis örfáir Íslendingar áttu þess kost að ferðast út fyrir
landsteinana, en með lestri ferðalýsinga gátu landsmenn eignast
hlutdeild í reynslu landa sinna sem fengu hlutverk eins konar
fréttaritara. Sumir skrifuðu reglulega heim og bréf ferðalanganna og
pistlar voru vinsælt efni í blöðum og tímaritum. Bók Matthíasar
um Chicago-förina var upphaflega prentuð í 1600 eintökum en þar
sem hún seldist strax upp lét höfundur prenta fleiri eintök (Þór-
unn Valdi mars dóttir 2006: 504). Sýna þessar undirtektir áhuga
Íslendinga á löndunum handan hafsins.
Um og eftir miðja 19. öld fjölgaði tækifærum Evrópubúa til að
kynna sér japanskar listir og menningu í helstu stórborgum álf-
unnar. Vörur tóku líka að berast þaðan og japanskra áhrifa tók að
gæta í ýmsum tískustraumum. Danir fóru ekki varhluta af þessu og
var Japan kynnt í Danmörku með margvíslegum hætti. Dæmi um
þetta eru vinsælar japanskar þemaveislur, sem haldnar voru í Tívolí
í Kaupmannahöfn í lok 19. aldar, og sýningar á japönskum list-
86 kristín ingvarsdóttir skírnir
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:23 Page 86