Þróttur - 01.06.1944, Síða 12

Þróttur - 01.06.1944, Síða 12
Hástökk án atrennu: 1. Skúli Guðmundsson, K.R. 1.51 m. (Nýtt ísl. met.) Langstökk: 1. Skúli Guðmundsson, K.R. 6.59 m. 2. Halldór Sigurgeirsson, Á. 6.42 m. Skúli er nú einn okkar bezti stökkvari og um leið einn skemmtilegasti íþróttamaður okkar, prúður og drengilegur, og má vænta mikils af honum í framtíðinni, sérstaklega í há- stökki og langstökki. Halldór er ungur og bráðefnilegur. 3000 m hlaup: 1. Óskar Jónsson, Í.R. 2. Sigurgísli Sigurðsson, Í.R. Óskar Jónsson er ungur að ár- um, aöeins 18 ára, en haldi hann áfram á sömu braut og að undan- förnu, verður eigi langt að bíða að nafn hans verði komið á ísl. metaskrá. Sigurgísli er að ná sér á strik aftur, enda talinn einn okkar efnilegasti hlaupari fyrir nokrum árum. 4x200 m boðhlaup: 1. A-sveit K.R. 2. Sveití.R. K.R.-sveitin var örugg með sigurinn. Eins og áður er sagt: Þetta fyrsta frjálsiþróttamót á sumr- inu gefur góð fyrirheit um á- framhaldið. Boðhlaup Ármanns umhverfis Rvík er nýafstaðið. Fjórar sveitir tóku þátt í keppninni, ein frá Á., ein frá K.R. og tvær frá 1. R. A-sveit í. R. bar sigur úr být- um, óvænt en verðskuldað, eftir harða keppni við sveitir hinna félaganna. Það væri gaman, ef möguleik- ar væru á, að gefa lesendum rétta lýsingu af hlaupinu skiftingu fyr- ir skiftingu, og fá þannig nokkuð góða mynd af styrkleika fél. á hinum ýmsu vegalengdum. Nú vildi eg beina þeirri ósk til Ár- manns, sem sér um þetta hlaup, að fél. hlutist til um, að áhorf- endum, sem á endamörkum eru, verði gefinn kostur á að fá frétt- ir af hlaupinu á meðan það fer fram, í gegnum hátalara; þah mundi gera hlaupið liflegra en ella. Sveit Ármanns tók forystuna strax í byrjun og hélt henni til síðustu skiftingar; á tímabili hafði sveitin um 25 m forskot, sem smá minnkaði, og þegar Sig- urgeir tók við boðinu (en hann hljóp síðasta sprettinn), var þetta forskot horfið með öllu. K.R.-sveitin var sú þriðja fyrst framan af, en var orðin önnur áður en hlaupið var hálfnað, á næst síðasta sprettinum vann Brynjólfur Ingólfsson upp mun- inn á móti Árna Kjartanssyni Á. en aftur tapaði Haraldur Björns- son á endaspretti á móti Sigur- geir. l.R.-sveitin var önnur eftir fyrsta sprett, en dalaði niður í þriðja sæti á miðkafla hlaupsins, á þriðja síðasta spretti vann Finnbjörn mikið á forystusveit- irnar, og þegar Kjartan tók við, var nokkur munur, en þó ekki geipilegur. Kjartan jafnaði bilið algerlega og vann þar bæði Árna Kjartansson Á. og Brynjólf Ing- ólfss. á þessum 800 m spretti. Þegar Óskar Jónsson tók kefli Í.R.-sveitar voru þeir Sigurgeir, Á. og Haraldur, K. R., á hælum hans; hlupu þessir þrír svo til samhliða inn á völl. Þó leiddi Óskar örfáum metrum á undan hinum. Þannig hélzt það þar til um 200 metrum frá marki, þá herti Sigurgeir sprettinn og fór fram fyrir Óskar, en er 50 m voru eft- ir, fór Óskar aftur fram úr Sig- urgeir og varð 4—6 metrum á undan í mark. Haraldur, K.R., kom litlusíðar í mark, en B-sveit 1. R. var um 500 m þar á eftir. Öllum, sem til sáu, bar saman um, að keppnin hafi aldrei verið eins jöfn og í þetta sinn og úr- slitin í jafnmikilli óvissu. Vp. svæðum og þarf að vinna að því, að hvert hyggðarlag fái nothæft íþrótta- eða a. m. k. æfingasvæði. Almenningsböð og baðstofubygg- ingar er verið að undirbúa, Er þar um að ræða merkilegt menningarmál, þar sem nú er svo ástatt hér í landi, að aðeins 40% af skólahverf- um landsins geta veitt börnum aðgang að baði. Það er einnig hlutverk íþróttanefndar að sjá eftir föngum hinni frjálsu íþróttastarfsemi á hverjum tíma, fyrir fé til að standa undir kostnaði sem er íþróttakennslunni samfara. Starf það sem áhugamenn vinna í hinum ýmsu félögum víðsvegar um land, verður á hverjum tíma megin íþróttastarf þjóðarinnar. Til þess að tryggja það starf sem bezt, þurfum við að stefna að því, að ráðnir verði fastir héraða- iþróttakennarar, sem kenni óslitið hver á sínu svæði. Annars er allt starf íþróttanefndarinnar undir því komið, hvað Alþingi á hverjum tíma skammtar íþróttasjóði ríflegt starfsfé. Hin síð- ustu ár hefir verið uppi sú stefna, að íþrótta- nefndin annist eingöngu fjárúthlutunina til í- þróttamála, þar sem með því á að vera bezt tryggt, að því fé sem þjóðfélagið á hverjum tíma ver til þeirrar starfsemi sé beint þangað, sem þörfin er mest. Þ. B. 8 ÞRÓTTUR

x

Þróttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.