Þróttur - 01.06.1944, Síða 6

Þróttur - 01.06.1944, Síða 6
Oorsieinn Bernharðsson: Fullveldi fagnað Sagan sem við lærðum í barnaskólanum, greinir frá því, að forfeður okkar, sem þetta land námu og afkomendur þeirra sem settu sér lög og byggðu hér upp lýðræðislegra þjóðfélag heldur en þá tíðkuðust, hafi verið líkamlegu atgjörfi búnir. Okkur skilst að þeir hafi gert sér þess grein, að saman þarf að fara andleg og líkamleg hreysti, og að þessi tvíþætti styrk- ur hafi verið mikils metinn í hinu forna ís- lenzka þjóðfélagi Við sjáum líka við lestur sögunnar, að eftir því sem aldir líða og greipar hins erlenda valds kreppa fastar að íslendingum getur íþróttanna minna í þjóðaruppeldinu. Jafnhliða því sem baráttan hófst fyrir end- urheimt sjálfstæðis þjóðarinnar, hófst og bar- áttan fyrír íþróttaiðkunum almennings, og eftir því sem okkur tókst að sækja meira af rétti okkar í hendur hins erlenda valds, og eftir því sem menntun þjóðarinnar jókst og varð al- mennari, hefir íþróttahreyfingunni vaxið fisk- ur um hrygg, og iðkunn íþrótta náð til fleira fólks í þessu landi. Af þessu virðist það ljóst, að eftir því sem stjórnarhættir eru betri, eftir því er andleg og líkamleg menning hverrai’ þjóðar betur á vegi. Þess er ekki getið að frumherjarnir í sjálf- stæðisbaráttu okkar, Skúli fógeti, Fjölnismenn og Jón Sigurðsson væru íþróttamenn, þó stend- ur íslenzkt íþróttafólk fyrst og fremst í þakk- arskuld við þá, því einmitt þeir hófu sókn ís- lendinga tii stjórnmálalegs frelsis og í kjölfar þeirrar sóknar fylgdi síðan barátta fyrir hraustri og betur menntaðri þjóð. I rúma þrjá áratugi hefir íþróttaæska þessa lands minnst fæðingardags Jóns Sigurðssonar. Ilefir öllum almenningi skilist það því betur sem lengra hefir liðið, að það starf sem íþrótta- menn vinna er í anda forsetans og verðskuldar stuðning þjóðarinnar allrar. Á þessu vori verður heimt inn í landið það vald sem erlendum konungi var í hendur selt árið 1262. Jafnhliða er gert ráð fyrir að lýð- 2 ' veldi verði stofnað og til stofnunar þess verði valinn afmælisdagur Jóns Sigurðssonar, 17. júní. Ungir menn hafa jafnan staðið í fylkingar- brjósti í þeirri baráttu fyrir stjórnarfarslegu frelsi, sem Islendingar hafa háð og nú er til lykta leidd. Þess er því að vænta, að æska þessa lands taki óskipt þátt í þeirn hátíðahöldum, sem fram eiga að fara þegar viðend urreisum hið ís- lenzka lýðveldi. Þingvallahátíðin 17. júní í ár verður einstæð- ur atburður í sögu þessarar þjóðar, og atburð- ur sem komandi kynslóðir muna og rifja upp. Sú kynslóð sem lifir þann dag og er sjónar og heyrnarvottur að því sem þá fer fram á Þing- völlum, er um leið að lifa stund sem í senn er helguð erfiði og baráttu allra þeirra Islendinga sem í tæpar sjö aldir börðust við erlent vald og áþján, þoldu hungur og harðrétti, en. gáfust aldrei upp og sigruðu að lokum, og þeirra fram- tíðardrauma, sem hver góður íslendingur elur í brjósti um menningarlíf sér og eftirkomendum sínum til handa í frjálsu þjóðfélagi. Islenzkum íþróttamönnum er ætlað að leggja af mörkum skerf til þeirra hátíðarhalda sem verða á Þingvelli þennan dag. Ef það verðug- ur sómi og viðurkenning fyrir gott starf. En fyrst og fremst á það að vera þeim og öðrum æskumönnum þessa lands, hvatning til þess að standa á hverjum tíma vörð um frelsi og full- veldi þjóðarinnar, vitandi það, að eftir því sem fólkið býr við betra stjórnarfar, eru því betur tryggðir möguleikar til andlegrar og líkamlegr- ar ræktar. Þ. B. ÞRÓTTUR

x

Þróttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.