Þróttur - 01.06.1944, Side 9

Þróttur - 01.06.1944, Side 9
Iþróttanefnd ríkisins Störf og framtíðaráœtlanir íþróttanefnd ríkisins hefir nú starfað á fjórða ár. Fyrstu nefndina skipuðu Guðm. Kr. Guðmundsson, Ben. G. Waage og AðaJsteinn Sigmundsson. Guðmundur Kristinn á ennþá sæti í nefndinni, en í stað Benedikts Waage hefir komið Kristján Gestsson og í stað Aðal- steins heitins, Daníel Ágústínusson. Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi, hefir frá upphafi verið framkvæmdarstjóri nefndarinnar. Þróttur hefir snúið sér til hans um upplýsingar varðandi störf og framtíðaráætlanir hennar. í sambandi við það starf, sem íþróttanefndin hefir innt af hendi, vísar Þorsteinn til skýrslu sem hún gaf kennslumálaráðuneytinu síðla árs 1943 og er hér á eftir stiklað á stærstu atriðun- um sem þar koma fram. Aðalstarf nefndarinnar hefir verið fjárút- hlutun úr íþróttasjóði, en Alþingi leggur hon- um á hverju ári fé sem síðan er skipt til styrkt- ar íþróttamannvirkjum og hinni frjálsu íþrótta- starfsemi. Árið 1941 úthlutaði nefndin í fyrsta sinn 40 þús. kr. til ýmsra aðila. Það ár bárust nefndinni 57 umsóknir, samtals rúmlega 60 þús. kr. Árið 1942 úthlutar nefndin 150 þúsund krón- um, en styrkbeiðnir til nefndarinnar það ár námu samtals liðugri 1/4 milljón. Árið 1943 úthlutaði nefndin. úr íþróttasjóði 350 þúsund krónum. Fyrir lágu umsóknir um ákveðnar upphæðir samtals 560 þúsund krónur, auk þess 23 óákveðnar upphæðir, áætlaðar 165 þúsund krónur. f þessari skýrslu er skrá yfir fullgerð í- þróttamannvirki, sem nefndin hefir veitt fé til, og reist hafa verið á þeim árum sem hún hefir starfað, og skrá yfir íþróttamannvirki sem í smíðum eru og íþróttanefndin hefir styrkt. — Einnig er þar skýrsla um þá aðila sem styrks hafa notið til kennslu og útbreiðslustarfsemi íþrótta. Er þessi skýrsla mjög fróðleg og verður áreiðanlega góð heimild fyrir sagnritara síðari tíma, þegar þeir fara að rita um þróun ís- lenzkra íþróttamála á fyrri helmingi 20. ald- arinnar. ÞRÓTTUR Einnig hefir nefndin, útvegað nokkra sér- fræðilega aðstoð í sambandi við gerð íþrótta- mannvirkja og er það rakið nánar. Þá hefir íþróttanefndin lagt allmikla vinnu í undirbúning þann sem staðið hefir yfir um skiptingu landsins í íþróttahéruð. Er þar um að ræða mál sem væntanlega verður tekið nán- ar til meðferðar hér í blaðinu nú á næstunni og verður því ekki nánar rakið að sinni. Einnig hefir nefndin séð um kaup og dreifingu íþrótta- bóka og íþróttatækja. Tveir íþróttakennarar hafa notið styrks úr íþróttasjóði til framhaldsnáms erlendis. Þau Sigríður Valgeirsdóttir og Bragi Magnússon. Þau stunduðu áður nám í íþróttakennaraskólan- um á Laugarvatni og segir Þorsteinn Einarsson að þau hafi vegna þess undmbúnings getað stytt sér námstímann vestra um eitt ár. Síðasti kafli þessarar skýrslu fjallar um á- hrif þau sem íþróttalögin hafa haft. Eru þar dregnar ályktanir a.f því sem hér að framan hefir verið drepið á og verður ekki náanr rak- ið, nema á það skal bent, að árið 1940—-’41 stunduðu sundnám börn úr 72 barnaskólahverf- um af 225, en árið 1943—’44 nutu börn úr 162 skólahverfum tilsagnar í þessari lífs nauðsyn- legu námsgrein. II. Þorsteini Einarssyni segist svo frá, að ný- búið sé að ganga frá fjárveitingum í ár. Úthlut- að hefir verið að þessu sinni 472 þúsund krónum til 33ja aðila, en um 70 umsóknir bárust nefnd- inni. Við munum, segir Þorsteinn, leggja áherzl- una á, að koma á næstu árum upp sundlaugum, þannig að hver sýsla komi til með að hafa sæmilega aðstöðu í þeim efnum. Samtímis því. þurfum við að hugsa um samkomu- og íþrótta- hús sveitanna, sem víða er mikill áhugi fyrir, og ungt fólk margra byggðarlaga hefir lagt mikið á sig til að kæmust upp. Ennfremur þurfum við að aðstoða við að upp komist í- þróttavellir og íþróttasvæði, t. d. eru mörg hér- aðasambönd að berjast fyrir héraðs íþrótta- Frh. á bls. 8. 5

x

Þróttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.