Þróttur - 01.06.1943, Blaðsíða 10

Þróttur - 01.06.1943, Blaðsíða 10
TTTfT' 1 jjiigm g VlÐA VANGSHLA UP 1. R. 1916. Talið frá vinstri: Guðm. Kr. Guðjónsson, Tómas Þor- steinsson, Ottó B. Arnar, Ól. Sveinsson, Jón Kaldal, Agúst Armann og Jón Þorkelsson. 1919 verður Jón nr. 1 í víðavangshlaupinu í Limnham og hleypur 3000 m. á tímanum 9,18 mín. — 1920 vinnur Jón í annað sinn Marseliborgar- hlaupið og einnig Limnhamhlaupið og verður meistari í 5000 m. hlaupi á tímanum 15,32,2, tekur sama ár þátt í Olympíuleikunum í Ant- werpen í 5000 m. hlaupi. 1921 vinnur Jón í 3ja sinn Marseliborgar- hlaupin og vinnur þar með þann bikar til eigrn ar. Verður nr. 1 í Fælledparkshlaupinu í Höfn og aftur bezti maður á 5000 m. 1922 vinnur Jón aftur 5000 m. hlaupið og þar með Spartas-bikarinn til eignar eftir harða keppni, og nær þar með sínum bezta tíma í 5000 m., 15,23 mín., og sem enn stendur sem Isl.-met. — Eins og áður er sagt, hættir Jón 1923, en áður en það verður, vinnur hann enn Limnhambikarinn til eignar. Ýms önnur afrek, sem ekki eru talin, vinnur hann fyrir félagið sitt, A. I. K., enda þakka félagar hans honum með eftirfarandi orðum, þýddum upp úr A. I. K.’s Medlemsblad 1925, og finnst mér þau lýsa manninum vel, eftir þeim kynnum, sem ég hefi af honum: ,,----Með gleði minnumst við ennþá kapp- mótanna, sem hann tók þátt í, og alltaf kom sigursæll frá, ef aðeins hann væri í æfingu. En meir og meir þvingaði sjúkleiki hann frá leikvanginum — en áhugi hans fyrir okkur eða hlaupunum var ekki búinn — langt frá því. Enginn virkaði eins upplífgandi á keppendur okkar, áður en keppnin byrjaði, eins og Kaldal. Þegar hann, með einu orði, sagt af viljaþreki og skilningi, snéri sér til eins keppandans okk- ar fyrir keppnina, — og eftir á var eitt hrós- yrði sem smyrsl fyrir þann sigraða, og aftur var höfðum lyft og vonin vakin á ný. Já, aðeins nærvera hans á keppnisdaginn var næg til að róa taugarnar“. Þannig skrifuðu Danir um leið og þeir kvöddu hann — og lýk ég þessari grein með því að óska að íslenzkir íþróttamenn megi eignast marga líka Jóni Kaldal. Vp. Landsmót U. M. F. 1. Eftir nokkurra ára hvíld gekkst U. M. F. í. fyrir landsmóti sambandsfélaga sinna í frjálsum íþrótt- um sumarið 1940. Var það fjölsótt en árangrar ekki góðir. Nú fyrir skömmu var annað landsmót U. M. F. í. að Hvanneyri með mikilli þátttöku og ágætum afrekum í hinum ýmsu íþróttagreinum. Davíð Sigurðsson fimleikakennari hefur verið ráðinn hjá I. R. næsta vetur. Gerir stjórnin sér miklar vonir hvað fimleika snertir í sambandi við ráðningu þessa unga og áhugasama kennara. 4 Húsavíkurför. Hinn 1. júlí fer flokkur I. R.-inga til Húsa- víkur. Keppni mun fara fram við norðanmenn í frjálsum íþróttum og handknattleik kvenna, en stúlkur sýna fimleika undir stjórn Þórarins Ólafssonar. Fararstjóri er Sigurpáll Jónsson. Knattspyrnan. I næsta blaði mun verða rætt um knattspyrn- una hér heima og erlendis og henni gerð ræki- leg skil. Margt annað efni bíður næsta blaðs, vegna þrengsla, svo sem hnefaleikar og þær aðrar í- þróttir, sem eigi komast að nú. ÞRÓTTUR

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.