Saga - 2010, Blaðsíða 191
[…] Grimm stóð þegar við hittumst fyrsta sinn og hann settist ekki
niður allan tímann sem ég dvaldist við, en hann bauð mér að setjast á
legubekkinn meðan hann stóð og spjallaði við mig. Hann talaði á vin-
gjarnlegan hátt, aðallega spyrjandi um fólk, fyrst um samlanda mína.
Ég man eftir að hann spurði um herra Jón Sigurðsson47 — hvort hann
væri kvæntur, hvort hann ætti börn. Síðan spurði hann um aðra Íslend-
inga, þar eftir um nokkra Dani og að síðustu, vitandi að ég hafði verið
í Noregi, um nokkra Norðmenn. Loksins sneri hann sér að mér og
sagði „Þér hafið gert góða hluti“; ég skildi hann ekki alveg í fyrstu, en
eftirá gerði ég ráð fyrir að hann ætti við verk mitt „Tímatal“ (ritgerð um
tímatal í Íslendingasögum48). Hann hélt áfram að spyrja mig hvað ég
hefðist að núna. Ég sagði honum að ég hefði verið að ritstýra Íslend-
ingasögum og minntist á Biskupasögur49 (ævi biskupa á Íslandi fyrr á
öldum) sem ég hafði nýlokið við. en hér varð mér næstum á í mess-
unni, vegna þess að ég dró úr vasa mínum lítið handrit. „Þetta,“ sagði
ég, „hef ég tiltækt og ætla að láta prenta í Leipzig“ (þar sem það seinna
skilvíslega var gefið út sem Fornsögur, afrit af gömlum textum50) og
rétti honum. Hann tók við því, lyfti því upp og laut höfði þar til hand-
ritið var nálægt augum hans: hann beygði sig ekki, né dró saman
brjóstkassann og standandi þannig hálfvegis til hliðar við mig, hálf
gegnt hurðinni fletti hann blaðsíðunum og las nokkrar setningar. Ég sé
enn hvernig hann stóð þarna; því að sjálfsögðu fylgdist ég gaumgæfi-
lega með honum. Ég sá fljótlega að í handritinu var eitthvað sem hon-
um mislíkaði. Það var skrifað samkvæmt stafsetningu Rasks51 (sem
„… augliti til auglitis við jacob grimm …“ 191
47 Jón Sigurðsson (1811–1879), sjálfstæðishetja Íslendinga.
48 Hér er átt við eftirfarandi rit: Guðbrandur Vigfússon, „Um tímatal í Íslendinga
sögum í fornöld“, Safn til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fornu og
nýju (kaupmannahöfn: Bókmenntafélagið 1855), bls. 185–502. Bókin er að -
gengi leg í stafrænu formi hjá Google books, http://books.google.com/.
49 Hér er vafalaust átt við eftirfarandi rit: Biskupasögur I. bindi, Guðbrandur
Vigfússon og Jón Sigurðsson skrifuðu upp og bjuggu til prentunar (kaup -
mannahöfn 1858). Bókin er aðgengileg í stafrænu formi hjá Google books,
http://books.google.com/.
50 Guðbrandur Vigfússon og Theodor Möbius, Fornsögur: Vatnsdælasaga, Hall -
freðar saga, Flóamannasaga (Leipzig 1860). Bókin er tileinkuð konrad Maurer.
Líklegt er að konrad Maurer hafi aðstoðað við að fá Fornsögurnar gefnar út
hjá J.C. Hinrichs’sche Buchhandlung, en um er að ræða sama forlag og sá um
útgáfu á Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri ( I. og II. bindi) fyrir tilstuðlan Maurers.
Bókin er aðgengileg í stafrænu formi hjá Google books, http://books.google.
com/.
51 Rasmus Christian Rask (1787–1832), danskur málfræðingur og einn af fremstu
málvísindamönnum 19. aldar. M.a. fyrir hvatningu frá Rask var Hið íslenska
bókmenntafélag stofnað 1816.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 191