Þróttur - 01.10.1943, Blaðsíða 13

Þróttur - 01.10.1943, Blaðsíða 13
^4í utan Á öðrum stað í blaðinu er samaburður á meistaramóts- árangri okkar og 12 annarra þjóða, og mun því mörgum leika hugur á að kynnast bet- ur því yfirliti, en það er tekið upp úr Sænska íþróttablaðinu. Ef þeim þjóðum, sem þar eru nefndar, er raðað upp eftir áröngrum og þá farið eftir finnsku stigatöflunni með meðaltals stigafjölda á hverja grein, verður röðin þessi: 1) Svíþjóð, 956,74 stig; 2) Þýzkaland, 918,92; 3) Ungverjaland, 906,82; 4) Finnland, 890,23; 5) Ítalía, 889; 6) Danmörk 869,11; 7) Fakkland, 850,23; 8) Sviss, 850,35; 9) Holland, 835,93; 10) Belgía, 809,66; 11) Króa- tía, 739,41; 12) Spánn, 707,20. Af einstökum áröngrum eru 10 árangrar, sem stigataflan nær ekki yfir eða eru fyrir ofan 1000 stig. 1) Tosi, ftalía, 50,65 í kringlu gefur 1058 stig; 2) Eriksson, Svíþjóð, 72,15, spjót = 1050; 3) Arne Andersson 3:50,4 — 1500 m. — 1050. 4) Heino, Finnland, 30=17,8 á 10 km. —1047 —. 5) Osendrap, Holland, 10,4 sek. 100 m. = 10035; 6) H. Lidman, Svíþjóð, 14,5 sek. 110 m. grindahlaup — 1019; 7) Lanzi, Ítalía, 1:51,6 á 800 m.; 8) Nikkanen, Finnland, 70,05 m. í spjótkasti — 1001; Belginn Reiff hljóp 1500 m. á 3:54,0 mín og Þjóðverjinn Langhoff stökk 197 cm. í há- stökki; en bæði þessi afrek gefa slétt 1000 stig. Þjóðverj- ÞRÓTTUR inn Storch fær 999 stig fyrir að kasta sleggjunni 53,96 m. Lélegasti árangurinn var hjá Spánverjanum Igogs, sem kastaði spjótinu 45,93 m. og gefur 514 stig. Eins og sést af þessu yfir- liti, eru Svíar langsterkastir, enda jafnastir; eiga t. d. í 9 greinum beztu árangrana; aðeins í tveim greinum verða þeir neðar en nr. 3, í 100 m. og 200 m. hlaupi, en þar er Strandberg enn þá sá bezti hjá þeim. f knattspyrnu hafa Svíar keppt við Dani, Ungverja og Svisslendinga nú í sumar; tapað fyrir tveim þeim fyrr- nefndu með 3 mörkum gegn 2, en unnið Svisslendinga með 1:0. Norrköpings IFK urðu knattspyrnumeistarar 1943 í Svíþjóð, Akademisk Boldklubb í Danmörku, Dresdnar Sport Club í Þýzkalandi, Grasshopp- ers í Sviss og Ujpest í Ung- verjalandi. Yfirleitt má segja, að mikið íþróttalíf þróist með- al allra þjóða á meginlandinu, þó að hart sé í ári og hildar- leikur sé háður á næstu grös- um. Á meðan Gunder Hágg var í Ameríku rændi landi hans, Arne Andersson, frá honum tveim heimsmetum eða í 1500 m. hlaupi og 1 mílu hlaupi; en Svíar gerðu sér miklar vonir um að þessar tvær hlaupastjörnur gætu leitt hesta sína saman nú í haust hvað láta undan. En svo gat ekki orðið, því heimköma Hággs dróst nokkuð, og er hann nú fyrir skömmu kom- inn aftur til Svíþjóðar, en mun ekki hlaupa á neinu kappmóti þar, úr því sem komið er. Þjóðverjar bönnuðu alla í- þróttastarfsemi í Danmörku í byrjun september, en Danir hafa eflt mjög alla íþrótta- starfsemi sína frá því að land þeirra var hernumið. Frá Noregi eru litlar fréttir, en íþróttaleiðtogi Quislings, hinn þekkti norski íþróttamaður, Carles Hoff, fannst nýlega örendur, og er talið, að norsk- ir föðurlandsvinir hafi sett hann í poka og síðan drekkt honum í á einni skammt frá Oslo. Finnland, sem er einn þátt- takandinn í hildarleiknum, er langt frá því að vera óvirkt á sviði íþróttamálanna. Hafa Finnar tekið á móti erlendum íþrótaflokkum og sent flokka til annarra landa, og geta þeir sér nú sem endranær góðan orðstír á þessum sviðum. Sundmót Ármanns í Sundhöllinni 20. þ. m. gefur okkur góðar conir um ágæt sundafrek nú á næstunni. f næsta blaði mun birtast yfir- lit um sund að utan ásamt yf- irlitsgrein um ísl. sundmenn og vonuðu, að þá mundi eitt- eftir Jónas Halldórsson. 9

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.