Þróttur - 19.04.1923, Blaðsíða 4

Þróttur - 19.04.1923, Blaðsíða 4
2 ÞRÓTTUR alstaSar átt heima — einliverjar þeirra. Því áður en tíska tildurmenningarinnar stakk eðlishvöt æskulýSsins svefnþorn, þá bjuggu menn sjer til nýjar íþróttir, ef stað- hættir leyfðu ekki iðkun þeirra, sem kunn- ar vorn fyrir. Svo rík var þörfin á íþrótt- um þá, ekki eingöngu meðal siðaðra manna, heldur einnig með viltum þjóðiun. En nú verða menn andlega og líkamlega karlægir á miðri æfi, liugsa að eins um „skurnið“ en „deyja daglega“ að öðru leyti, vegna þess að þeir vilja ekki fara einu færu leiðina til þess að lengja æsk- una. Það eru of margir, sem alla sína æfi verða eins og grátskáldin, sem aldrei hafa sjeð vorið. Þeir eru of margir, sem láta fjöreggiö sitt verða að fúleggi. íþróttir og sáiarþroski. Altítt er það, þegar talið'berst að íþrótt- um, að vitnað sje til Grikkja og Rómverja og einnig Forn-íslendinga, og þessum þjóð- um talið það til lofs, að þær hafi haft íþróttir í hávegum. En mörgum verður á að gleyma því atriði, sem þó er veigamest í málinu: að þessar þjóðir komust á það þroskastig menningarinnar, sem þær eru rómaðar fyrir, vegna þess, að íþróttir skip- uðu þar öndvegissæti í þjóðlífinu. Verður ljóst við skynsamlega athugun, að orsaka- sambandinu er einmitt þann veg farið, en engan annan. Og þarf ekki að leita í liðna sögu því máli t-il sönnunar, því dæmi gef- ast dags daglega, hverjum sem augu hefir til að sjá og eyru til að heyra. Skal hjer leitast, við að rökstyðja þá staðhæfing, að íþróttir sje svo nauðsynleg undirstaða að menningarlífi liverrar þjóðar, að eigi verði hjá komist og að íþróttalaus menningar- þjóð sje óhugsanlegt fyrirbrigði, jafnvel þótt orðið íþrótt sje tekið í venjulegri, þröngri merkingu. Staðhæfing þessi er ef til vill noklrnð fráleit frá sjónarmiði þeirra manna, sem telja líkamsafl undirstöðu íþróttanna. Og því verður ekki neitað, að framkoma sumra íþróttamanna íslenskra ber þess ótvíræðan vott, að þeir bjrggja afreksvonir sínar á bolmagninu. En mikill meiri hluti íþrótta- manna og íþróttavina, gengur þess ekki dulinn, að fimi eigi að skipa liærri skör í íþrótt en bolmagnið, og er það vel. Því hún stefnir til fegurðar, en krafti fylgir oft óþjálni, sem ekki samrýmist takmarki sannrar íþróttar. Iðkun íþrótta er oft kölluð líkamsment- un, og má til sanns vegar færa. Heilsu- fræðingar nútímans eru á eitt sáttir um það, að tamning íþrótta sje hverjum manni lioll, ef í hóf er stilt, og íþróttir, sem iðk- aðar væru eingöngu með tilliti til heilsu- bótar einstaklingsins, mundu vafalaust lengja mannsæfina mun meira en allir læknar heimsins og lyfjablöndur geta nokkurn tíma gert, að ógleymdu því, að dagleg líðan yrði margfalt betri. Á þetta einkum við kaupstaðarbúa, sjer í lag'i við þá, sem stunda andleg störf og innisetur, þeim er lífsnauðsyn að líkams- tamningu þeirri, sem íþróttirnar veita, því án hennar hrörnar líkami þeirra og vöðva- styrk hafa þeir ekki fremur en hvítvoð- ungur. Líkami þeirra gengur í barndóm. Þeir sem líkamserfiði stunda, eru mun betur staddir, þó misjafnt sje, eftir því hver vinnan er. Sum einhæf vinna mis- þroskar líkamann og þarf þar íþrótt til uppbótar. Þar sem tilbreyting er í vinn- unni, er betur komið, og er sveitamönn- um því betur borgið en kaupstaðabúum. Sum sveitavinna, en þó einkanlega slátt- urinn, stælir afarmarga vöðva líkamans, sem annars eru iðjulausir oftastnær, og er slátturígurinn góð sönnun fyrir því. Is-

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.