Skírnir - 01.04.2017, Page 123
123venus helena
vel andartak út eins og hjón sem eru að taka á móti gesti á dyra-
tröppunum. Undirmálsveran er persóna sem hefur séð hvernig allt
fer í rauninni fram í kastalanum, en er raddlaus og getur ekkert um
það sagt. Ekkert í atferli hennar bendir til annars en að hún sé sátt
og sjálfri sér næg við aðstæður sem flestir teldu hryllilegar. Merki-
legt við þessa persónusköpun Valdimars er að í drögum Brams Sto-
ker að Drakúla hefur hann hugmyndir um sams konar persónu og
Nötru, en strikar hana út úr handritinu. Um það segir Elizabeth
Miller í bók sinni Reflections on Dracula: „In his earliest notes, his
vampire, who is named “Count Wampyr,” resides in Styria, and his
cast of characters differs from his final selection. For instance, the
Count is given two servants, a deaf mute woman and a silent man“
(Miller 1997: 172). Það er í fullkomnu samræmi við almennt hlut-
skipti undirmálsverunnar að vera strikuð fyrst út, vera ekki annað
en ómótuð hugmynd.
Í Drakúla koma fyrir þrjár fagrar kvenvampírur í kastala Greif-
ans sem þar líða um eins og svipmyndir. Í Makt myrkranna hefur
Valdimar steypt þessum kvenverum saman í eina, eftirminnilega
nafnlausa aðalskonu sem verður þriðja mikilvægasta persóna bók-
arinnar á eftir þeim Jónatani og Greifanum.
Nafnlausa aðalskonan sem er systkinabarn Drakúla er sterk
kona sem hefur lifað lífinu eins og hana lystir, stendur engum að
baki hvað hæfileika og gáfur varðar og hefur haft áhrif á stjórn-
málasögu Evrópu ef marka má frásögn Greifans. Jafnframt telst hún
til hinna hálfdauðu, er svo til engum sýnileg og á sína einmanalegu
tilveru í skuggum að tjaldabaki. Valdimar sem var kvæntur Bríeti
Bjarnhéðinsdóttur (1856–1940), kvenréttindafrömuði og útgefanda
Kvennablaðsins, skapar í þessu systkinabarni Drakúla og ráðskon-
unni Nötru kvenpersónur sem eru ekki síst áhugaverðar frá femin-
ísku sjónarhorni. Í óundirritaðri minningargrein um Valdimar í
Fjallkonunni 25. apríl 1902 segir:
Hann hóf máls á ýmsum nýjum skoðunum svo sem kvenfrelsi […] Valdi -
mar var allra manna frjálslyndastur í skoðunum sínum, enda lá honum allra
manna þyngst á hjarta hið sanna frelsi andans, málfrelsi, hugsanafrelsi og
trúbragðafrelsi. („Valdimar Ásmundsson“ 1902: 1)
skírnir
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 123