Þróttur - 01.10.1943, Blaðsíða 16

Þróttur - 01.10.1943, Blaðsíða 16
Ein íþróttaforusta. Framhald af bls. 2. Við umræður um þetta mál á ársþinginu 1942 gaf stjórn í. S. I. þær upplýsingar, að verið væri að reyna samninga um þessi mál við U. M. F. í. Það þing gerði svohljóðandi samþykkt um málið: „Ársþingið skorar á stjórn í. S. í. að vinna í þá átt, sem mörkuð er í tillögu Þorsteins Bernharðssonar og Helga S. Jónssonar á árs- þinginu 1941, og taka í þessu sambandi til rækilegrar athugunar hugmynd Aðalsteins Sigmundssonar um lausn málsins.“ Umræðurnar um þetta voru hinar merkileg- ustu. Á þessu þingi var mættur sem fulltrúi Að- alsteinn heitinn Sigmundsson. En hann var um langt skeið einn af áhrifamestu leiðtogum U. M. F. í. og fulltrúi þess í íþróttanefnd. Hann átti og sæti í nefnd þeirri, sem undirbjó íþrótta- lögin. Aðalsteinn virtist skilja það, að ekki er heppi- legt, að tveir aðilar hafi á hendi íþróttaforust- una. Hafði hann hugsað sér þá lausn málsins, að stofnað yrði eins konar yfirsamband yfir 1. S. 1. og U. M. F. 1. Aðalsteinn heitinn Sigmundsson var vitur maður og hafði mikla félagslega reynslu. í þessu sambandi er því ákaflega mikið leggj- andi upp úr því áliti hans, að núverandi skipan íþróttaforustunnar beri að breyta. Við hinu verður ekki búizt, að hann í tillögu sinni ætli keppinaut U. M. F. 1. forustuna, enda er það aukaatriði, hvað sá aðili heitir. Aðalatriðið er, að íþróttahreyfingin og íþróttaforustan sé ekki tvískipt. Hitt er svo annað mál, að enginn getur við forustunni tekið af I. S. 1. m. a. vegna þess, að enginn annar aðili fengi inntöku í al- þjóðasambönd, sem nauðsynleg eru á friðartím- um vegna viðskipta við aðrar þjóðir í þessum efnum. Er rétt til að fyrirbyggja allan misskiln- ing, að geta þess, að ríkið getur ekki fengið sendimenn sína tekna til keppni erlendis, nema bá í samráði við 1. S. 1. í millilandakeppni fær aðeins þátttöku sá, sem er meðlimur alþjóða- sambands, en til upptöku í alþjóðasamband þarf að uppfylla viss skilyrði, sem 1. S. 1. eitt hér- lendis mun hafa möguleika til. Þegar I. S. 1. á sínum tíma gerði athuga- semdir sínar við frumvarpið til íþróttalaganna, var lagt til, að íþróttafulltrúinn yrði um leið framkvæmdastjóri 1. S. 1. Sú breyting fékkst ekki gerð, sem varla var von, þar sem svo mikið af starfssviði fulltrúans liggur utan við verk- sviðstakmörk I. S. í., nefnilega hjá skólum landsins. Hitt er aftur á móti fullkomlega tíma- bært, að jafnhliða því sem unnið er að einingu í íþróttamálunum, sé um leið unnið að skiptingu íþróttafulltrúastarfsins. Samkvæmt því ætti framkvæmdastjóri I. S. í. að vera skipaður af kennslumálaráðherra í samráði við íþróttasam- bandsstjórnina, og væri jafnframt sá íþrótta- fulltrúinn, sem færi með öll þau mál sem til- heyra íþróttastarfsami áhugamanna. Yrði þá þessi íþróttafulltrúi tilsvarandi embættismaður búnaðarmálastjóra, en hann er framkvæmda- stjóri Búnaðarfélags íslands. íþróttasambandið á samkvæmt sínum nýju lögum og eðli málsins að verða á sínu sviði hliðstæð stofnun Búnaðar- félagi íslands, enda byggt upp eftir svipuðum reglum. Þegar vankantar reynast á löggjöf, er ekki um annað að gera en að breyta henni í þá átt, sem hagkvæmara er talið, og þá án tillits til þess, hver í hlut á, og jafnvel þó að særð sé metnaðar- og hagsmunatilfining nokkurra rnanna. fþróttahreyfingunni er það ákaflega þýðing- armikið, að þegar á að skipa með löggjöf mál- um, sem ekki snerta hana að óverulegra ieyti en íþróttalögin gera, sé sú skipun gerð með það fyrir augum, að sameina hópinn, en sundra honum ekki. 5- Eins cg sjá má, hefi ég Mtid að á stóru um árangrana 1 sumar hjá þeim fullorðnu og forðast að telja upp aðra en þá beztu. Ef við nú snúum okkur að drengjamótunum í sumar og reynum að gera okkur grein fyrir, hvers við megum vænta í framtíðinni af þeim ungu mönnum, sem þá koma fram, þá má óneitanlega segja, að við megum vel við una með þá árangra, sem þar hafa náðst. Væri óneitanlega gaman að birta alla árangra þessara ungu rnanna á sumrinu, en ég geri það samt ekki, en minnist þeira og þakka um leið áhuga þeirra, með því að byrta mynd af öllum drengj ameisturum ársins 1943, og vona, að þeir haldi áfram á sömu braut í framtíðinni. 12 ÞRÓTTUR

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.