Þróttur - 01.06.1944, Blaðsíða 8

Þróttur - 01.06.1944, Blaðsíða 8
glímunn.i. Guðmundur var frábær glímumaður, en vildi aldrei koma fram opinberlega, heldur varði hann allri íþrótt sinni til þess að koma öðrum til þroska. En þessi nýi nemandi gafst konum harla vel. Það varð aðal Ilallgríms Benediktssonar sem glímumanns, að hann gerhugsaði og fann á sér í glímu meir en aðrir menn; hann tamdi sér' að fara hægt og með forsjá, og hann kunni manna bezt að fella keppinaut sinn á hans eig- in bragði. Það var stundum nær ótrúlegt að sjá mann falla fyrir honum, því að hann virtist ekki gera neitt sérstakt; hinn bara féll. En Hall- grímur fann ölium betur á hverju augnabliki keppinautur hans var veikastur fyrir, og ofur- lítið mótbragð eða viðbragð eitt gat riðið hon- um að fullu. Tvo menn hef ég þekkt, sem á svip- aðan hátt lærðu glímuna þannig, og hef ég enga, vitað kunna betur á þessa vísu, en það eru þeir IlaJlgrímur Benediktsson og Hermann Jónasson. Þó var ekki svo, að Hallgrím skorti brögð né kunnáttu til sóknar, en frægasta bragðið var loftkrókur hans (h. á. h). Það bragð gerði hann, að geysi-fögru bragði í sinni glímu og ægilega sigursælt. En, langmerkast í glímulist hans var1 hin rósama, hárvissa vörn, sem hann snéri í sókn og umsvifalausan sigur við hina minstu veilu í aðstöðu hins. Og annað var merkilegt og afdrifaríkt við glímu hans: staðan og hreif- ingarnar, sem hann tamdi sér, stígandin, og þetta, sem einkendi hina beztu glímumenn á Bessastöðum: að beita aldrei fullu afli nema í bragðinu, úrslitatakinu. Hann hafði manna mest í blóðinu glímulag séra Þorsteins Jóns- sonar föðurbróður síns, en ætla má að hann, hafi verið glæsilegasti glímumaður á Islandi á 19. öld. „Hann einan sá ég aldrei falla“, segir Páll Melsteð. „Þegar hann glímdi, beitti hann aldrei afli, þessu mikla afli sem honum var gefið, fyr en í því er bragðið reið að. Hann end- urbætti glímuna í skólanum". Og þessi hin sömu orð sagði Guðmundur Þor- bjarnarson við mig í samtali nú nýlega: „Hall- grímur endurbætti glímuna í „Ármanni“; hann færði inn í glímuna mestan glæsileik“. Séra Þorsteinn Jónsson frá Reykjahlíð skrif- aði svo um glímu á efri árum sínum: „Það er ómögulegt að lýsa þeim ýmsu úrræðum glímu- mannsins, í ýmsri stöðu hans, þegar komið er til sóknar og varnar. Og séu þeir er að gangast glímumenn báðir, er ekki auðvelt að geta sér ■4 til, og því síður að lýsa því með orðum, hvað fram fer í sálum þeirra“. — Ilvergi hef ég séð glímumenn taka innilegar til orða um íþrótt sína. Þó ,að ættartengsl séu milli glímu séra Þor- steins Jónssonar og bróðursonar hans, Hall- gríms Benediktssonar, þá hafa hin beinu tengsl iðkunarinnar slitnað þar á milli. Enginn jafn- oki þeirra varð til að bera íþróttina, sjálfa á milli þessara ættliða. En glímulist Hallgríms Benediktssonar mun enn lengi lifa, þó að hann hafi sjálfur niður lagt að rjá; hún hefur borist frá rnanni til manns á glímuvelli Reykjavíkur, í meira og minna mæii, og enn mun hún eiga eftir að berast þessa leið til óborinna kynslóða. Ilelgi Hjörvar. ÁSaíluncJyr í. R. 1944 Aðaltundur í. R. var haldinn 31. maí s. 1. í Kaup- þingssalnum. Fundarstjóri var Steindór Björnsson frá Gröf, en fundarritari Þorsteinn Bernharðsson. Það helzta, sem á fundinum gerðist, var þetta: Fráfarandi stjórn gaf skýrslu um störf félagsins á liðnu ári og lagði fram reikninga þess. Sýna þeir, að tekjur félagsins og gjöld hafa aldrei numið jafn- háum upphæðum sem á s. 1. ári, enda hefir félagið aldrei rekið jafn fjölþætta starfsemi sem nú. Formaður skíðadeildar félagsins gaf og skýrslu og gjaldkerinn lagði fram og skýrði reikninga hennar. Kosið var í stjórn félagsins fyrir næsta starfsár, og hlutu þessi kosningu, sem þannig hafa skipt með sér verkum: Þorsteinn Bernharðsson formaður, Sigurður Steinsson varaformaður, Einar B. Ingvarsson ritari, Friðjón Ástráðsson gjaldkeri, Helgi Eiríksson áhaldavörður. Meðstjórnendur: Elísabet Jóhannsdóttir og Gunn- ar Andrew. Haraldur Johannessen, sem löngum hefir átt sæti í stjórn í. R. um 30 ára skeið, baðst undan endur- kosningu, sömul. Sigurpáll Jónsson, og olli því heilsubrestur. Húsbyggingarsjóðsnefndin var endurkosin, og skipa hana: Frh. á bls. 10. ÞRÓTTUR

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.