Þróttur - 01.10.1943, Blaðsíða 11

Þróttur - 01.10.1943, Blaðsíða 11
Albert (VAL) Sig. Ólafss. (VAL) Magnús (FRAM) Jón Jónsson (K. R.) Óli B. (K. R.) n citíspy rnan i surnar Eg hefi oft velt því fyrir mér, hvort það séu álög á gömlum knattspyrnumönnum, sem eru búnir að leggja skóna á hilluna, að álíta, að knatt- spyrnan sé í afturför frá því, er þeir voru með, og ég held, að flestir þeirra líti svo á, að gullöld íslenzkrar knattspyrnu sé einmitt það tímabil, þegar þeir voru sjálfir með sem virk- ir þátttakendur í þessum lif- andi leik, sem Svíar kalla skák grasflatanna. Þegar farið er út í þá sálma, að bera saman knattspyrnu dagsins í dag og þeirrar knatt- spyrnu, sem við sáum fyrir 20 árum, kemur margt til greina, sem vert er að athuga, áður en nokkur dómur er felldur um, hvort gömlu Framararnir myndu sigra núverandi ís- landsmeistara í leik, ef þessi lið gætu mætzt á knattspyrnu- vellinum við sömu aðstæður og þá voru. En því láni er ekki að fagna, svo enn um stund verða menn að þræta um þetta atriði, og líklegast að aldrei náist samkomulag. Breytt leikaðferð glepur mönnum sýn til réttrar ályktunar í þessu máli. Sam- leikurinn er nú í meiri háveg- þróttur ’>m hafður en þá, auk þeirrar leikni, sem nú er krafizt af hverjum þeim, sem vill vera liðtækur á leikvelli. í meistaraflokki hefir styrk- leiki félaganna verið þessi í sumar: L. U. T. J. Mörk VALUR.... 12 10 1 1 30:13 FRAM 12 3 5 4 19: 18 K. R 9 4 5 0 21 :22 K. A 4 1 2 1 8: 9 VÍKINGUR . . 5 1 1 2 2: 4 K. V 4 0 3 1 5:15 Eins og sést á þessu yfirliti, hefir Valsliðið verið það sterka að þessu sinni, og skilur mikið á milli þess og næsta fé- lags, sem er FRAM. Valsliðið hefir nú um 10 ára skeið verið í sérflokki, þó að það hafi kostað mikið erf iði og mikla baráttu hjá því að halda sér efst á blaði. 1 ár voru þeir greinilega beztir með sitt leik- vana lið, og býst ég við, að flestir verði mér sammála um, að leikvaninn (,,rútínan“) hafi verið meginstyrkur þess. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan því var haldið fram — og er reyndar enn — að Vals- vörnin væri kjarni liðsins. Að sjálfsögðu ber ekki að neita þessu, en athugi maður marka- fjölda félaganna í gegnum ár- in, sést, að framlína Vals er oftast með flest skoruð mörk eftir sumarið. Svo ég hygg, að félögin, sem eru í baráttunni við Val, ættu að leggja sig bet- ur fram í að gera varnir sínar sterkari, ef sama á ekki að endurtaka sig næsta ár. í vörninni hjá Val voru þeir Sig. Ólafsson og Hermann Hermannsson beztu mennirn- ir, útsjónarsamir og sterkir, án þess þó að vera með mikla yfirburði yfir Geir, Frímann eða Björn. 1 framlínunni er Ellert ávalt einn hættulegasti útherjinn, og Sveinn Helgason var ágætur, með ákveðinn leik og töluverða leikni. Albert Guðmundsson var þó þeirra beztur, galdramaður í boltameðferð og mjög skotfim- ur, og er óhættað fullyrða, að hann sé bezti einstaklingurinn, sem þar er starfandi, um allt, er lýtur að boltameðferð. Staðsetningar varnarinnar voru þó einn sterkasti þáttur liðsins í sumar, þótt nokkrar veilur kæmu fram í síðasta leik félagsins við K. R. En þá má segja, að vörnin hafi algerlega verið útspiluð, og er langt síð- an, að ég hefi séð framherja 7

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.