Saga - 2010, Page 209
Þetta eru sannarlega metnaðarfullar spurningar enda er ritgerðin
engin smásmíði, 441 blaðsíða í 10 köflum, en þar að auki eru fimm
langir viðaukar og ritaskrá, alls 277 síður. Ritgerðin er því samtals
718 síður.
Rannsóknin skiptist í fjóra hluta. eftir að hafa reifað viðfangs-
efnið og fræðilegar undirstöður þess sökkvir höfundur sér í ná -
kvæma greiningu á „verslunarflæðinu“ (m.ö.o. inn- og útflutningi)
og dregur fram helstu breytingar sem á því verða á tímabilinu
1870–1914. Hann lætur sér ekki nægja að reisa athugun sína á opin-
berum hagtölum heldur leggst í umfangsmikla endurskoðun á
þeim, sem gerð er grein fyrir í viðaukum A (endurskoðun á inn- og
útflutningstölum), B (vandamál varðandi hlut útlendinga í utan-
landsversluninni) og C (endurskoðun á viðskiptakjörum).
Annar hluti ritgerðarinnar fjallar um breytingar í utanlands-
versluninni og áhrif þeirra á hagþróun og samfélag. Nýtir Halldór
sér einkum tvö fræðileg sjónarhorn. Hið fyrra sækir hann til kenn-
ingar A.O. Hirschmans um efnahagstengsl (e. linkage approach), þ.e.
hvernig sérhver atvinnustarfsemi tengist öðrum þáttum hagkerfis-
ins. Þessi tengsl má flokka í baktengsl (hvaða aðföng eru notuð),
framtengsl (hvernig varan er unnin áfram), neyslutengsl (hverjir
vinna við atvinnugreinina og hvert neysla þeirra beinist) og tekju-
tengsl (hvaða tekjur hið opinbera hefur af starfseminni). Halldór tel-
ur þessa nálgun þó ekki fullnægjandi og smíðar því líkan, sem
byggist að nokkru leyti á kenningunni um grunnvörur (e. staple
theory), og kallar það líkan um hagræna áhrifaþætti (e. economic
determinants model). Þar eru fjórir þættir taldir skipta mestu máli um
hagþróun: lega landsins, fólksfjöldi, tækni og fjármagn að viðbættum
stofnunum og menningu. Í raun er þó ofmælt að kalla þetta líkan,
því það segir aðeins til um hverjir helstu áhrifaþættirnir eru en ekk-
ert um orsakatengslin milli þeirra.
Í þriðja hlutanum er lagt mat á hvaða þátt utanlandsverslun átti
í að hrinda atvinnubyltingunni af stað og er þar horft til breytinga
bæði í versluninni og stofnanaumhverfi hennar. Í fjórða hlutanum
eru umskiptin á Íslandi skoðuð í alþjóðlegu ljósi og þau borin sam-
an við reynslu annarra landa á svipuðu hagþróunarstigi.
Útilokað er í svo stuttri grein sem þessari að segja til hlítar frá
niðurstöðum Halldórs varðandi allar ofangreindar spurningar. Hér
á eftir munum við því einungis beina sjónum okkar að þeim þáttum
ritgerðarinnar sem við teljum einna markverðasta en þeir eru end-
urmat á opinberum verslunartölum og meginspurning ritgerðar-
utanlandsverslun og atvinnubyltingin … 209
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 209