Þróttur - 01.06.1943, Blaðsíða 14

Þróttur - 01.06.1943, Blaðsíða 14
Frú Valgerður Þurrt og kalt veður var maí- daginn 1913, þegar ég ásamt tveim Englendingum og Sig. heitn. Jónssyni skólastjóra kom- um að Kolviðarhóli með fjórtán hesta. Við ætluðum fyrst að Eyrarbakka og þaðan norður til Mývatns. Að ég komst alla þessa leið — við vorum sex vikur í túrn- um — á ég að þakka frú Val- gerði Þórðardóttur að Kolvið- arhóli. Sú saga er þannig: Á Sandskeiðinu hafði fokið upp í augað á mér sandkorn, sem þrátt fyrir mikla fyrirhöfn ferðafélaga minna, tókst ekki að ná úr auganu. Við komum á Hólinn og gistuin þar. Þjón- ustustúlka bar mér vatn í skál til að lauga augað, en án ár- angurs. Sandkornið sat þar sem það var komið. Augað roðnaði meir og meir og ég var varla mönnum sinnandi, því mér datt í hug að ég yrði sendur heim, og þá myndi ég missa af skemmtilegu ferðalagi, sem ég lengí hafði hlakkað mjög til. Ég átti kollgátuna. „Ef þetta lagast ekki í nótt, verðurðu að fara heim í fyrramálið". í því kom bóndinn, Sig. heit. Daníelsson, þarna að, og spyr hvað að mér gangi. Sagði ég honum það. Komdu, drengur minn með mér í eldhúsið. Þar er kona, sem kann ráð við ýmsu. Og konan var frú Val- gerður. Ilún var fijót að átta sig. Spurði aðeins, hvort hún mætti sleikja kornið úr auganu.. Ég var fljótur að svara ját- andi. Eftir augnablik kom hún með agnarlítið sandkorn á tungubroddinum og sýndi mér. Mér var borgið. Ég gat haldið ferðinni áfram. Síðan er ég þakklátur frú Valgerði í hvert sinn sem ég minnist hennar. Og oft síðan hefi ég verið þakklátur henni fyrir góðan og mikinn mat, en fyrir fimm ár- um var ég henni þakklátur fyr- ir að selja I. R. Hólinn, já, ein- mitt f. R., því það hefur orð- ið f. R. til blessunar á marga lund. Nú eru liðin 30 ár síðan þessi litla saga gerðist. Ilver treyst- ist til að telja upp öll þau góðu verk, sem þessi kona hefur unn- ið undanfarin ár? Enginn hefur tekið betur á móti gestum og gangandi. Alltaf ös. Aldrei frið- ur, hvorki nótt tié dag. En hún vildi þetta sjálf — hafa líf í kring um sig — og nú síðustu árin hefur æslca Reykjavíkur gert henni mest ónæðið — og hún hlakkaði alltaf til þegar von var á æskunni — því hún er sjálf ung, þótt árin segi annað. Og nú er hún hætt, setst í helgan stein — en af Hólnum fór hún ekki, flutti sig aðeins norðar, og af Ilólnum fer hún aldrei. Þökk, Valgerður. Lifðu heil og lengi. Fm. Kolviðarhóll í snjó Fyrir 25 árum Framh. af bls. 2. skilningi og viti, og þá munu þeir brátt sjá, að þess er vert, að því sé gaumur gefinn. Stefna blaðsins er í stuttu máli að stuðla að efling íþrótta með þjóðinni. Að leiðbeina inönnum, að vekja menn til hugsunar um nytsemi skynsam- legra íþrótta. Að stuðla að öllu sem miðar til þess að efla lík- amsþrótt þjóðarinnar. Ekki er vert að bera skjöld fyrir hvert skútyrði, segir mál- tækið. fþróttamál eiga hér marga andvígismenn, en ekki mun í þesu blaði verða hirt um að bera skjöld fyrir skútyrðin, því þau munu að engu höfð, þegar mönnum fer að skiljast, að þetta málefni er eitt af framtíðarmálum íþróttanna1 ‘. Við ofanritaða grein þarf engu að bæta öðru en því, að svo mjög hefur unnist á, síðan greinin var rituð, að „þetta málefni“ er þegar orðið „eitt af framtíðarmálum þjóðarinn- ar“. 8 ÞRÓTTUR

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.