Saga - 2010, Side 115
bruggaragildi Hamborgar, skráði.18 Annálnum lýkur með árinu
1542. Svofelld færsla frá því ári, þýdd og birt að tilhlutan Björns
Þorsteinssonar sagnfræðings, varðar það málefni sem er hér til um -
ræðu:
Vorið 41 [1541] var skip gert út frá kaupmannahöfn til Íslands og
vígbúið, og fór á því fógetinn á Íslandi, Claves van Marwits að nafni.
[…] Því næst hafði fógetinn biskupinn fyrir sunnan með sér frá Íslandi
til kaupmannahafnar til konungs. konungur lét setja biskup í klaust-
ur, þar var hann í haldi, og að ári liðnu var hann ekki í tölu lifenda og er
látinn.19
Af íslenskum frásagnarheimildum frá lokum sextándu aldar og
fyrstu áratugum seytjándu aldar varðandi andlát og greftrunarstað
Ögmundar biskups eru þrjár markverðastar.
Í fyrsta lagi er frásögn sem menn ætla að Oddur einarsson
Skálholtsbiskup hafi skráð um 1593, trúlega eftir Agli einarssyni,
föður Jóns egilssonar, höfundar Biskupaannála:20
[…] samt sat biskup fanginn og var fluttur sams árs í Danmörk og sett-
ur þar í eitt klaustur, hvar hann lifði í góðu haldi í nokkur ár, til þess
hann andaðist; og er þar grafinn í kirkjunni og þessi orð klöppuð á
miðjan legsteininn: „Ögmundus episcopus Schalholtensis.“ 21
Í öðru lagi er um að ræða Biskupaannála Jóns egilssonar sem munu
hafa verið skráðir á fyrsta áratug seytjándu aldar.22 Þar segir eftir-
farandi um efnið:
ævilok ögmundar pálssonar biskups 115
18 Sjá „Ísland erlendis. Heimildarbrot og skýringar þeirra“, Saga III (1960–1963),
bls. 97–99. Björn Þorsteinsson þýddi og bjó til prentunar. Annállinn er talinn
merk heimild um atburði siðaskiptatímans í Norður-Þýskalandi, einkum í
Hamborg.
19 „Ísland erlendis. Heimildarbrot“, bls. 98–99. (Claus van der Marwitzen
hirðstjóri var vissulega með í för en fyrir leiðangrinum fór, eins og áður segir,
Christoffer Huitfeldt.)
20 Sjá Tryggvi Þórhallsson, Gissur biskup Einarsson og siðaskiptin, bls. 121.
21 „Söguþáttur um Skálholtsbiskupa fyrir og um siðaskiptin“, Biskupa sögur. 2. b.
(kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmentafélag 1878), bls. 244. Frá hendi útgef-
anda fylgir eftirfarandi skýring neðanmáls: „Pétur Resenius hefir það eftir
Brynjólfi biskupi, að hann hafi séð legstein yfir Ögmundi biskupi í klausturkirkj-
unni í Sór, með þessu letri: Hic sepultus est Augmundus Islandiæ episcopus“.
22 Sjá Jón Sigurðsson, „Biskupaannálar Jóns egilssonar“, Safn til sögu Íslands 1. b.
(kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmentafélag 1856), bls. 18.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 115