Þróttur - 01.12.1944, Blaðsíða 6

Þróttur - 01.12.1944, Blaðsíða 6
minnisleysi, en lét þó tilleiðast fyrir þrábeiðni blaðsins. Fer frásögn hans hér á eftir. Kennslan mun hafa byrjað síðari hluta júní- mánaðar og staðið í kringum mánaðartíma. — Laugin var nokkuð innar á nesinu en núver- andi sundlaug. Var hún gerð með torfstíflu og mesta dýpi undir hendi á fullorðnum manni. Flestir þátttakenda voru um fermingaraldur, eða lítið eitt meira, einhverjir þó yngri og tveir um tvítugt. Ekkert hús var við laugina og lágu nemendur við í tjöldum. Ilafði kennarinn tjald fyrir sig, en nemendur bjuggu margir saman í tjaldi. Minnir Kristján að tjöldin, væru 3 eða 4. Sængurfötin voru ósköp einföld hjá flestum, hey undir en brekán ofan á. Þó voru piltar þeir, sem úr varplöndunum komu, nokkuð ríkmann- legar útbúnir. Höfðu þeir einhver sængurföt, sumir jafnvel dúnsængur. Allir höfðu nemendur skrínukost að heiman, og nærðust eingöngu á þurrmeti, nema hvað1 þeir hituöu sér kaffi við og við, enda nægt heitt vatn við hendina. Aðallega lifðu menn á brauði og smjöri og harðfiski, auk þess sem þeir fengu svo aS segja daglega mjólk úr Reykjarfirði. Var hún flutt þvert yfir fjörðinn, en síðan sótt þang að af nemendum. Piltarnir úr varplöndunum höfðu auk þess vitanlega talsvert af eggjum og nutu aðrir af. Einstaka sinnum fóru menn á fjörur og’ náðu sér krækling. Var hann soðinn í skelinni og borðaður síðan — með sæmilegri lyst. Vitanlega komu menn að heiman á íslenzk um skinnskóm. Þoldu þeir illa jarðhitann og soönuðu fljótt í sundur, enda ef til viil heldur óvarlega með þá farið. Urðu af þessu vandræði talsverð, þangað til menn fundu það ráð, að fá sér tréskó, sem seldir voru í búðinni á Arn- gerðareyri. Rættist þá ágætlega úr. Ekki þekktust sundskýlur í þá daga, og voru menn á Adamsklæðunum við sundnámið. Hins- vegar höfðu þeir selbelgi til þess að fleyta sér á í fyrstu. Það eru útblásnir selmagar. Auk sundsins var eitthvað kennt í leikfimi, og að sjálfsögðu fóru svo piltar við og við :í eina bröndótta, það er íslenzka glímu. Nokkru eftir að námskeiðið hófst gerði hið versta veður, noiðangarð með snjókomu. Fór þá að gerast svalt og kalt í tjöldunum og lauk svo að menn, höfðust þar ekki við, en flýðu gangandi alla leið kringum Reykjarfjörð og heim á samnefndan bæ. Var þeim tekið þar með hinum mestu ágætum þótt margir væru, og' dvöldust þar í einn eða tvo sólarhringa. E.n þá batnaði veðrið og var þá haldið í Nesið á nýjan leik og tekið til óspiltra málanna. Meðan á námskeiðinu stóð áttu þau leið þarna um Skúli heitinn. Thoroddsen, sem þá var sýslu- maður á fsafii'ði og kona hans frú Theodóra. Voru piltarnir látnir synda fyrir þau hjónin, en voru feimnir, enda klæðalitlir svo sem fyrr seg- ir. Að námskeiðinu loknu var haldið sundpróf. Voru þá sérstakir prófdómarar, svo sem nú tíðkast og tími manna tekinn á venjuleg vasaúr. Vegalengdin var um 28 faðmar og syntu menn bringusund, en annars kenndi Páll einnig bak sund og hliðarsund. Þeir fljótustu syntu vega- lengd þessa á 70 sekúndum. Voru það þeir Bjarni Ásgeirsson og Kristján. iFátt var áhorf- enda, nema feður nokkurra drengjanna, sem komnir voru til þess að sækja þá og farangur þeirra. Meira var ekki hægt að toga út úr Kristjáni, nema það að hann segist muna, að einn maður við Djúp hafi um þetta leyti verið talinn syndur og það vel syndur. Það var Jón Sigurðsson, söðlasmiður. Og síðast en ekki sízt, að tveir áðurnefndir nemendur, þeir Bjarni og Ásgeir Ásgeirssynir, önnuðust sundkennslu í Nesinu í nokkur ár eftir þetta við svipuð skilyrði og hér er lýst. Þegar íþróttasaga fslands verður skráð, má hlutur Reykjanessins ekki gleymast. Þetta er smásteinn í þá vörðu. 4 ÞRÓTTU Ii

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.