Þróttur - 01.12.1944, Blaðsíða 5

Þróttur - 01.12.1944, Blaðsíða 5
Sundnámskeið að Reykjanesi við Isafjarðardjúp fyrir meir en hálfri öld Sundlaug'in á Rejkjanesi eins og luín er nú. Reykjanes við fsafjaröardjúp er aö fornu frægur staður fyrir saltsuðu þá, sem þar var starfsrækt á átjándu öldinni. Var um tíma all mikil bygging þar, 2 íbúöai'hús, 5 suðuhús, 2 dæluhús, stórt salthús og geymsluhús fyrir sjó. Sjónum var dælt um opinn stokk í stórt trog og rann þaðan í suöuhúsin. En þar var sjórinn látinn gufa upp, af hita sem kom upp um 21 holu. Saltvinnsla þessi stóð í 18 ár, en þótti ekki svara kostnaði og var því lögð niður aftur. Var þá úti um frægð Reykjanessins að sinni. Nú er aftur risinn upp talsverð byggð í Nes- inu. Er þar þekktur alþýðuskóli og hin ágæt- asta sundlaug. En sund var fyrst kennt þar, svo sögur hermi, árið 1830, fyrir forgöngu Gests Bjarna- sonar, sem kallaður var Sund Gestur, en hann má telja einn fyrsta síðari tíma brautryðjanda þessarar íþróttar á fslandi. Sundkennslan lagð- ist þó fljótt niöur aftur og þaö var ekki fyrr en undir síðustu aldamót, sem fario var að lcenna sund árlega — eða því sem næst — í Nesinu, eins og það er kallað við Djúp. „Þjóðviljinn ungi“, sem gefinn var út á ísa- firði, segir frá því í októberlok árið 1891, að þá um sumarið hafi, „fyrir í-áðstöfun sýslu- nefndar“ verið haldið sundnámskeið í Reykja- nesi. Hafi verið fenginn kennari norðan úr Eyjafjarðarsýslu, því enginn hafi fundist til þess hæfur innansýslu, enda að eins fáir þar. sem geti fleytt sér. Kennari þessaii hét Páil Magnússon og var snikkari, búsettur á Akur- eyri. Leysti hann starf sitt samvizkusamlega og vel af hendi, að sögn blaðsins- Seytján pilt- ar af tíu heimilum úr fjórum næstu hreppum við Nesiö tóku þátt í námskeiðinu, og segir Þjóðviljinn að þeir hafi „því miður verið allt of fáir“, og kallai' þetta stafa af „sorglegu áhuga- leysi“. Kennslukaupið var sex krónur, en nesti urðu menn að hafa meo sér að heiman. Eftirtaldir menn tóku þátt í námskeiði þessu: Bjarni Ásgeirsson, Arngerðareyri og Ásgeir bróðir hans. Bárður Guðmundsson, Kirkjubóli, Langadal og Ólafur bróðir hans. Þeir bræðui'n- ir Gísli og Markús Bjarnasynir, Ármúla. Kristj- án Ásgeirsson, Skjaldfönn. Rósinkar og Jakob Guðmundssynir, Æöeyjarbræður. Guðmundur 'Jakobsson, og Þorleifur Þorsteinsson, Æðey. Jón A. Jónsson Garösstöð og Einar bróðir hans. Auðunn Baldvinsson, Strandseljum. Jón Ólafs son, Reykjarfirði og Ólafur bróðir hans. Sig urður Kristjánsson, Þúfum. Allflestir manna þessara eru enn á lífi, og aö minnsta kosti sex þeirra búsettir hér i Reykjavík. Þróttur sneri sér til eins þeirra, Kristjáns Ásgeirssonar, og bað hann að segja sér frá námskeiði þessu. Var Kristján tregur til. Bar við ÞRÓTTUR S

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.