Þróttur - 01.12.1944, Blaðsíða 12

Þróttur - 01.12.1944, Blaðsíða 12
Langstökk: Oliver Steinn F.II. 6,86 m. Skúli Guðmundsson K.R. 6,70 m. Þarna náði Oliver langþráðum áfanga, að ryðja meti Sig. Sigurðssonar sem var 6,82 m. Skúli var vel upplagður og efldi það Oliver tii dáða. Þrístökk: Skúli Guðmundsson 13,64 m. Oddur Ilelgason Á. 13,31 m. Skúli jafnsterkastur en Oddur efnilegastur. Stangarstökk: Þorkell Jóhannesson. F.H. 3,25 m. Sig. Steinsson Í.R. 3,00 m. Þorkell bráðefnilegur og' á mikla framtíð. Kúluvarp: Gunnar Iluseby 15,50 m. Jóel Sigurðsson I.R. 13,65 m. Kringlukast: Gunnar Ilúseby 41,74 m. Ól. Guðmundsson I.R. 38,40 m. Sleggjukast: Gunnar Ilusebý 37,86 m. Vilhj. Guðmundsson K.R. 36,65 m. Gunnar þrefaldur sigui'vegari og setti um leið glæsilegasta rnetið sem við Islendingar get um státað okkur af, hann virðist vera vaxandi íþróttamaður hvað getu snertir, en vilji hann vænta áframhaldandi sigra og verða okkur Is- lendingum til fyrirmyndar þá verður hann að sýna okkur getu sína, einnig utan leikvangsins. Ólafur virtist kominn í æfingu á 17. júní mót inu en brást nú vonum manna að þessu sinni. Bragi Friðriksson er niðri í öldudal en kemur bráðum sterkari en nokkru sinni fyrr. Spjótkast: Jóel Sigurðsson 54,29 m. Jón Hjartar K.R. 51,61 m. Jóel fer yfir 60 m. áður en líkur, hefur ótæm- andi möguleika sem kastari, vel byggður, snarp- ur og sterkur. Jón. tapaði nú í fyrsta sinni keppni í spjótkasti um nokkra ára skeið. Firnmtarþraut: Jón Iljartar 2562 stig. Bragi Friðriksson K. R. 2449 stig. Spennandi keppni frá fyrstu til síðustu grein- ar, þar sem Jón vann á sínu rómaða keppnis- skapi. -—o— Drengjamótin í sumar voru ekki eins glæsi- leg, hvað getu keppenda snertir og í fyrra, enda ekki von þar sem keppendurnir í ár voru ó- þroskaðri og svo má ekki búast við að fá á hverju ári annan eins árgang af góðum íþrótta- mönnum og kom fram í fyrra sumar. Efnileg- ustu einstaklingarnir á Drengjamóti Ármanns, 3. og 4. júlí, voru þeir Bragi Friðriksson K.R. gamalkunnur, en hann vann 80 m. hlaup, lang- stökk, kúluvarp og kringlukast. Óskar Jónsson í.R. einnig gamalkunnur vann 1500 m., 3000 m. og 400 m. hlaupin. Þorkell Jóhannesson F.H. vann hástökk, langstökk, stangarstökk og þrí- stökk. Ásbjörn Sigurjónsson Á. vann spjótkast og sveit K.R. 1000 m. boðhlaup. Aðrir eftir- minnilegir keppendur, Halldór Sigurgeirsson, Árni Gunnlaugsson, Gunnar Gíslason, Páll Hall- dórsson og fleiri. Drengjameistaramótið fór fram 29. og' 30. júlí undir slæmum kringumstæðum, kalsa veð ur með rigningarhreti af suðvestri. Drengja- meistarar 1944: 100 m. hlaup: Bragi Friðriksson K.R. 12,6 sek. 400 m. hlaup: Magnús Þórarinsson Á. 54,9 sek. 1500 m. hlaup: Óskar Jónsson I.R. 4:30,0 mín. 3000 m. hlaup: Óskar Jónsson í.R. 9:43,2 mín. 110 m. grindahlaup: Svavar Gestsson K.R. 19,9 sek. ÞRÓTTUR 10

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.