Þróttur - 01.06.1944, Blaðsíða 15

Þróttur - 01.06.1944, Blaðsíða 15
Fimleikarnir og Flestir, ef ekki allir, æskumenn, sem að einhverju leyti hafa kynnzt fimleikum utan skólanna, kann- ast við brautryðjandann Per Hendrik Ling, sem allra manna mest hefir mótað þá þróun, sem við nú búum við á sviði líkamsræktarinnar, þó að 105 ár séu nú liðin frá dauða hans. P. H. Ling var Svíi, fæddur í nóv. árið 1776, sonur prests, er þjónaði sultarbrauði í suður Smá- löndum. — Þó að æfiferill Lings sé nú orðinn sögu- lega kunnur, mun hann ekki verða rakinn hér neitt nákvæmlega, að eins stiklað á stóru, en æfi hans varð mjög viðburðarík þau 63 ár, sem hann lifði. Ling varð munaðarlaus tólf ára gamall, en fékk þó fjárhagslegan styrk frá skylduliði sínu til að aíla sér menntunar, og 17 ára gamall innskrifaðist hann sem stúdent í háskólann í Lundi. Þaðan hvarf hann að skömmum tíma liðnum og leggur leið sína til Stokkhólms, þar sem hann fær atvinnu sem „kontoristi" á endurskoðunarskrifstofu. Árið 1797 fer hann í háskólann að Uppsölum og tekur þar einhvers konar guðfræðipróf, en hverfur að því loknu aftur til Stokkhólms. Um aldamótin 1800 var mjög mikil vakning til líkamsmenntar í Svíþjóð sem annars staðar í Ev- rópu, og má ef til vill rekja það til eftirtaldra at- burða: Að Þjóðverjinn Guts Muths hafði þá gefið út fyrstu kennslubók í fimleikum nýrri tíma, að Franz Nachtegalls var þá nýbúinn að stofna fim- leikaskóla í Kaupmannahöfn, þann elzta sinnar teg- undar í Evrópu; að C. J. Tissot hafði vakið athygli á nauðsyn sjúkraleikfimi; að Svisslendingurinn Pestalozzi var nýkominn fram með byltingarkennd- ar tillögur á þessum sviðum; en fyrir Svíþjóð sér- staklega að árið 1807 var leikfimin gerð að skyldu- fagi í öllum æðri skólum landsins. Það er talið, að fyrsti áhugi Lings fyrir líkams- mennt hafi vaknað á Stokkhólmsárunum, því ein- mitt á þeim árum var „Gauta-hreyfingin“ svonefnda á hámarki, en játendur þeirrar hreyfingar reyndu að kynnast hetjusögum hinna fornu „Gauta“ og þá um leið að móta líferni sitt eftir þeim. Árið 1799 hverfur Ling til Kaupmannahafnar og dvelur þar til ársins 1804, og má gera ráð fyrir, að á þeim árum hafi frekari áhugi vaknað hjá honum fyrir þessum málum, að minnsta kosti nemur hann þar þá íþrótt, sem hann síðar meir gerir að lífsstarfi sínu, en það voru skilmingar. Eins og áður er getið, hverfur Ling aftur til Sví- ÞRÓTTUR Ling Lingskjöídur- inn með inn- greyptri tnynd af P. H. Ling þjóðar árið 1804 og stefnir nú til Lundar, þar sem hann sækir um stöðu sem tungumálakennari við háskólann. Örlögin haga því þó svo, að nokkrum vikum eftir komu hans þangað, hverfur skilmingakennari skól- ans frá störfum fyrir aldurs sakir, og er Ling sett- ur í það embætti til bráðabirgða, en ílengist og er þar „Fáktmástari“ til ársins 1813, að hann er gerð- ur að konunglegum skilmingakennara við sænska herskólann í Stokkhólmi, og þar dvelur hann til dauðadags á árinu 1839. Það er nú fullvíst orðið, að allt frá heimkomu Lings frá Kaupmannahöfn hafi mótunin á kerfi hans hafizt, því skilmingakennarar þeirra tíma áttu einnig að kenna stúdentum undirstöðuatriði í sundi, glímu, jafnvægisæfingum o. fl. Staðæfingar þekkt- ust ekki þá nema að litlu leyti, og er trúlegt, að á árunum að Lundi hafi Ling fengið fyrstu hugmyndir sínar að því kerfi, sem síðar meir gerði nafn hans þekkt sem eins af velgerðarmönnum mannkynsins. Um nokkurt árabil voru deilur á milli fræðimanna um, að hve miklu leyti væri hægt að rekja skyld- leika á kerfi Lings til annarra kerfa, svo sem Guts Muts kerfisins o. fl.; en hin síðari ár hafa allar til- raunir til þessaverið kveðnar niður, og má fullyrða, að fáir hugsuðir á þessum sviðum hafi hlotið jafn óskifta viðurkenningu sem Pehr Hendrik Ling. Við íslendingar höfum kynnzt finileikakerfi Lings að nokkru allt frá stofnun í. R. 1907, og hefir 1. R. og Björn Jakobsson fimleikakennari verið frum- herjar þeirrar kynningar. En Björn Jakobsson hefir þó beitt þessu kerfi á sinn persónulega hátt, — en það er önnur saga. Vp. 11

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.