Skírnir - 01.04.2017, Page 144
hoolíganar, eins og til að mynda Breski þjóðarflokkurin. Þessir
flokkar fengu ekki inni í almennri umræðu heldur lifðu á jaðrinum
og höguðu sér sem slíkir. Það breyttist ekki fyrr en með þriðju
kynslóðinni (Grabow og Hartleb 2013). Á þessum tíma varð líka af-
gerandi umbreyting á popúlistaflokkum Skandínavíu. Pia Kjærsga-
ard, sem verið hafði næstráðandi hjá Mogens Glistrup, tók við
forystu Danska þjóðarflokksins sem sagði skilið við skattabaráttuna
og einbeitti sér þess í stað að því að ala á andúð í garð innflytjenda.
Líkt og í Danmörku færði leiðtogi norska Framfaraflokksins, Carl
I. Hagen, pólitík sína nær miðju í efnahagsmálum og til varnar hinu
norska velferðarkerfi sem stæði ógn af innflytjendum (Jupskås 2015).
Uppgangur þjóðernispopúlista hefur ekki síst orðið á kostnað
jafnaðarmanna sem allt frá tíunda áratugnum hafa verið í djúpri
kreppu víðsvegar í Evrópu. Við endalok kalda stríðsins fluttu sósíal-
demókratar sig víðast hvar inn á miðjuna þar sem þeir töldu auðugri
kjörlendur að finna. Hámenntaðir leiðtogar þeirra úr efri lögum
samfélagsins fundu sig ekki lengur á meðal almúgans. Þeir höfðu
enda oftast fremur áhuga á fágaðri blæbrigðum stjórnmálanna, svo
sem umhverfisvernd, femínisma, lýðræðisumbótum og menningu,
heldur en á eiginlegri verkalýðsbaráttu.
Við þessa breytingu glötuðu þeir margir hverjir tengslunum við
kjarnafylgi sitt, verkafólk og aðra þá er tilheyra alþýðunni. Inn í
það tómarúm áttu þjóðernispopúlistar greiða leið, ekki síst á
Norður löndum. En þótt uppruni og framganga norrænu þjóðernis -
popúlistanna hafi verið ólíkur, líkt og hér er rakið, þá áttu þeir það
sameiginlegt að hafa einkum horn í síðu fjölmenningarstefnu jafn -
aðarmanna og þess sem þeir kölluðu laumulega innlimun útlend-
inga í hin norrænu samfélög þar sem þeir lifðu sníkjulífi.
Þriðja bylgjan
Þriðja bylgja þjóðernispopúlisma í Evrópu reis svo samhliða fjár-
málakreppunni haustið 2008. Flokkarnir hófu þá að fikra sig enn
frekar nær miðju og urðu því ásættanlegri. Lögðu frá sér fasista-
táknin, klæddu sig í jakkaföt og settu upp skartbindi. Skýrasta um-
breytingin varð kannski í Bretlandi þegar Breski sjálfstæðis flokk -
144 eiríkur bergmann skírnir
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 144