Þróttur - 01.06.1944, Blaðsíða 11

Þróttur - 01.06.1944, Blaðsíða 11
ar félagsins í öllum þeim íþrótta- greinum, sem félagið æfir. Var gerður góður rómur að getu allra þessara flokka, og þótti afmælishátíðin öll hafa vel tek- izt. Skjaldarglíman var einn liður þessara hátíðarhalda, og voru þátttakendur 15 alls. í. R. sendi keppendur í fyrsta sinn á þessa glímu. Skjaldarhafi varð hinn góðkunni glímumaður Guðm. Ágústsson; lagði hann alla keppi- nauta sína, og má telja hann í sérflokki nú sem stendur. K. R. hélt hátíðarsýningar sínar í íþróttahúsi ameríska hers- ins. Var gerður góður rómur að öllu því, er þar fór fram; þó vakti fyrsta innanhússkeppnin hér á landi í frjáls-íþróttum mesta at- hygli; en húsnæði til slíkra hluta hefur ekki verið til hingað til. I sambandi við þessi hátíðahöld gekkst K. R. fyrir drengjaglímu, en slík keppni hefur legið niðri um langan tíma. Haukur Aðal- geirsson, í. R., sigraði þar. ★ Fyrsti vísir sumarstarfs frjáls- íþróttamanna er víðavangshlaup í. R., sem nú um 30 ára skeið hefir farið fram á sumardaginn fyrsta. Þegar saga þessa hlaups verður skráð í hinni langþráðu íþróttasögu landsins, þá mun koma í ljós, að þetta hlaup hef- ir aldrei fallið niður, aldrei seinkað um mínútu eða veriö frestað um dag, frá byrjun þess 1916, og má það heita undan- tekning á þessum sviðum, því allir kannast við orðróminn um óstundvísi íþróttamanna. Að þessu sinni var hlaupa- leiðinni breytt, svo að nú losnuðu keppendur við að arka eftir hörð- um, malbikuðum götum, sem hafa um of einkennt víðavangs- hlaupið síðustu árin, því nú var byrjað fyrir utan bæinn, og létu ÞRÓTTUR allir keppendur vel yfir breyt- ingunni. Keppendur voru frá þrem fé- lögum: Á., í. R.og K.R. og virð- ast utanbæjarmennirnir vera fallnir í dvala nú um skeið, því þeir hafa ekki sézt í þessu hlaupi undangengin fjögur ár, en það þarf ekki gamla menn til að muna alla þá sigra, sem þeir hrifsuðu til sín fyrir framan nef bæjarmanna. Ármenningar unnu Egils-flösk- una nú til eignar með sigri sínum í þessu hlaupi, en þeir áttu 1., 2. og 4. mann. Sveit l.R. var önnur, átti 3., 5. og 9. mann. Sveit K.R. varð þriðja. — Úrslit: 1. Sigurgeir Ársælsson, Á. 2. Hörður Hafliðason, Á. 3. Óskar Jónsson, Í.R. 4. Árni Kjartansson, Á. 5. Sigurgísli Sigurðsson, Í.R. Á Drengjahlaupið fer fram fyrsta sunnudag í sumri og vekur ávallt mikla eftirtekt, því þátttakendur í þessu hlaupi gefa oft góðar von- ir um getu næstu árin, og eru menn furðanlega naskir á að sjá út þá efnilegustu í þessum hópi. Ármann vann hlaupið að þessu sinni, eftir harða keppni við Í.R.- inga, sem undangengin tvö ár hafa unnið þetta hlaup. Fyrstur að marki varð Óskar Jónsson, Í.R., annar Gunnar Gíslason, Á., og þriðji Jón S. Jónsson, Á. ★ i K.R. efndi til Tjarnarboö- hlaupsins seinni hluta maímánaö- ar, og er það í annað sinn, sem það fer fram. Sveitir frá þrem félögum tóku þátt í keppninni, og bar sveit K.R. sigur úr býtum í annað sinn, eftir nokkuð tví- sýnan fyrri hluta, en öruggan seinnihluta, á móti sveit Í.R., sem varð önnur. Sveit Ármanns varð þriðja. Afmælismót K.R. í frjálsum í- þróttum fór fram í byrjun júní. Var keppt í 8 greinum með þátt- töku 6 félaga, og fór mótið prýði- lega fram. Á mótinu náðist yfirleitt góður árangur miðað við, hve þetta er snemma sumars; og verði áfram- hald á æfingum hjá þeim einstak- lingum, sem fremstir voru, þá eru vonir um, að í ár sjáist örari framþróun á þessum sviðum en við höfum áður þekkt. Úrslit í einstökum greinum voru sem hér segir: 110 m grindahlaup: 1. Skúli Guðmundsson, 18,0 sek. 2. Brynjólfur Jónsson, 19,4 sek. Mér virðist, sem og í fyrra, að áframhald ætli að verða á tóm- la.'ti íþróttamanna um grinda- hlaup, en flestir, sem byrja að æfa þessa grein, láta mjög vel yfir henni. — Skúli verður góður með æfingu. 300 m hlaup: 1. Kjartan Jóhannsson, 37,6 sek. 2. Jóhann Bernhard, 39,0 sek. Kjartan kom mörgum á óvart í þessu hlaupi, og verður gaman að sjá hann á millivegalengdun- um í sumar á móti þeim Brynj- ólfi (K.R.) og Sigurgeir (Á.), en þar fær hann keppinauta, sem erfitt veröur að sigra. Kúluvarp: 1. Jóel Sigurðsson, Í.R. 46 m. 2. Bragi Friðriksson, K.R., 53 m. Spjótkast: 1. Jón Hjartar, K.R., 53,78 m. 2. Jóel Sigurðsson, Í.R., 52,59 m. Jóel er orðinn einn af þrem beztu kúlukösturum okkar, og í spjótkasti virðist hann vera orð- inn jafnoki Jóns Hjartar. Bæti hann atrennu sína í spjótinu, má búast við miklu af honum í fram- tíðinni. Jón Hjartar er ávallt öruggur kastari og ,,allrounder“ og meiri keppnismann þekki eg ekki. 7

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.