Þróttur - 01.06.1943, Blaðsíða 7

Þróttur - 01.06.1943, Blaðsíða 7
ÞRÓTTUR ÚTGEFANDI: ÍÞRÓTTAFÉLAG REYKJAVÍKUR 7. ár Reykjavík í júní 1943 1. tbl. SAGA ÞRÓTTAR Áriö 1916 hóf íþróttafélag Reykjavíkur blaÖaútgáfu sína meö útgáfu Sumarblaösins og Vetrarblaðsins, en svo eru blöð félagsins nefnd eftir árstíma-útkomu blaðanna. Af þessum blöðum komu út örfá eintök árin 1916 og 1917, en 1. janúar 1918 hefur Þróttur göngu sína. Ritstjórn þessara blaða annaðist Björn Ólafs- son (núverandi fjármálaráðherra), en þá tók við ritstjórninni Ben. G. Waage, forseti í. S. í. og hefur hana á hendi til 1. jan 1922, en þá tekur aftur við Björn Ólafsson, sem annast ritstjórn þar til í apríl 1923, að blaðið hættir á vegum í. R. og selt í. S. í., sem þó aldrei notað nafnið, en kallaði það Íþróttablaðið, gef- ið út af Í. S. í. (áður „Þróttur“, stofnaður af í. R.). Blað þetta hóf göngu sína í janúar 1925 en hætti að koma út í okt. 1929. Síðan gaf Konráð Gíslason út íþróttablaðið á eigin kostnað um nokkurra ára skeið, en hætti því fyrir um tveim árum, og var þá ekkert íþrótta- blað til á landinu. Hinn 1. janúar 19)3 hefur í. S. í. enn á nýjan leik útgáfu íþróttablaðsins, en nú í formi hlutafélags. í fyrra fór í. R. fram á það við stjórn í. S. í., að hún léti félaginu eftir hið gamla, góða nafn blaðs síns, Þrótt, og var það auðsótt mál, og ber að þakka það stjórn í. S. í. Mein- ing stjórnar í. R. var að hefja þegar útgáfu Þróttar að nýju, en vegna örðugleika, sem ó- þarft mun að fjalla um á þessum stríðstímum, hefur útgáfan dregist þar til nú, að stjórnin hefur hafist handa á útgáfu hins fyrum vin- ÞRÓTTU R sæla og víðlesna íþróttablaðs, Þróttar. Er nú vonandi að blaðinu verði eins vel tekið af þeim, sem íþróttum unna og Þrótti þeim, sem fyrr- um flaug um landið þvert og endilangt. Hinn nýi Þróttur er í mun stærra broti en sá gamli, og vonumst við til, að lesendum þyki það ekki verra. Auk þess mun blaðið flytja fleiri myndir af keppnum og mönnum en hinn fyrri, bæði innlendar og erlendar (eins og efni standa til nú). Innlendar og erlendar fréttir af öllu markverðum íþróttamótum munu fluttar af nákvæmni og eftir beztu heimildum. Blaðið mun gera sér far um að ræða öll í- þróttamál, og er því opið öllum, sem stinga vilja niður penna um þau mál. Vilji menn skrifa undir dulnefni, er það velkomið, aðeins þarf ritnefndin að vita nafn höfundar. Fréttir frá í. R. mun blaðið flytja að stað- aldri, og er því öllurn í. R.-ingum nauðsynlegt að gerast áskrifendur að blaðinu nú þegar. Blaðið kemur út U—6 sinnum á ári til að byrja með. Það er ekki gerlegt að lofa meiru fyrr en séð verður hvernig félagsmenn og aðrir taka blaðinu, en fjöldi tölublaða blaðsins fer mjög eftir því hve marga áskrifendur það fær í byrjun. En það ætti að vera auðvelt mál að afla blaðinu áskrifenda, þar eð verð þess hefur verið ákveðið fimm krónur um árið. Það eru því tilmæli vor til allra félaga 1. R. og annarra þeirra, sem íþróttum unna, að senda blaðinu greinar og tillögur í íþróttamál- um öllum og útvega kaupendur, svo marga, að hægt verði að gera þetta blað vort öflugt, 1

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.