Þróttur - 01.06.1944, Blaðsíða 10

Þróttur - 01.06.1944, Blaðsíða 10
S |» i* © 11 a a n n á 11 Frá því að síðasta blað Þróttar kom út, hefur ýmislegt skeð í íþróttalífi bæjarins, sem nú verð- ur rakið hér í annálsformi, og mun það fyrirkomulag verða haft hér eftir á fréttaflutningi blaðs- ins um iþróttakeppnir, sýningar og annað, sem skeður á þeim vettvangi, eða svo lengi sem Þróttur getur ekki flutt lesend- um sínum fréttirnar nýjar af nál- inni. ★ Ef við rennum huganum aft- ur, yfir atburðarás síðustu mán- aða á sviði íþróttalífs, þá verð- um við varir við framfarir í einni grein frá því sem áður var, í hnefaleikunum. Hnefaleikarnir eru ung íþrótt hérlendis, en hefur oft orðið fyr- ir aðkasti forráðamanna íþrótta- málanna og verið nefnd af þeim ,,kjaftshögga-íþróttin“. Þó er rétt að taka það fram, að þeir menn, sem nú eru í fararbroddi, hafa veitt þessari íþróttagrein fulla uppreisn hin síðari ár, enda hefur áhugi fyrir henni stór- aukizt, eftir að Ármann byrjaði að æfa hana og halda hin árlegu kynningamót sín í hnefaleikum. Nú í vetur fékk Ármann sam- herja og keppinaut í þessari grein, Í.R.-inga. Í.R. má teljast hafa farið vel af stað eftir jafn- skamman æfingatíma, enda hafði félagið völ á afbragðs kennara, Þorsteini Gíslasyni, sem um leið starfrækti sinn eigin skóla. Báðir þessir aðilar, auk Ár- manns, héldu sín innanfélags- mót, og fóru þau öll fram í húsi Jóns Þorsteinssonar í marz— apríl í vetur. Áhugi almennings fyrir þessari íþrótt sást gleggst á áhorfendafjöldanum, sem sótti þessi mót; en þar var hvert sæti og stæði skipað (og jafnvel tveir í sumum, að sögn annarra). Hnefaleikameistaramót í. S. í. fór fram í byrjun þessa mánaðar í amerísku íþróttahöllinni við Hálogaland, en þau húsakynni eru þau einustu hérlendis, sem eru fullboðleg til þessara hluta, keppendum sem áhorfendum, og má það vart vera vanzalaust öllu lengur, að við íslendingar, sem segjumst þó vera búnir að stunda íþróttir í rösk 50 ár (sbr. afmæli Ármanns), eigum ekki okkar eigin húsakynni sjálfir. Keppendurnir í þessum mótum sýndu furðanlega getu; þó ber ekki að neita því, að Ármenn- ingar sýndu yfirleitt meiri kunn- áttu en Í.R.-ingar, enda ekki að búast við öðru. Einn leiðinlegan galla eða kunnáttuleysi sýndu þó flestir keppendur, en það var, að slá inn högg með opnum hanzka, sem er mjög leiður ávani og gefur þeim, er það gerir, mínus við stigaút- reikning. Þeir einstaklingar, sem bezta og mesta kunnáttu sýndu, voru þeir Gunnar Ólafsson og Stefán Jónsson úr Ármanni og Jóh. Eyfells úr í. R. ★ Handknattleiksmótið fór fram í marz, eins og undanfarna vetur, í húsi Jóns Þorsteinssonar, og var nú við höfð hrein útsláttar- keppni, í fyrsta sinn hér á landi. Styttir það keppnistímann að mun, en hann hefir oft áður ver- ið leiðinlega langur.. Vegna hús- næðisvandræða var horfið að þessu ráði, en skilyrðin til að iðka og keppa í þessari íþrótt eru hörmuleg af sömu ástæðu. Einasti tíminn, sem fáanlegur er, til að láta þetta mót fara fram á, er um miðnæturskeiðið, og sá tími fæst aðeins vegna liðlegheita húsráðanda. Skapist ekki nýir möguleikar fyrir þessa íþrótt í framtíðinni, má búast við, að hún taki ekki eins miklum og góðum framförum í framtíðinni, sem hingað til. En mikið vantar á, að við höfum kunnáttu á við t. d. Svía á þessu sviði. Þessi félög sigruðu í einstökum flokkum: Valur í meistaraflokki og I. fl., Haukar í II. aldursflokki og Ár- mann i kvenflokki. Valur bar af, hvað kunnáttu og leikni snerti. Alls tóku 27 flokkar þátt í mót- inu frá 8 félögum, og má það kallast vel að verið. ★ íþróttafélögin Ármann og K.R. héldu upp á afmæli sín í vetur með margs konar sýningum og keppnum. Ármann hafði sínar sýningar í húsi Jóns Þorsteinssonar, og stóðu hátíðahöldin í heila viku. Komu þar fram hinir ýmsu flokk- ÞRÓTTUR 6

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.