Þróttur - 01.12.1944, Qupperneq 11

Þróttur - 01.12.1944, Qupperneq 11
í þessum hlaupum skiftu þeir Finnbjörn og Oliver með sér sigurlaunum, báðir harðir keppn- ismenn og orðnir vanir að leiða hesta sína saman. 400 m. hlaup: Kjartan Jóhannsson í- R. 52,3 sek. Brynjólfur Ingólfsson K. R. 54, 0 sek. 800 m. hlaup: Kjartan Jóhannsson f. R. 2:02,2 mín. Hörður Hafliðason Á. 2:03,0 mín. Kjartan er eitil harður og virðist hann í framtíð- inni hafa mikla möguleika á þessum tveim Vega- lengdum, jafnvel 1500 metrarnir eru vegalengd sem hann ætti að reyna við áður en langt um líð- ur. Brynjólfur og Hörður hafa laglegt hlaupa lag og eru ávallt þróttmiklir keppinautar. 1500 m. hlaup: Uörður Hafliðason Á. 4:16,6 mín. Sigurgeir Ársælsson Á. 4:16,8 mín. 5000 m. hlaup: Óskar Jónsson í. R. 17:00,0 mín. Indriði Jónsson K. R. 17:06,0 mín. Hörður og ISigurgeir sigruðu Óskar í 1500 m. hlaupinu, þó má fullyrða að Óskar átti hlaupið, leiddi hann meirihluta vegalengdarinnar en tap aði á endaspretti. Illaupaðferð þeirra Harðar og Sigurgeirs bar vott um að reynsla undangeng inna ára hafði kennt þeim að hlaupa fvrst og fremst með vinning fyrir augum, sem og er rétt undir kringumstæðum sem þessum. Óskar vann, aftur 5 km. léttilega. 10000 m. hlaup: Indriði Jónsson K. R. 36:49,8 mín. Steinar Þorfinnsson 39:33,6 mín. Einkennilegt er tómlæti manna fyrir að æfa löngu vegalengdirnar, þó telja margir að á þeim megi frekast vænta ágætra árangra frá okkur löndunum, benda á í því sambandi að veðráttan hafi ekki eins bein áhrif á þjálfun og jafnvel keppni á þessum vegalengdum og þeim stuttu. 10 km. ganga: Sverrir Magnússon Á 61:35,6 mín. Steinar Atlaso'n F. II. 64:21,2 mín. Margir voru hlessa á að keppt skyldi í þessan grein þegar vitað var að aðeins þessir tveir kepp- endur voru þátttakendur. Má og sjá að ástandið er aumt þegar jafnvel félögin geta ekki svælt mönnum í keppnina til að plokka stig á því. Ann ars er gönguíþróttin ein vinsælasta íþróttagrein- in í Svíþjóð og Sviss og þar fara fram árlega fjöldinn allur af göngukeppnum með tugum þátt- takenda. Svíar t. d. nota þessa íþróttagrein sem f jölda keppnisgrein, og taka þá allir sem vettling geta valdið þátt í leiknum. 4x100 m. boðhlaup: A-sveit K. R. 46,8 sek. A-sveit I. R. 46,8 sek. 1000 m- boðhlaup: Sveit I. R. 2:08,3 mín. Sveit K. R. 2:09,7 mín. Keppnin í 4x100 m. boðhlaupinu var ein sú eftirminnilegasta frá mótinu. Þarna var aðeins um það að ræða hve fjórði niaður K. R. væri harður á móti fjórða manni I. R. sem var Finn björn. Sveinn Ingvarsson, en hann hljóp fyrir K. R. sýndi enn einu sinni prýðileg tilþrif enda enn einn bezti spretthlaupari hérlendis. K. R- leiddi frá byrjun. 1000 m. boðhlaupið var ekki eins skemmtilegt og það gat verið, vegna þess að svo slysalega tókst til að sterkustu sveitirnar hlupu ekki sam- an í riðli. 1. R- sveitin að líkindum sterkust. 110 m. grindahlaup: Skúli Guðmundsson K.R. 17,0 sek. Brynjólfur Jónsson K.R 18,0 sek. Skúli sýnir virðingarverðan, áhuga fyrir þess- ari skemmtilegu grein og er altaf að þokast nær því marki sem maður getur talið okkur sæmandi. Ilástökk: Skúli Guðmundsson K.R. 1,92 m. Oliver Steinn F.II. 1,75 m. Skúli endurtók næstum því sama bragðið og’ á 17. júní mótinu, þó vantaði nú einn cm. upp á það afrek, fór fljúgandi létt yfir þessa hæð, og var fremur óheppinn að velja of litla hækk- un á hæðinni 1,90. ÞROTTUR 0

x

Þróttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.