Þróttur - 01.06.1944, Síða 16

Þróttur - 01.06.1944, Síða 16
ÞRÓTTUR Blað um íþróttir. íþróttafélag Reykjavíkur gefur út. RITNEFND: Haraldur Johannessen, Ólafur B. Guðmundsson. Þorsteinn Bernharðsson. Stjórn í. R. annast afgreiðslu blaðsins. í. R.-hús við Túngötu. Sími 4387. Pósthólf 35, Rvík. Skrifstofutími milli kl. 5 og 7 mánu- og fimtudaga. VERÐ 5 KR. Á ÁRI. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: SIGURPÁLL JÓNSSON. Sími 3687. Vesturför I. R. Næstu daga, eða upp úr 17. júní, er gert ráð fyrir að 35—40 l.R.-ingar leggi af stað til ísa- fjarðar, og er gert ráð fyrir, að ferðalagið taki 10—14 daga. Ráðgert er að hafa aðalbæki- stöð á ísafirði, og fara þaðan til ýmissa staða við Isafjarðar- djúp og á hinum norðari fjörð- um, eftir því sem samgöngur og aðrar aðstæður leyfa. í þessari för taka þátt fimleikaflokkar karla og kvenna, handknattleiks- flokkur kvenna og frjálsíþrótta- menn. Er gert ráð fyrir sýning- um og keppnum, eftir því, sem við verður komið, en tilgangur fararinnar er fyrst og fremst sá, að kynnast fólki og landi og um- fram allt að auka hin íþrótta- legu skipti milli vestfirzkrar og reykvískrar æsku. Árið 1925, þegar flokur Í.R.- inga fór hringferð kringum landið til fimleikasýninga, kom hann við á Isafiröi og hlaut hinar beztu viðtökur. Vonast stjórn Í.R. eftir því, að þessi för verði öllum hlutaðeigendum til gagns og ánægju. Í.R.-ingarnir, sem hlupu í Reykjavíkur boðhlaupinu. Fremsta röð frá vinstri: Hannes Berg, Matthías Johannessen, Gunnar Sigurjónsson, Einar Árnason, Gunnar Sigurðsson, Aage Steinsson, Helgi steinsson. Önnur röð: Friðjón Ástráðsson, Jón Ólafsson, Tryggvi Frið- laugsson, Guðm. Sveinsson, Rúnar Steindórsson, Magnús Björnsson, Steinar Steinsson. Þriðja röð: Óskar Jónsson, Helgi Eiríksson, Hjalti Sigurbjörns- son, Gylfi Hinriksson, Ellert Sölvason, Magnús Baldvinsson, Hörður Björnsson, Sigurgísli Sigurðsson. Aftasta röð: Valur Hinriksson, Ingi Guðmundsson, Valtýr Guð- mundsson, Kjartan Jóhannsson, Finnbjörn Þorvaldsson, Jóel Sig- urðsson, Ingólfur Steinsson, Ásgeir Þorvaldsson. Frá blaðinu. Eins og orðsendingin í síðasta blaði ber með sér, mun blaðið ekki verða sent öðrum en kaup- endum hér eftir; eru Í.R.-ingar og aðrir, sem ekki eru þegar kaupendur, beðnir að athuga þetta, og geta þeir, sem það vilja, grezt áskrifendur í Bókaverzlun ísafoldar, sem einnig tekur á móti áskriftargjaldinu, kr. 5,00. Blaðstjórnin hefir ýmislegt á prjónunum um framhaldsrekstur blaðsins, svo sem reglulegri út- komu, og mun .jafnvel verða horfið að því ráði, að binda út- komu þess við vissa daga. Þjóðin stendur nú á tímamót- um; framundan eru engu minni baráttudagar en að baki. íþrótta- menn sem aðrir þegnar hins ný- stofnaða lýðveldis eiga í fram- tíðinni að standa vörð um feng- ið frelsi. Okkar barátta er, að varðveita það, sem feður vorir liafa áunnið. Þróttur vonar að verða liðtækur í þá baráttusveit. ÞRÓTTUR 12

x

Þróttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.