Þróttur - 01.06.1943, Blaðsíða 16

Þróttur - 01.06.1943, Blaðsíða 16
Húsmál I. R. Iþróttafélag Reykjavíkur er nú í uppgangi og örum vexti. Það er eins um félög og eiu- staklinga, að þar skiftast á fjör- kippir og deyfðartímabil. Und- anfarið hefur verið í félaginu dálítil deyfð, en því meira líf verðui' nú í öllum hreyfingum þess. Félagið á sér myndarlegt hæli fyrir vetraríþróttir, þar sem er Kolviðarhóll, og frá á- hrifum þeirrar starfsemi má vænta margra góðra nýliða í aðrar íþróttir, sem félagið hef- ur á stefnuskrá sinni. Og for- maður félagsins, Haraldur Jo- hannessen, vinnur kappsamlega að eflingu félagsins og auknum þrifum. Og nú er félagið búið að sprengja utan af sér húsnæðið í Túngötumii, sem tvímælalaust hefur verið öruggasta lífakkeri þess á undanförnum árum. Það er ekkert óþekkt fyrir- brigði, að félag, fyrirtæki og einstaklingar séu húsnæðislaus, og sérstaklega nú á síðustu tím- um, En öllum er líka jafnljóst, hver hnekkir það er að hafa ekki öruggt þak yfir höfuðið. Og víst er um það, að það er ekki óáþekkt um íþróttafélög eins og fjölskyldur með rnörg börn, að hvoi'irtveggja eiga örð- ugt með að fá leigt. Það er ekki friðsamt í kringum þá, sem hafa marga í eftirdragi. — Ríki og bæjarfélög hafa fyrir löngu séð að nauðsynlegt er að styðja og styrkja þá einstaklinga, sem erfiðasta aðstöðu hafa til þess eiga skýli yfir höfuð sér, til dæmis með því að ábyrgjast og leggja fé til stuðnings sambygg- ingum verkamanna o. fl. Allir viðurkenna líka í orði, hve sterkur þáttur í rrppeldi þjóða og einstaklinga hollar íþróttir eru.. Og þó hefur til skamms tíma v.erið svo vanræktur þessi þáttur í uppeldi íslenzku þjóð- arinnar, að ekki .er ofmælt þótt sagt sé, að íþróttakennsla hafi verið algerð hornreka við ís- lenzka skóla, allt frá barna- skólum upp í Iláskóla íslands. Nú er sem betur fer að aukast skilningur á þessum málum, þótt getan sé ennþá víða af skornum skammti. Iþróttafél a g Reykj avíkur varð fyrst af hliðstæðum félög- um til þess að eignast sitt eigið htás. Og þar hefur félagið haft aðsetur sitt og mestan hluta starfsemi sinnar. Nú er húsið orðið allt of lítið. — 1. R. vill eignast nýtt hús — framtíðar- heimili — sem fullnægir þeim kröfum, sem þarf og vei'ður að gera til íþróttahúsa. Til þess að hrinda því máli í framkvæmd hefur félagið valið 5 manna nefnd, sem í samvinnu við for- mann og stjórn félagsins á að safna fé og vinna að undirbún- ingi húsbyggingarinnar. Nokk- urt fé er nú þegar í vörslum nefndarinnar og auk þess hefur hún fullan vilja á að auka það fé og margfalda. Fyrir forgöngu og ósérplægni Péturs Ottesens alþingismanns heimilaði síðasta Alþingi ríkis- stjórninni að veita félaginu lóð undir byggingu fyrir íþrótta- starfsemi sína. Er skylt að þakka þeim heiðursmanni fyrir velvilja hans til félagsins og þau störf, er hann hefur lagt á sig fyrir það. Samkomulag' hefur líka náðzt við skipulagsnefnd um staðinn, sem þessari liyg'g- ingn er ætlaður, og naut nefnd- in þar stuðnings skrifstofu- st.jóra skipulagsnefndar, Harð- ar Bjarnasonar, sem greiddi fyrir málinu eftir beztu getu. Aðeins er ókomið leyfisbréf rík- isstjórnarinnar fyrir lóðinni. — Hefur það dregizt nokkuð — og lengur en búast mætti við, þar sem það mun heyra undir framkvæmd þess ráðherra í nú- verandi ríkisstjórn, sem til þessa hefur verið talið að ekki þyrfti hálfan mánuð til þess að snúa sér við: atvinnumálaráð- herra Vilhjálmur Þór. Nix heitir félagið á alla félaga sína og stuðningsmenn að duga þessu máli, því að þó menn geti greint á um það, hvort nú sé hentugur tími til þess að hefjast handa um bygginguna, þá geta allir verið sammála um það, að einmitt nú er rétti tím- inn til þess að undirbúa málið og' afla fjái' til framkvæmda. Gamall félagi. Síðan grein þessi var skrifuð, höfum vér frétt að málið muni heyra undir fjármálaráðherra en ekki atvinnumálaráðherra, og ætti málið þá að vera auð- sóttara, meðan í sæti fjármála- ráðherra situr forvígismaður íþróttanna — og ber Þróttur þess gleggst vitni. Boðhlaup Ármanns umhverfis Reykjavík fór fram 29. júní með þátttöku 3ja félaga, Á„ K. R. og f. R. Félögin voru afar jöfn, en hlaupinu lyktaði með sigri Ár- manns, sem þar með vann Al- þýðublaðshornið til fullrar eign- ar. — 10 ÞRÓTTUR

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.