Þróttur - 01.12.1944, Blaðsíða 9

Þróttur - 01.12.1944, Blaðsíða 9
skildi, að hvorugur glímukappanna Ólafur né Jóhannes keppa nú. Þeir eru báðir erlendis. Ekki þó svo að skilja að nærvera þeirra gæfi norðanmönnunum fyrirfram fulla sigurvon, því Jóhannes fór halloka fyrir báðum þessum Reyk- víkingum í konungsglímunni 1907, með þeimi hætti, að Guðmundur sem þá lá fyrir Jóhannesi varð annar í röðinni en Jóhannes þriðji og Sig urjón lagði Jóhannes þótt hann næði ekki nema fjórða sætinu. Norðiendingar leggja mikla rækt við glímuna, sem meðal annars má sjá af því, að þennan sama dag, fór frarn önnur kappglíma og tóku tuttugu og fimm Norðlendingar þátt í henni. Aðeins einn þeirra keppir í beltisglímunni. Við vöknum upp frá þessum hugleiðingum, við það, að leiksviðið opnast og blasa þá við, þrettán glímumenn í skipulegri röð. Þeim er fagnað meo fjörlegu lófataki. Þegar það hljóðn- ar, fer þessi spurning mann frá manni um allan salinn og myndar hvíslandi klið: „Hver er þessi hái?“ Það er Guðmundur Stefánsson sem vekur þessa eftirtekt. Ilann er nær því höfði hærri en hinir. Vörtur hans er í réttu hlutfalli við hæð ina. Teinréttur stendur hann í hvíldarstöðunni,; án þess að votti fyrir uppgerðar vöðvastælingu. Svipurinn sem er djarfmannlegur og hreinn spáir drengskap í keppninni, sem nú er að hefj ast. Þess fleiri glímur sem hann glímir, þeim mun meiri athygli og aðdáun vekur hann. Lip- urð hans og léttleiki í glímunni er undra verður, ekki síst sé tillit tekið til stærðar hans og líkamsþunga. Hreifingar og stígandi glímunnar, er vart af jafn miklu fjöri sem annara, en var- færni hins vegar mun meiri. Hann einbeitir hug- anum jafnt til varnar og til sóknar af svo mikilli nákvæmni, að honum fatast hvorugt glímuna til enda. Keppninni er lokið. Guðmundur Stefánsson hefir unnið beltið. Féll aldrei og hlaut tólf vinn inga. Sigurjón Pétursson stóð honum næstur með ellefu, féll aðeins fyrir Guðmundi. Við hröðum okkur nú heim en skiljum þá Guðmund og Sigurjón eftir, umkringda aðdáend- um. —o— Ég hefi aðeins lýst glímu Guðmundar, því honum er að þessu sinni helgaður þessi þáttur Þróttar. Heimildirnar hefi ég sótt til þáverandi ÞRÖTTUR formanns íþróttafélagsins ,,Grettis“, sem sá uni keppnina og ýmsra annara hlutlausra áhorfenda. Sem og til þessara er allir voru keppinautar Guðmundar í glímunni, Péturs Jónssonar frá Gautlöndum, Kára Arngrímssonar frá Ljósa- vatni, Þorgeirs Guðnasonar og Jónasar Helga sonar frá Grænavatni og Björns Jónssonar frá Skútustöðum. Auk Akureyrarblaðanna Norðra og Norðurlands. Þannig er og rétt lýst glímu- hæfni og drengskap Guðmundar að dómi okkar er gjörþekkjum hann í gegnum margra ára æf- ingar og keppnir. Guðmundur IStefánsson er fæddur í Reykjavík 7. júlí 1885. Hann er sonur Stefáns Egilssonar múrara og Sesselju Sigvaldadóttur ljósmóður. Synir þeirra, auk Guðmundar, eru Sigvaldi Kaldalóns, Snæbjörn og Eggert, sem allir eru þjóðkunnir menn. Guðmundur fór til Ameríku 1911 og hefur dvalið þar síðan. Lengst af í Winnipeg. Hann kvæntist þar 1914, vestur íslenzkri stúlku, Jóhönnu Jónsdóttur. Þau eignuðust 5 börn, Stef- án, Önnu, Ilelgu, Eggert og ólöfu. Eggert féll á vígvelli Frakklands, nú fyrir skemmstu. Ójbrjótondi verkefni .... F’ramh. af bls. 2. Það er talið að guð hafi skapað landið og hann er allt af að skapa það. En við vinnum líka okkar sköpunarstarf. Þjóðin er orðin alfrjáls í lendi sínu, en hún á eftir að nema það að mestu. Við eigum að nema fossana, okkar bíður að gera það hlýrra með skógrækt og grasrækt. Við þurfum að nema miðin kringum landið enn betur en gert hefur verið. Við þurfum að leggja vegi um það og eignast farartæki sem geta far- ið um leiðirnar yfir því og umhverfis það. Við eigum að halda áfram við að auka þann arf sem feður okkar og mæður skiluðu okkur í and- legum efnum. Óþrjótandi verkefni bíður íslenzkrar æsku. Ég veit að íþróttahreyfingin skilur þetta og að hún hefur eitt glöggasta fyrirheitið um það að draumar íslenzku þjóðarinnar megi rætast. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson. 7

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.