Þróttur - 01.12.1944, Blaðsíða 8

Þróttur - 01.12.1944, Blaðsíða 8
Afreksmenn: GuSmundur Steíánsson glímukappi Efíir GuðmuncJ Hofdal „Ég lýt í anda liðna tíð“. Þao er árla mofg- uns í öndverðum júnímánuði 1909. Ég stend i fámennum hóp hraustra drengja við „Norð pólinn“ en svo heitir iítið veitingahús, rétt inn- an við Reykjavíkui'bæ. Við horfum hljóðir á eftir tveimur langferðamönnum sem eru að hverfa yfir fyrsta leitiö. Sá, sem fyrir fer, er mikilúðlegur og allíbygginn á svip. JJann hvet- ur reiðskjótann sporum. Ilinn dregst aftur úr og er eigi að sjá að honum liggi neitt á. Þó skín fjör og glettni úr svip hans. Ilann situr teini’étt- ur í söðlinum og er sem risi að vexti, er hann ber við himin. Glímukapparnir, Sigurjón Pétursson og Guð- mundur Stefánsson, eru hér á ferð. För þeirra er heitið alla leið til Akureyrar. Þar er þeim ætlað að heyja kappglímu við ellefu Norðlend- inga. Vinna íslandsbeltið og færa það Reykvík- ingum. Við fylgjum þeim úr garði og stöndum við „Norðpólinn", óskum þeim enn á ný, um ieið og þeir hverfa okkur sjónum, fararheill og sigursældar. —o— Nú vil ég biðja yður, lesari, að gjöra svo vei og bregða yður með mér til Akureyrar og þrjá tíu og fimm ár aftur í tímann. Við krækjum ekki fyrir Hvalfjörð, né förum aðrar krókaleið- ir þjóðvegarins, eins og þessir tveir ferðalangar, sem við erum að elta. Ekki förum við heldur í bifreið sem sífelt verður að nema staðar vegna bilana eða vegatorfæra, né lieldur í flugvél sem snýr aftur vegna Smá skýhnoðra sem verður á leið hennar. Slí'k farartæki eru of seinförul fyr- ir okkur. Við ferðumst á vængjum hugans. I ið erum þegar í stað komnir alla leið og nem- um staðar í samkomuhúsi bæjarins. Það er troð- fult af fólki, sem með eftirvæntingu bíður þess, að fortjöld leiksviðsins séu dregin til hliðar og Íslandsglíman hefjist. Þetta er í fjórða sinn sem keppt er um Islands - beltið. f fyrsta sinn, 1906, hlaut það Ólafur Davíðsson, en hið annað og þriðja sinn, 1907 og 1908, Jóhannes Jósefsson. Öll þessi skipti fór keppnin fram á Akureyri, án þess nokkur Sunn- lendingur tæki þátt í henni. Eftirvænting fólks- ins er því skiljanieg, því, ef annar hvor sunnan- mannanna vinnur nú beltið, má búast við að keppnin um það verði einnig flutt suður og að Akureyringar missi af þeiri'i árlegu og eftir sóttu skemmtun. Það er Akureyringum nokkurt skarð fyrir ÞRÓTTUR 6

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.