Þróttur - 01.12.1944, Síða 14

Þróttur - 01.12.1944, Síða 14
ÞRÓTTUR Blað um íþróttir. Iþróttafélag Reykjavíkur gefur út. Stjórn í. R. annast afgreiðslu blaðsins. í. R-htís við Túngðtu. Sínii 4387. Pösthólf 35, Rvík. Skrifstofutími milli kl. 5 og 7 mánu- og fimmtud. VERÐ 5 KR. Á ÁRI. Ritstjórar: Þorbjörn Guðmundsson Þorsteinn Bernharðsson (ábyrgðarm.) Þróttur SÚ BREY TING verður á ritstjórn blaðsins með þessu blaði, að ritnefnd sú og ritstjóri, sem undan- farið hafa séð um útgáfu ÞRÓTTAR, láta af störf- um, en við ritstjórninni taka beh Þorbjörn Guð- mundsson, blaðamaður og Þorsteinn Bernharðs- son, formaður I. R., sem jafnframt verður ábyrgð- armaður blaðsins. Um leið og fráfarandi ritstjóra og ritnefnd eru bökkuð vel unnin brautryðjendaslörf í þágu ÞRÖTTAR eru hinir nýju ritstjórar boðnir vel- kommr að blaðinu, og bess vænst að samvinna peirra og ú^gefenda verði hin ánægjulegasta og að störf beirra verði íbróttahreyfingunni í heild til heilla. STJÓRN I. R. svo vinalegt þarna, mosinn var mjúkur og ilm- andi og yfir fjallabrúnunum allt í kring, sem nú roðnuðu fyrir síðustu geislum kvöldsólarinnar, hvíldi hátíðleg ró og friður. En rétt fyrir fram an tjalddyrnar raulai i áin vögguljóð sín yfir göngumóðum gestum. Árla næsta morgun var risið úr rekkju og eftir góða máltíð felldum við tjöldin og héldum af stað. Ilægt en öruggt þokaðist lestin áfram eftir tæpum fjárgötum í suöurhlíðum Strokks og Ilögnhöfðans, með urðir og kletta á báðar hendur, en árgljúfrin, með grængolandi hyljum og hvítum flúðum, fyrir neðan. Víða var þarna örðugt yfirferðar með þungar klyfjar upp snar brött klif og klettastalla, en við hvíldum okkur oft á dúnmjúkum, iðgrænum mosaþembunum og héldum síðan áfram, ofar, ofar — til fjalla. Af breiðri melöldu, sem teygir sig suður og vestur úr Ilögnhöfðanum opnaðist okkur út- sýnin norður á hálendið. Þar gnæfði Hlöðufell, eins og rammgjört klettavirki, við bláan himin- inn, en á milli þess og okkar lá geysimikil, eyði- leg flatneskja — Rótasandur — garnalt hraun, löngu orpið sandi og gróðurlaust að mestu. Við fætur okkar liðaðist Brúará, í ótal smá kvíslum, frá upptökum sínum, sem eru nokkrar upp sprettulindir syðst á Rótasandi. Lygn og virðu- leg liðast hún suður sandana unz hún steypir sér ofan í Skörðin og hefur hinn tryllta dans við svarta klettana í gljúfrunum. Þarna við lindirnar stönzuðum við og fylltum öll okkar ílát af tæru, köldu vatni, því nú var ekki víst að við fyndum neitt vatn framar, fyr en við kæmum á Þingvelli annað kvöld. Siðan héldum við út á Rótasandinn, gráan og grimm úölegan, og stefndum á risann í noröurátt — Hlöðufell. Gangan var þreytandi í lausum sand inum, upp og niður bera hraunhóla og hryggi, en svalandi fjallagolan hressti okkur og hnjúk- arnir seiddu okkur til sín, svo ferðin gekk ágæt lega. Þegar við nálguðumst Hlöðufellið fórum við að rekast á nokkra gróöurbletti, sem börð ust vonlausri baráttu við sandfok og uppblást ur. Einstakar grastorfur sorfnar og sleiktar utan af hinum sífeldu næðingum ofan af há lendinu. Um hádegi komum við á Illöðuvelli. Það eru sléttir grasvellir í skjóli sunnan og vestan undir Illöðufelli. Einkennilega gróðursælar vinjar mitt í þessari eyðimörk af hraúnum, klettum og sandi. Við settumst niður í grasgróna laut, skammt frá tóttum gamals leitarmannakofa, og borðuðum hádegisverð. Skammt frá okkur risu snarbrattar skriður HlöÖufellsins, er end uðu í klettabelti efst. Við vorum búin, að athuga klettabeltið vandlega í sjónauka og velja okkur leiðina upp. Allir voru með hugann við fjall- gönguna (nema Kristján, hann. var með hugann við „kotelletturnar" okkar Guöjohnsen og Árna), og stúlkurnar voru hlaupnar af stað áður en viö matmennirnir vorum hálfneðir að raða ofan í okkur kræsingunum. Framh. í næsta hefti. 12 ÞROTTUR

x

Þróttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.