Þróttur - 01.12.1944, Blaðsíða 7

Þróttur - 01.12.1944, Blaðsíða 7
IÞROTTAANNALL Eins og sagt var í síðasta blaði verða allar keppnisfréttir, sem birtast í Þrótti, sagðar í ann- álsformi, þar til blaöir hefur aðstöðu til að birta lesendum sínum úrslit einstakra móta að skömm- um tíma liðnum frá því þau fóru fram. í síðasta blaði hófst svo þessi annáll og mun nú byrjað þar sem frá var horfið. Áður en farið er útí lýsingar á einstökum keppnismótum er rétt að staldra við og horfa yfir farinn veg, og þar sem áramót eru í nánd virðist ekki vera úr vegi að líta yfir árið sem nú er að kveðja því að óhætt má fullyrða að bað hefur gefiö fslendingum fyrirheit á fleiri en einu sviði- Hér mun aðeins lítillega vera minnst á hina íþróttalegu hlið málsins, enda hafa hinar aðrar verið ræddar á öðrum og meiri vettvangi en Þróttur er. Það er eigi ofsagt þó að maður komist svo að orði að á sviði íþróttamála höfum við fslendingar verið fremur lélega menntir og á ég þá ekki eina.sta við að íþróttaárangrar hafa þótt lélegir á alþjóðamælikvarða, heldur og hafa skipulags- mál íþróttanna verið of laus í reipum, frá hendi íþróttasamtakan.na,. Það sem hefur staðið íþróttagetu einstaklinganna mest fyrir þrifum, er aö við höfum lagt of litla áherslu á að æfa þá og kenna þeim hverja, íþróttagrein fyrir sig. Raunverulega má segja að íþróttirnar hafa ekki verið kendar hér, heldur hefur sá sem þær hef- ur stundað fengið að kynnast undirstöðuatriðum allra, íþrótta, síðan ekki söguna meir og einstakl- ingurinn hefur aldrei fundið þá íþróttagrein sem honum hentaði bezt, þess vegna hafa fáir afreks- menn á alþjóðamælikvaroa komið hér fram, en við höfum átt því fleiri miðlungsmenn. Nú í sumar vii'tist þetta taka nokkrum breyt ingum og þegar saga íþróttahreyfingarinnar verður rituð af síðari tíma mönnum, þá veit ég, að árið 1944 mun marka þau kaflaskifti, þar sem ÞRÓTTUR ísl. íþróttamaðurinn er settur á bekk með íþróttamönnum annara þjóða hvað íþróttagetu snertir. Við stöndum því í mikilii þakkarskuld til þeirra, ungu manna sem í sumar unnu þau afrek sem gera þetta að verkum og viö ættum, þessir sem fyrir utan stöndum, að sýna þeim og íþi'ótta- hreyfingunni allri, þakkir okkar í verki með því að búa upprennandi æsku betri skilyrði til íþróttaiðkana en við og þeir hafa haft. 17. júní mótið var að þessu sinni fært aftur um einn dag, en þar sem veðurlag leyfði ekki að keppni færi fram, var því enn frestað og fór fram næsta dag í nokkru roki af N. V. með litlum lofthita og var því fremur óheppilegt keppnis- veður. Á þessu fyrsta íþróttamóti eftir lýðveldistöku, sást í fyrsta sinni öría fyrir þeim íbrótta áröngr- um og þeim framförum sem frjáls-íþróttir tóku á sumrinu. Úrslit í einstökum íþróttagreinum: 100 m. hlaup: 1. Finnbjörn Þorvaldsson f. R. 11-8 sek. 2. Snævar Magnússon F. H. 12.1 sek. Veðrið hamlaði að betri árangur næðist. Finn björn ekki komin í æfingu, og of fattur. Kúluvarp: Gunnar Húseby K. R. 15.32 m. Jóel Sigurðsson í. R. 13-19 m. Þetta afrek Gunnars setur hann á bekk mtð beztu kösturum Evrópu. Seinna á sumrinu vann hann svo afrekið að kasta kúlunni 15.50 m. er það annar bezti árangur í Evrópu í ár. Jóel á eftir að þroskast enn, fer áður en líkur langt yfir 14 m. haldi hann áfram að æfa reglulega. Framh. á bls. 8. 5

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.