Þróttur - 01.10.1943, Blaðsíða 10

Þróttur - 01.10.1943, Blaðsíða 10
Drengjameistarar 1943 Finnbjörn í. R. Jóel í. R. Óskar í. R. Bragi K. R. Svavar K. R. I Þorkell F. H. Ungu mennirnir hafa ekki verið aðgerða- lausir í sumar. Hvert drengjametið af öðru hefir verið sett, og eru margir árangrarnir prýðilegir. Þessir ungu menn urðu drengjameistarar í ár: Finnbjörn Þorvaldsson, 100 m. hlaup, 110 m. grindahlaup og 400 m. hlaup. Jóel Sigurðsson, kúluvarp og spjótkast. Óskar Jónsson, 1500 m. og 3000 m. hlaup. Bragi Friðriksson, kringlu- kast. Svavar Pálsson, hástökk. Þorkell Jóhannesson, langstökk og stangarstökk. Sveit I. R. sigraði í 4X100 m. boðhlaupi. Sveinn í. R. Sigurðsson,' f. R., sé þeirra lík- legastur. Indriði Jónsson, K. R., varð meistari á þessum vegalengdum í ár á mjög lé- legum tíma. Þá komumvið að stökkunum. Skúli Guðmudsson, K. R., og Oliver Steinn, F. H., eiga beztu árangra sumarsins í hástökki, 1,80 m. Oliver var meistari á þessari hæð og kemst þar með á fyrrnefnt yfirlit sem 7. á- samt þremur öðrum, og má það heita ágæt frammistaða, og þegar þess er gætt, að Skúli stökk þessa hæð á sinni fyrstu og einustu keppni í sumar; en af Skúla og Oliver má mikils vænta í þesum efnum í fram- tíðinni. Langstökkið vann Oliver á meistaramótinu, stökk 6,67 m. og hlýtur fsland þar 10. sætið. Skúli og Finnbjörn, ásamt sjálfum meistaranum, eru þeir sem menn tengja vonir sínar við í framtíðinni, og verður gaman að sjá þá alla saman næsta sumar. Þrístökkið vann Oddur Helgason, Á.,; stökk 13,33 m.; sæmilegur árangur; en hann ásamt þeim Skúla og Oliver, eru þeir, sem setja mestan svip á þessa íþrótta- grein. Stangarstökkið hefir lengst af verið nokkuð lélega rækt hérlendis; t. d. var Magnús Guðmundsson meistari á 320 cm. Þess ber þó að gæta, að Magnús er „junior“ enn þá, og Vestmanaeyingar eiga ávalt einhvern í pokahorninu, þegar þeir láta sjá sig á íþróttavell- inum. Eg gerði það með vilja, að geyma köstin þar til síðast, en í sumum þeirra stöndum við fyllilega jafnfætis beztu mönn- um erlendis, t. d. í kúluvarpi, þar sem Gunnar Huseby varð meistari, kastaði 14,53 m. Er hann einn af 10 beztu köstur- um Evrópu, og í yfirlitinu um meistaramótin er hann fjórði. Þá er að geta þess, að í kúlu- varpi stöndum við einna fremst með jafna og ágæta kastara, t. d. þá Sig. Finnsson og Jóel Sigurðsson. Verður Sig. Finnsson sá sjöundi með meistaramótsárangri og Jóel sá tíundi með sitt bezta kast á sumrinu. Kringlukastið er líka nokk- uð gott hjá Huseby. Hann kastaði á meistaramótinu 43,24 metra og verður með því sá áttundi í yfirlitinu; en þar eigum við einnig Sig. Finnsson og Braga Friðriksson, ágæta kastara, að ógleymdum met- hafanum Ólafi Guðmundssyni, sem var þó ekki með í ár vegna lasleika. Spjótkastið vann Jón Hjart- ar, kastaði á meistaramótinu 53,19 m. og verður sá 11. Hver veit nema hann og Jóel nálgist 60 m. næsta sumar, ef þeir kasta með jafn góðum árangri og í jafn skemmtilegri keppni og á septembermótinu, þó að árangur hafi — vegna veðurs Frh. á bls. 11. ÞRÓTTUR 6

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.