Þróttur - 01.01.1944, Blaðsíða 15

Þróttur - 01.01.1944, Blaðsíða 15
IÞROTTAFORUSTAN Svar sambandsstjórnar U. M. F. I. — Andsvar Þorsteins Bernhar?)sscnar. í síðasta tbl. Þróttar (7. árg. 2. tbl.) er grein eftir Þorstein Bern- harðsson, er nefnist: Ein íþrótta- forusta. Virðist tilgangur hennar vera sá, að koma þeirri skoðun á framfæri við löggjafann og all- an almenning, að U. M. F. í. hafi verið óverðugt sett við hlið í. S. í. í íþróttalögunum og beri að hverfa þaðan tafarlaust. Það hafi aldrei haft hin minnstu afskipti af íþróttamálum, fyr en íþrótta- lögin komu til sögunnar, en þá hafi milliþinganefndinni, er lög- in samdi „orðið það á tvískipta forustu hinnar frjálsu íþrótta- starfsemi" af ástæðum, er grein- arhöfundur vill ekki nefna. — Fyrsta íþróttaforustan hafi kom- ið með stofnun í. S. í. 1912. Þar sem farið er með söguleg- ar staðreyndir á mjög óvandaðan hátt höfum við óskað eftir að fá birta athugasemd við nefnda grein. Við munum ekki eltast við einstök atriði, heldur taka fram nokkrar staðreyndir úr sögu U. M. F. í., sem yfirleitt eru landskunnar. Getum við haft mál okkar nokkuð styttra fyr- ir þá ‘ sök, að á næstu blaðsíðu, þegar blaðið fer að skrifa um afreksmenn á sviði í- þróttanna, er einmitt upphafs- maður ungmennafélaganna, Jó- hannseJósefsson tekinn og hinna merku íþróttastarfa hans á þeim vettvangi getið rækilega. Þessi atriði óskum við eftir að taka fram: 1) Ungmennafélögin, sem eru stofnuð 1906, áttu verulegan þátt í Konungsglímunni á Þingvöllum 1907 og einkum frumherji þeirra, Jóhannes Jósefsson, sem þá gerði sína kunnu heitstrenginu, um sama leyti er U. M. F. I. stofnað á Þingvöllum og vann það strax að endurreisn glímunnar. ÞRÓTTUR 2) Ungmennafélögin vinna öt- ullega að útbreiðslu sundsins og hafði Lárus Rist einkum for- göngu um það. Gerði hann sína kunnu heitstrenginu um sundið yfir Eyjafjörð. Glíma og sund urðu í öndverðu mjög útbreiddar íþróttir hjá U.M.F. 3) Að tilhlutun stjórnar U.M. F.í. fór hópur glímumanna á 01- ympíuleikana í London 1908, und- ir forustu Jóhannesar Jósefsson- ar. 4) Ungmennafélögin á Norður- landi halda fyrsta sameiginlega íþróttamótið á Akureyri 17. júní 1909. Er það fyrsta almenna íþróttamótið, sem þar er haldið. 5) Árið 1911, 17.-25. júní held- ur U. M. F. í. fyrsta landsmótið í íþróttum á íþróttavellinum í Reykjavík, með 70 íþróttamönn- um. 6) U.M.F.Í. Reykjavíkur hefst handa um skíðaíþróttina 1906 og kaupir þá 15 pör af skíðum frá Noregi. Byrjar á skíðabrautinni í Öskjuhlíðinni 1908. Mörg Umf. unnu á ýmsan hátt að útbreiðslu skíðaíþróttarinnar, t. d. Árvakur á ísafirði, sem fékk norskan kennara, Helge Torvö, hingað til lands og varð það skíðaíþróttinni mjög til eflingar. 7) Umf. Reykjavíkur reisti sundskála við Skerjafjörð 1909 og hóf íslendingasundið 1910. Allir þessir þjóðkunnu atburðir gerðust áður en í. S. í. er stofn- að 1912, að undanteknum skíða- kennaranum á Isafirði. 8) Ungmennafélögin halda landsmót í Reykjavík 1914, með svipuðum hætti og 1911. 9) Sumarið 1925 fóru 10 ung- mennafélagar til Noregs á vegum U. M. F. í. og ferðuðust þar um og sýndu glímur. Sigurður Greips son, sem þá var í sambandsstjórn átti frumkvæðið að för þessari, en Jón Þorsteinsson íþróttakenn- ari var stjórnandi, en hann var þá að vekja á sér athygli sem íþróttakennari. U. M. F. í. veitti 800,00 kr. styrk til fararinnar. 10) Ungmennafélag íslands stendur saman af 14 héraðssam- böndum. Mörg þeirra hafa haldið héraðsmót um langt árabil og sum allt frá 1910 og eru íþrótt- irnar þar aðal þátturinn. U.M.F.I. veitir margvíslegan stuðning við undirbúning héraðsmótanna. Hin helztu eru þessi: Skarphéð- ins að Þjórsártúni, Borgfirðinga á Hvítárbökkum, Snæfelinga á ýmsum stöðum á Snæfellsnesi, Dalamanna að Laugum í Sælings- dal, Vestfirðinga að Núpi og víð- ar, Eyfirðinga á ýmsum stöðum við Eyjafjörð, Suður-Þingeyinga aðLaugum og Norður-Þingeyinga ,í Ásbyrgi. Á síðari árum hafa svo fleiri bætzt við og haldið hér- aðsmót. Þá hafa mörg einstök Umf. eða tvö nágrannafélög hald- ið íþróttamót á ákveðnum stöð- um um langan tíma. 11) Flest íþróttamannvirki í sveitum og í mörgum kauptún- um eru byggð og rekin af ung- mennafélögum. 12) Haukadalsskólinn er stofn- aður 1927 af Sigurði Greipssyni, til þess að efla íþróttalíf meðal Umf. og naut hann til þess nokk- urn stuðnings U. M. F. I. — Þá styrkti sambandið lengi 5 nem- endur árlega til náms í skólanum, sem síðar kendu íþróttir hjá ung- mennafélögum. 13) Ungmennafélag íslands hefir frá upphafi varið árlega til íþróttastarfsemi hlutfallslega mestu af tekjum sínum. Hefir það verið veitt til íþróttakennara, 9

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.