Þróttur - 01.06.1944, Blaðsíða 5

Þróttur - 01.06.1944, Blaðsíða 5
Stuttu eftir síðustu áramót var íþróttafélagi Reykjavíkur tilkynnt, að rikisstjórnin myndi samkvcemt heimild Alþingis, afhenda félaginu leigulausa lóð undir íþrótta- hús, og yrði lóðin nœst austan við Sambandshúsið við Sölvhólsgötu valin í þessu sambandi. Fjáröflun til þessarar byggingar er hafin og er takmarkið það, að fertugsaf- mœli ÍR. sem er 11. mars 1947 verði hátíðlegt haldið í hinum nýju salarkynnum. íþróttafélag Reykjavíkur er í örum vexti og öruggum. Er hús þess við Túngötu fyrir löngu orðið alltof lítið fyrir hina margþœttu og umfangsmiklu íþróttastarfsemi sem félagið rekur. Með nýbyggingunni við Sölvhólsgötu rœtist úr þeim erfiðleikum sem Í.R.ingar nú eiga við að stríða vegna ófullnœgjandi húsakosts. Jafnhliða því sem með þessari húsbyggingu verður bœtt úr brýnni þörf ákveð- ins félags, er um leið til lykta leitt, vandrœðamál, sem fyrir löngu hefði þurft að vera leyst. Með þessari byggingu er er tryggt í þessum bœ, viðunandi húsnœði til hverskonar íþróttasýninga og keppni. En það getur ekki vansalaust talist að í svo stóru bœjarfélagi sem Reykjavík skuli þannig ástatt, að íþróttamenn verði að fá inni hjá erlendum her ti! síœrri íþróttasýninga og kappleikja. Ætti húsbyggingarmáli I.R. af þeim sökum að vera fyrirfram tryggður stuðningur hvers einasta Reykvíkings, og raunar hvers þess íslendings, sem nokkurn þjóðarmetnað hefir. Í.R.-ingum hefir nú verið fenginn staður fyrir framtíðaraðsetur í hjarta bœjarins. Þeirra er nú að standa fast saman og linna ekki þeirri sókn, sem þeir nú hafa hafið, fyrr en reist hefir verið veglegasta íþróttabygging þessa lands. ÞRÓTTUR 1

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.