Þróttur - 01.06.1944, Blaðsíða 7

Þróttur - 01.06.1944, Blaðsíða 7
Aíreksmenn Hallgrímur BenediUtsson Enginn íslenzkur íþróttamaður lieí'ur orðið svo skyndilega frægur og ástsæll af íþrótt sinni sem Hallgrímur Benediktsson, þá er hann vann konungsglímuna á Þingvöllum 1907. Norðlend- ingar höfðu þá endurvakið glímuna með þeim ágætum sem aldrei munu gleymast; þeir settu henni hin fyrstu skráðu lög með reglunum um „Grettisbeltið“ Þeir norðlenzku íþróttamenn- irnir höfðu þá heitstrengingar að fornum sið um ýms afrek er þeir skyldu vinna. En höfuð- kappi þeirra, Jóhannes Jósefsson, hafði þá svo um mælt, að hann skyldi sigur hafa á glímu- vellinum að Öxará þá hið næsta sumar. Þá var allmikið glímulíf meðal ungra manna í Reykja- vík, en þessi heitstrenging Jóhannesar orkaði á þá eins og svipuhögg á ungan fjörhest. Þeim fannst nú við liggja æra sín, Reykjavíkur og Suðurlands. Hallgrímurr Benediktsson var þá með fremstu glímumönnum í „Ármanni“ og sagði við félaga sína: Ef ég fell, þá hefnið þið mín! Og svo mæltu þeir allir hver við annan. Ilallgrímur vann glímuna, sem mörgum er enn minnisstætt. Hann varð þá í einum svip þjóðfrægur íþróttagarpur og eftirlæti Reykvík- inga og Sunnlendinga allra; mun þá og enginn maður hafa verið slíkt kvennagull í Reykjavík sem hann. Og tíðindin af konungsglímunni á Þingvelli og myndirnar, sem blöðin fluttu af þessum glæsilegu íþróttamönnum, hituðu mörg- um ungum manni í hamsi í einangrinum úti um ÞRÓTTUR land. Þeir gengu í „Ármann“ og íþróttafélögin, þegar þeir komu til Reykjavíkur. nallgrímur Benediktsson er fæddur á Vest- dalseyri í Seyðisfirði 20. júlí 1885. Móðir hans var Guðrún Björnsdóttir frá Stuðlum í Norð- firði; það eru austfirskar ættir. En faðir Hall- gríms var Benedikt Jónsson prests í Reykja- lilíð, Þorsteinssonar. Benedikt var yngstur níu bræðra (f. 1833); einn þeirra var séra Þorsteinn Jónsson (f. 1809), sem Páll Melsteð segir að verið hafi ágætastur allra glímumann í Bessa- staðaskóla.. í ætt Ileykjahlíðarmanna urðu margir afreks- menn. Iíallgrímur Benediktsson ólst upp að Dvergasteini með séra Birni Þorlákssyni, en þeir voru bræðrasynir, þó að miseldri væri mikið. Séra Björn var glímumaður mikill og afrendur að afli. Þar var þá og Halldór Vilhjálmsson, systursonur séra Björns, allmiklu eldri en 1-Iall- grímur. Ualldór Vilhjálmsson var snemma mikill forgö'ngumaður um íþróttir og hvers- konar viðgang ungra manna; hann var og manna vaskastur, þó að hann iðkaði enga sér- staka íþrótt til afburða, nema þá skotfimi. Glímur voru þá allmjög iðkaðar á Austurlandi. Fylgdist Hallgrímur með þeim og óx áhugi á þeim, en var þá enn ekki liðtækur fyrir æsku sakir. Svo var til æætlazt, að Hallgrímur Benedikts- son yrði bóndi, eins og Halldór Vilhjálms- son, frændi hans. Var hann 18 vetra gamall hjá Vilhjálmi á Rauðará, stundaði garð- yrkju hjá Einari llelgasyni, og enn smíðar, til þess að verða vel búhagur. En er hann var tvítugur, hafði hann fastráðið að gerast kaup- sýslumaður; kom þá til Reykjavíkur haustið 1905 og gekk í verzlunarskólann, scm þá var stofnaður. Þá um haustið kom hann fyrst á glímur i „Ármanni“. Það var í „Bárunni". Voru menn sendir fram að glima við gestinn, og féll hinn íyrsti. En' Guðmundi Stefánssyni þótti ekki trútt um að hinn nýi maður væri harðskiftinn nokkuð. Segir Uallgrímur að hann hafi þá kunnað heldur lítið til glímu, en krafta hafði hann og skapsmuni. Þá gekk til hans maður, eldri en hann, heilsaði honum hlýtt og vina- lega og tók hann tökum; það var Guðmundur Þorbjarnarson, borgfirzkur maður, síðar múr- arameistari á Seyðisfirði. Ségir HaJlgrímur að hann hafi orðið hinn eiginlegi kennari sinn í S

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.