Þróttur - 01.06.1944, Blaðsíða 14

Þróttur - 01.06.1944, Blaðsíða 14
.!§>MMSM€$M0$ 000^ M&MM-9 Árið 1941 tóku Í.R.-ingar að æfa sund að nýju, en sundæfingar höfðu þá legið niðri hjá félaginu um nokkurra ára skeið. Á þess- um árum hefir félagið sýnt, að það hefir efnilegum sundmönnum á að skipa, þótt ekki séu þeir margir enn. Á síðasta sundmeist- aramóti áttu Í.R.-ingar sjö kepp- endur, þar af f jórar stúlkur, sem kepptu í 4 X 50 m boðsundi (bringusundi). Þótt þær hafi ekki sigrað á þessu móti, geta þær samt orðið hinum skeinuhættar, með góðri þjálfun. Enn fremur átti félagið þar þrjá drengi, sem íærðu því glæsilega sigra. Fyrst skal þar frægan telja, Guðmund Ingólfsson, sem varð íslands- meistari í 100 m. baksundi karla á 1 mín. 21,2 sek. og fyrstur í 50 m. frjáls aðf. drengja á 35,8 se'k. (íslandsmet 35 sek.). Þessir tím- ar eru glæsilegir, þegar tekið er tillit til þess, að Guðmundur er aðeins 14 ára gamall. Auk þess komu fram tveir aðrir drengir, sem eru mjög efnilegir, Jón F. Björnsson og Ólafur Guðmunds- son, en þeir ásamt Guðmundi unnu 3 X 50 m þrísund fyrir drengi. Mig langar til þess að rekja hér örlítið sögu sundsins. Fyrsta sundfélagið, sem stofnað var hér í bænum, var Sundfél. „Grettir“, stofnað 1911 eða ’12, en um eng- ar reglulegar æfingar mun þar hafa verið að ræða, því að það leystist upp skömmu síðar. Sund- fél. „Gáinn“ var stofnað 1919, og er það fyrsta félagið, sem hélt uppi reglulegum æfingum og sendi eitt árið 10 keppendur í „nýárssundið". En endalok „Gá- ins“ urðu þau, að beztu menn félagsins gengu í önnur félög. Orsök þessa tel ég aðallega hafa verið áróður, vegna þess að í „allsherjarmótinu" þessi ár var einnig keppt í sundi, og gátu hin ýmsu íþróttafélög bæjarins unn- ið þetta mót, ef þau áttu 1—2 góða sundmenn. Á þessum árum höfðu íþróttafélögin sundið á stefnuskrá sinni, en enga sér- staka sundflokka. 1. maí 1928 var svo Sundfél. „Ægir“ stofn- að og nokkru seinna stofnuðu „Ármann“ og ,,K. R.“ einnig sín sundfélög. í. R. átti ennfremur allgóða sundmenn á þessum ár- um, en áhugi þeirra dvínaði smátt og smátt, ég held, vegna þess, að þeim hefir ekki verið haldið nógu vel saman. Eg tel, að fyrst og fremst beri að þakka Sundfél. „Ægi“ það, hve sundið er komið vel á veg hér á landi. Að endingu þetta: Í.R.-ingar! Eflið sundið og safnið fleiri mönnum undir merki þess. Æfið kappsamlega, og þá mun árang- urinn verða glæsilegur. Jónas Halldórsson. Sundmennirnir eru: Guðm. Ingólfsson, Ólafur Guðmundsson og Jón F. Björnsson ásamt kennara í. R., Jónasi Halldórssyni. Frh. af bls. 4. Þ. Scheving Thorsteinsson, lyfsali, formaður, Einar Pétursson, stórkaupmaður, Gunnar Einarsson, prentsmiðjustjóri, Sigurliði Kristjánsson, kaupmaður, og Haraldur Jóhannessen, bankafulltrúi. Hin nýja stjórn heitir á alla I.R.-inga, unga jafnt og gamla, að standa nú fast saman um þau verk- efni, sem bíða úrlausnar á hinum allra næstu tím- um. Félagsstarfsemina þarf að efla í heild, starf- semi hinna ýmsu greina þarf að efla og ósleitilega þarf að vinna að undjrbúningi hinnar nýju bygg- ingar. Skiptir því miklu máli, að nú leggist allir á eitt og séu samtaka. 10 ÞRÓTTUR

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.