Þróttur - 01.06.1943, Blaðsíða 17

Þróttur - 01.06.1943, Blaðsíða 17
Þ R Ó T T U R Blað um íþróttir. íþróttafélag Reykjavíkur gefur út. RITNEFND: Haraldur Johannessen, Helgi Jónasson frá Brennu og Ólafur B. Guðmundsson. Stjórn í. R. annast afgreiðslu blaðsins. f. R.-hús við Túngötu. Sími 4387. Pósthólf 35, Rvík. Skrifstofutími milli kl. 5 og 7 þriðju- og föstudaga. VERÐ 5 KR. Á ÁRI. Iíitstjóri og ábyrgðarmaður: SIGURPÁLL IÓNSSON. Sími 3687. Guðm. Ingólfsson heitir 13. ára gamall piltur innan I. R., seni getið hefur sér góðan orðstír í sundi, Synti 100 m. baksund. á 1 mín. 25,4 sek og varð annar. Fyrstur varð Logi Einarsson rtr Ægi á 1 mín. 24 sek. Þriðji varð Guð- rnundur Þórarinnsson Á. á 1 mín. 29,4 sek. Logi er löngu þekktur sundgarpur, og þykir því afrek G. I. með ágætum. Má vænta mikils af honum í framtíðinni. Jónas Halldórsson Jónas Ilalldórsson, sundkenn- ari í. R., hefur haft allan veg og vanda af að æfa Guðmund og ber því að þakka honum ár- angur Guðniundar og fleiri ungra I. R.-inga, sem hann hef- ur haft undir höndum. Sérstakt kapp verður nú lagt á þessa góðu ‘ og skemmtilegu íþrótt hjá I. R. og mun Jónas hafa kennsluna á hendi fram- vegis, og ættu því allir þeir, sem vilja læra sund hjá mann- inum, sem flest sundmetin á, að æfa með 1. R.-ingunum. Jónas Ilalldórsson sækir nú um fast sundkennarastarf við Sund liöll Reykjavíkur, og er vonandi að bæjarráð Reykjavíkur veiti þessum afburða sundkennara stöðuna, öllum sundelskandi bæjarbúum til gagns. Fröken Sigríður Sigurjónsdóffir hefur nú verið skipuð Sund- hallarforstjóri í Reykjavík. — Tekur hún við starfi sínu í haust. Flestum mun þykja bæjar- stjórn hafa vel tekist valið í forstjórastöðuna, því þeim, sem til þekkja, vita að Sigríður er bæði reglusöm og þrifin, og er hvorttveggja nauðsynlegt á þessum stað. Viss er ég einnig um það, að frökenin mun taka jafnt tillit til allra þeirra félaga, sem sundíþróttina iðka, og ekki gera einu félagi hærra undir höfði en öðru, enda eiga félögin jafnan aðgang að höllinni eft- ir því sem ég l)ezt veit. Fimleikar. Gefinn hefur verið silfurbik- ar til keppni í einmenningsfim- leikum innan félagsins. Fylgir bikar þessum heitið fimleika- meistari 1. R. og meistarapen- ingur félagsins. Keppa skal í maí-mánuði ár hvert, í fyrsta sinni 1944. Frjálsar íþróttir. Glímufélagið Ármann gaf 1. R. á 35 ára afmæli félagsins silfurbikar, sem afhenda skal bezta útiíþróttamanni félagsins á hverju hausti. Síðastliðið iiaust fórst þetta fyrir, en mun nú bætt úr þessu á næstunni. Jóel Sigurðsson vann bikarinn og mun honum afhentur bikar- inn og nafn hans grafið á hann ásamt ártalinu 1942. Framvegis mun bikarinn af- hentur á réttum tíma og verður reglugerðin þá væntanlega til- búin. Tennis. í haust verður keppt um tenn- ismeistaratitil 1. R. 1943. ÞRÓT TV R 11

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.