Þróttur - 19.04.1923, Blaðsíða 12

Þróttur - 19.04.1923, Blaðsíða 12
10 ÞRÓTTTJR --rqrp ÞRÓTTUR MÁNAÐARRIT UM ÍÞRÓTTIR OG LÍKAMSMENNING ÚTGEFANDI: ÍÞRÓTTAFÉLAG REYKJAVÍKUR Verð 5 krónur fyrir árið, 10 blöð, greiðist fýrirfram. Allar fjárgreiðsl- ur stílist til afgreiðslu blaðsins, pósthólf 545, Reykjavík, einnig öll bréf um sending þess til kaupenda. Greinar til birtingar í blaðinu skulu □□□□□□ sendar ritstjóra. □□□□□□ Björn Olafsson heildsali, sem gegnt hefir ritstjórn þessa blaðs undanfarið, hefir sök- um anna oröiij a& láta af þvt starfi. Eftir- maður hans er órá&inn ennþá, en Skúli SkúJason blaðama&ur annast ritstjórn blaðsins, þangað til öðru vísi verður á- kveðiS. Iþróttavöllurinn. Á síSasta aðalfnndi Iþróttasambands Reykjavíkur, 24. jan. voru ýmsar lagabreytingar samþyktar, þar á meSal sú, aS nafni' sambandsins var breytt og lieitir það nú „Iþróttavöllurinn í Reykjavík“. Eru þaS 8 fjelög, sem eiga völlinn og mynduðu þetta sameignafjelag. Vegna afbrags veðráttu undanfariö er völl- urinn orðinn svo þur, að þegar hefir verið liægt að bvrja æfingar og er það eins dæmi. Vallargæslumaður í sumar er ráðinn Viggo Þorsteinsson verslunarmaður. Þróttur tekur þakksamlega á móti frjetta brjefum utan af landi um íþróttamót, kappleiki og sýningar. Ennfremur eru stuttar greinar um almenn íþróttamál ávalt velkomnar. Áttunda víðavangshlaup í. R. I sjö undanfarin ár hefir víðavangs- lilaup verið háð hjer á sumardaginn fyrsta, hvort sem veður hefir veri‘8 gott eða vont. Áhugi fólksins fyrir hlaupi þessu hefir farið sívaxandi og hefir hlaupinu verið gefinn svo mikill gaumur síðari árin, að nú geta fæstir hugsað sjer sumardaginn fyrsta án víðavangshlaups. Mönnum til athugunar skal hjer talinn árangur lilaupsins undanfarin ár. 1916 Jón Ivaldal ...... 9,20 mín. 1917 Sami .......... 15 — 1918 Ólafur Sveinsson . 15,50 — 1919 Sami .......... 14,27 — 1920 Þorg. Guðmundsson 14,15 — 1921 Guðjón Júlíusson 14,5 VB — 1922 Sami .......... 13,19V5 — Leiðin hefir ætíð verið hin sama: Hlaup- ið hefst frá Austurvelli, suður Laufásveg, inn að Öskjuhlíð, yfir túnin út á Lauga- veg á móts við Gasstöðina, niður Lauga- veg, Bankastræti og numið staðar í Aust- urstræti; nema árið 1916, þá var liún styttri en síðar, aðeins 2% km. Nú er vegalengdin um 4 km. Áttunda víSavangshlaupiS fer fram í dag, eins og venja er til, og hefst á Aust- urvelli. I fyrra unnu til fullrar eignar U. M. F. Drengur og Afturelding í Mosfellssveit bikar þann, sem gefinn var, þegar fyrst var stofnað til hlaupsins. Yerður nú um nýjan bikar kept og er þess að vænta, að íþróttamenn bæjarins láti liann ekld fara úr höndum sjer eins og liinn fyrri.

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.