Þróttur - 01.06.1943, Blaðsíða 15

Þróttur - 01.06.1943, Blaðsíða 15
A skíðutn - „Lóan er komin að kveða burt snjóinn", hvort sem okkur skíðamönnunum líkar betur eða ver. Við megum nú líka vel við una, að hafa haft skíðafæri um hverja helgi í allan vetur, og hafa það enn, ef vel er leitað, enda hefur það líka verið vel notað. Það mun vera langt síðan jafn mikið hefur verið farið á skíði og nú í vetur hér í Reykjavík. Á Kolviðarhóli hafa gist um 3000 manns og má það teljast gott, en þó má bet- ur. Enn er of mikið til af fólki, ungu og gömlu, sem ekki þekk- ir landið sitt í vetrarskrúði, of mikið af bleiknefjuðu innisetu- fólki, sem ekki hefur lært að „draga kjarna úr fjallsins fræð- um“. En vetrarstarfið hefur samt borið góðan árangur. — Fjöldi fólks, sem ekki vissi hvað skíðaferðir og vetrar- ferðalög voru, hefur komizt að raun um, að þarna opnaðist því nýr heimur, nýtt líf, fullt af fegurð, fjöri og heilnæmi. Þarna opnaðist því ný veröld, sem það hafði ekki vitað um áður. Og því fór að þykja vænt um snævi þakin fjöllin, sem það hafði alltaf haft hálfgerðan ýmigust á. Því enn virðist gamla þjóðtrúin vera rótgróin meðal manna um að fjöllin séu aðeins gróðurlausar grjóthrúg- ur og farartálmar, — ekkert meira. En svo ég minnist nú aftur á skíðamennina og veturinn, þá held ég að þeir megi vera vel ánægðir. Hér hafa verið hald- in þrjú stór skíðamót: Reykja- víkurmótið, Islandsmótið og Páskaskíðamótið, auk innanfé- lagsmótanna. Veðrið var að vísu dálítið erfitt viðureignar á Reykjavíkurmótinu, eins og stundum fyrr, en menn eru nú farnir að venjast slíku. Páska- mótið er alveg nýtt mót, sem nú tor fram í fyrsta skifti í vetur, og er ætlast til að það fari fram árlega, seinnipart vetrar. Er það góð nýjung, því að ekkert veitir af tveim al- mennum mótum hér sunnan- lands árlega, auk Islandsmóts- ins, þegar það er. En þó að hér hafi nú verið með mesta móti af mótum í vetur, eru samt margir skíðamenn, sem hefðu gjarnan viljað meira, þótt aðr- ir væru nú reyndar búnir að fá alveg nóg og orðnir „á móti móti“. En víst er um það, að mótin eru alltaf skemmtileg fyrir þá sem keppa, séu þau ekki tekin allt of alvarlega. Og orð D. St. um sundið, gilda jafnt um skíðaíþróttina og hverja aðra fagra íþrótt: „Heill þeim, sem vinnur! Heill þeim sem tapar! —‘ ‘ o. s. frv. Því keppnin er alltaf skemmtileg og þroskandi, sé hún drengileg og skynsamleg. En nú er veturinn liðinn, — mótin hætt og snjórinn að mestu farinn. Nú geta sigur- vegararnir strokið sína bik- ara og „medalíur“, en hinir set- ið og hugsað um bylturnar sín- ar frá í vetur — og svo kemur aftur vetur, með nýjar byltur, bikara og „medalíur“. Ö. B. G. Kolviðarhóll Fyrir fimm árum keypti í. R. Hólinn af frú Valgerði Þórð- ardóttur, sem búið hefur þar síðan um aldamót ásamt hinum merka bóna sínum, Sigurði Dan íelssyni, sem dáinn er fyrir fá- um árum. 1 vor hætti frú Val- gerður öllum rekstri að Hólum, en við tóku tveir ungir menn, sem tekið hafa Hólinn á leigu hjá félaginu. Vonandi tekst þeim að halda við hinni miklu rausn, sem æ hefur auðkennt Hólinn í aug- um gesta. Hóllinn er þegar orð- inn vetrarheimili Reykvískrar æsku, því þar fara flestir Reyk- víkingar á skíðum. Aðeins er eftir að gera þetta íþróttaheim- ili að samastað annarra íþrótta- manna, eða þeirra, sem iðka í- þróttir að sumarlagi. Vonandi verður ekki langt þangað til að það tekst einnig, því að nú þegar er hafinn undirbúningur í þessa átt. Ég byrjaði á þessum fáu orðuin með því að nefna nafn frú Valgerðar, og ég ætla að enda með því líka. Þessi heiðurs- og sómakona hefur í fjóra áratugi tekið á móti fleiri gestum en flestir aðrir hér á landi, og gert það svo, að landfrægt er orðið. Mér vitanlega hefur henni aldrei verið sýndur opinber sómi, og teldi ég því ekki nema eðlilegt að það yrði gert nú, þegai' hún er hætt hinu um- fangsmikla starfi, sem allir, er kynnst hafa, róma mjög. t. R.-ingar þakka góða við- kynningu og gestrisni og ern þeir alls ekki einir um það. H. ÞRÓTTVR 9

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.