Þróttur - 01.06.1944, Side 13

Þróttur - 01.06.1944, Side 13
SKIÐASKRAF Hraði os stökklengdir. Hraði, hraði — hvað er eigin- lega hraði? Við lifum á öld hrað- ans. Menn keppast við að setja hraðamet í öllum greinum. Ný- tízku flugvélar geta náð ofsa- hraða, langt yfir 500 km á klst., en ef við höldum okkur nú við jörðina, hvað getur maðurinn þá náð miklum hraða, án véla og tækni? Jesse Owens hljóp 100 m á 10,2 sek. í Berlín. Það gerir 35 km á klst. Sæmilegur hraði. En það getur nú hver komizt á lé- legum „gamla Ford“. Allan Potts hljóp 500 m á skautum á 42,4 sek., og það er strax betra, eða um 42 km á klst. En ef eg segi nú, að þetta sé ekki nema smá- munir í samanburði við þann hraða, sem hægt er að ná á skíð- um, munu margir verða vantrú- aðir. Þetta er nú samt sem áður staðreynd. Það er langt síðan, að menn fór að langa til að rannsaka það, hvað skíðamenn gætu komizt hraðast. Þessar rannsóknir hóf- ust 1930 í St. Moritz, og hefur verið keppt þar um hraðametið á hverju ári síðan. Keppni þessi hefur verið nefnd „Kilometre Lancé“ og fer íram í snarbrattri fjallshlíð, í 2400 m hæð yfir sjó. Þar sem brekkan er bröttust, eru með 50 m millibili strengdar 5 örfínar silkisnúrur þvert yfir brekkuna. Endar þeirra eru festir við rafmagnsútbúnað, sem er í sambandi við tímamælana; en þeir eru svo nákvæmir, að þeir taka tímann með eins fimm- þróttur a & s u tn a r t a g i hundraðasta úr sekúndu ná- kvæmni. Það er því hægt að sjá nákvæmlega hraða mannsins á hverjum 50 m af þeim 200, sem mældir eru af brekkunni. At- rennan er um 150 m, en öll braut- in er um 550 m á lengd. Menn hafa reynt allt mögu- legt til þess að ná sem mestum hraða. Þarna getur að líta menn með straumlínu-hjálma og upp- blásna straumlínu-rassa úr vind- þéttu efni. Þeir eru á allt að því 3 m. löngum og 60 kg. þungum skíðum með straumlínulöguðum tám og handföngum fyrir framan bindingana til þess að halda sér í. Allt er þetta gert til að minnka mótstöðuna og auka hraðann. En samt sem áður hefur engum tek- izt, nú á síðustu árum, að hnekkja hinu gamla heimsmeti, sem sett var þarna árið 1931 af Austurríkismanninum Leo Gas- perl og er 136,3 km á klst., þ. e. a. s. meðalhraði í allri hinni mældu brekku. Mesti hraði, sem náðst heíur á einstökum hluta brautarinnar, er vfir 138 km á klukkustund. Út frá þesum hraðarannsókn- um hefur hinn frægi brekku-sér- fræðingur R. Straumann reiknað það út, að það lengsta, sem hugs- anlegt er að hægt sé að stökkva á skíðum, sé um 130 m. Hvort þetta er í raun og veru mögu- legt, verður tíminn og reynslan að skera úr. Það er vissulega mörgum erfiðleikum bundið. En hver veit? Eins og kunnugt er, er það Austurríkismaðurinn Josef Bradl, sem á heimsmet í stökk- lengd á skíðum. Þlann stökk 107 m árið 1937 í Planica-stökk- brautinni í Jugoslavíu, sem er stærsta stökkbraut í heimi. En þó er það ekki lengsta flugferð, sem farin hefur verið á skíðum. í fyrra stríði villtist tékkneskur hermaður uppi á fjalli í þoku. Hann renndi sér niður bratta brekku, en allt í einu vissi hann ekki fyrri til, en að hann sveif í lausu lofti. — Hann hafði rennt sér fram af fjallsbrúninni. Mann- garmurinn hélt, að nú væru sínir dagar taldir, en það var nú eitt- hvað annað. Hann lenti, alveg ó- meiddur, í mjúkum snjó 130 m neðar í fjallshlíðinni! — Heims- met — alveg óvart! Bangsi. Ármenningar vinna nú af full- um krafti við að fullgera skálann í Jósefsdal. Í.R.-ingar hugsa sér til hreyfings upp úr hátíðum og fara þá að vinna að vatnsveit- unni og fleiri verkefnum, sem bíða úrlausnar á Hólnum. Stjórn skíðadeildarinnar væntir, að fé- lagar verði fljótir til starfa, þegar kallið kemur. Fjallamenn eru nú að vinna að öðrum skála á Eyjafjallajökli. 9

x

Þróttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.