Þróttur - 01.06.1943, Blaðsíða 9

Þróttur - 01.06.1943, Blaðsíða 9
Afreksmenn 1. Undir þessari fyrirsögn mun Þrótt- ur byrja á greinarflokki um íþrótta- menn, sem unnið hafa í hinum ýmsu greinum löngu horfinna daga. . . Ennþá eru minningarnar rifjaðar upp fyrir æskumanninum, af mönn- um, sem nú eru komnir af æskuárum, en fylgjast vel með og jafna saman afrekum áður fyrr og nú. Þetta tölublað gerir afrekum Jóns Kaldal nokkur skil, þó enn sé nokkuð mikið eftir, ef vel í það er farið. — Næstu blöð munu birta greinar um ýmsa íþróttamenn, sem ennþá lifa í hugum manna sem ágætir íþrótta- menn og afreksmenn þeirra tíma. Má nefna í því sambandi þá Sigurjón Pétursson, Hallgrím Benediktsson, Jóh. Jósefsson, Kristján Gestsson, Geir Gígju, Osvald Kundsen, Helga Eiríksson, Ólaf Sveinsson, Tryggva Gunnarsson o. fl. o. fl. í hinum ýmsu íþróttagreinum. JÓN KALDAL. Árið 1916 eignuðust Is- lendingar fyrsta hlaupara sinn, og þann einasta, sem vinnur sér orðstír á erlend- um vettvangi, og það um leið og hinir ágætu og gamalkunnu Finnar, H. Kohlemáien og Nurmi voru taldir yfirnáttúrlegir, hvað tíma snerti, allt frá einnrar mílu hlaupi upp í maraþonhlaup. — — Víðavangshlaupið 1916 — hið fyrsta í röðinni — færði mönnum sannanir fyrir því, að þessi granni, hægláti piltur, bjó yfir ó- venjulegu viljaþreki og einbeittu skapi. Það er rétt að segja nokkuð nánar frá, hvernig atvikin höguðu því til, að Jón Kaldal komst í kynni við hlaup og keppni í gegn um þetta fyrsta víða- vangshlaup f. R. Það var sunnudaginn fyrir sumardaginn fyrsta, að Helgi frá Brennu og Ben. G. Waage voru að telja kjark í mannskapinn sem hafði lofað að vera með, en voru nú óðum að gugna vegna algjörs æfingaleysis. Þetta var í portinu hjá Menntaskólanum, en þar voru aðalbæki- stöðvarnar fyrir æfingarnar undir hlaupið, sem höfðu verið heldur stopular. Jón Kaldal bjó þá í húsinu við Bókhlöðustíg 2, gegnt fþöku, og hafði fylgst með æfingum í gegn um gluggann. Hann fer út til þeirra Helga og Benna og spjallar við þá fram og aftur um hlaupið, og áður en þeir skilja, verður það úr, að hann er einn þátttakandinn, til uppfyllingar og að margra dómi án sigurmöguleika. Sumardagurinn fyrsti rann upp heiður og bjartur. Keppendur voru 9 og er nú lagt af stað. Ólafur Sveinsson, ágætur hlaupari og fjölhæf- ur íþróttam. á sínum tíma og síðar sigurvegari í þessu sama hlaupi, tekur forustuna á Vatns- mýrartúnunum, þó með Jón Kaldal rétt á'eftir sér. Á Laufásveginum fara þessir tveir að greikka sporið og eru hlið við hlið þar til Kal- dal pressar sig fram fyrir Ólaf, áður en komið er í Waagessundið, sem nú er byggt, en það var síðasti spretturinn, áður en komið var að marki. við Austurvöll. Þess má geta, að fyrnefnt sund var svo þröngt, að ekki var hægt að mætast þar án þess að skáskjóta sér framhjá þeim sem mætti manni, var því enginn möguleiki fyrir þá, sem eftir komu, að fara fram hjá Jóni án slysa. Jón vinnur einnig hlaupið 1917' en sama dag- inn og hlaupið fer fram 1918, hverfur Jón af landi burt til náms í ljósmyndagerð og dvelur erlendis um 7 ár, og tekur þar þátt í fjölmörg- um hlaupum og íþróttamótum, þar til hann verður að leggja hlaupskóna á hilluna vegna sjúkdóms 1923. Helstu afrek hans í hinum ýmsu hlaupum á erlendum vettvangi eru þessi, tekin upp úr A. I. K.’s Medlemsblad 1925 í kveðjuskyni til hans frá félaginu, en þar var hann félagi, um leið og hann hverfur aftur til íslands og gerist virk- ur félagi í í. R. og lætur mikið til sín taka um ýms félagsmál, er varða íþróttir og íþróttamál. Nokkur afrek í hlaupum unnin af Jóni Kaldal 1918—23: 1918 varð hann fyrstur í 3000 metra víða- vangshlaupi. Sama ár tekur hann þátt í 5000 metra hlaupi og sigrar á tímanum 16,40 mín. ÞRÓTTUR

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.