Þróttur - 15.12.1920, Blaðsíða 24

Þróttur - 15.12.1920, Blaðsíða 24
30 ÞRÓTTÚft tóku saman köndum að \inna að því mikla og þarfa verki að koma upp íþróttavelli í höf- uðborg íslands. íþróttavöllur er hyrningarsteinn í þeirri fögru hugsjón að endurnýja íþróttalíf þjóðarinnar og gjöra hana aftur að forvígis- þjóð á því sviði. En jafnframt þessn er hann líka hið sýnilega merki þess hve stórhugi og vilji getur miklu áorkað. A 10 ára afmæli sínu er völlurinn skuldlaus. Slíkt hefur auðvitað ekki orðið fyrirhafnar- laust. Á bak við það liggur mikið erfiði og einlæg samtök íþróttamanna höfuðstaðarins. — Stjórn vallarins mintist afmælisdagsins á þann hált, að hún bauð til veizlu í kaffihúsi Nýja Bíós, stjórnum þeirra félaga, sem í sambandinu eru, ásamt fyrstu stjórn vallarins og helztu for- göngumanna hans. Ennfremur form. I. S. í. og form. K. R. í. Undir borðum voru margar ræður haldnar. Talaði frainkv.stjóri ' A. V. Tulinius form. I. S. I., fyrir minni íþróltavallarins. Form. valiarins Erlendur Pétursson svaraði með ræðu fyrir minni form. í. S. í.; ennfremur hélt hann ræðu fyrir minni íslands. Pá töluðu þau Jón Por- láksson verkfræðingur og Sigríður Björnsdótlir kaupkona. Að samsætinu loknu fór stjórn vallarins ásamt gestum hennar, með blómsveig á leiði Ólafs sál. Björnssonar ritstjóra, sem verið hafði fyrsti form. vallarins og forgöngumaður fyrirtækisins. Um leið og form. vallarins lagði blómsveiginn á leiðið, inintist hann hins látna einlæga vinar íslenzkra íþróttamanna og starfs hans í þarfir Iþróltavallarins, íþróttamálanna og íslenzku þlóðarinnar. Á meðan athöfnin fór tram stóðu allir berhöfðaðir. Seinna um daginn sendi stjórn vallarins Sigurjóni Péturssyni glímukappa, sem staddur var í Grimsby svo hljóðandi simskeyti: »íþróttasamband Reykjavíkur, sendir þér í dag á 10 ára afmæli sínu hugheilustu þakkir fyrir mikið og heillaríkt starf, unnið því til blessunar og sigurs«. Stjórn vallarins liyggur á miklar endurbælur á íþróttavellinum, og vonar að geta gert þær á næstu 2 árum. — Er skylda allra Reykvískra íþróttainanna að st}rðja stjórnina í því verki. Ahugamaður. Niðursoðnar vörur Syltetoj Glervörur og marg’skonar Jólavarningur nýkominn til ___________H. P. Duus. Verzlið yid I>á seni anglýsa í Þrótti.

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.