Saga - 2011, Síða 15
að liggja að baki textanum sjáist ekki á yfirborðinu, að frásögnin
renni áfram eins og vatnsfall sem við getum notið þar sem það
streymir fram, án þess að þurfa að vita allt um jarðfræði farvegsins.
Henni má koma fyrir í neðanmálsgreinum.
Ævisagan sem fræðirit. Ég geri greinarmun á endurminningum, hvort
sem menn skrá þær sjálfir eða fá aðra til þess, og ævisögum. Það
tíðkast að kalla hvort tveggja ævisögur á íslensku enda hefðin fyrir
fræðilega unnum ævisögum mun styttri hjá okkur en til dæmis í
breskri bókmenntahefð.
Fræðilega unnin ævisaga byggist á umfangsmikilli heimilda-
vinnu, ekki aðeins um ævi persónunnar sem er í lykilhlutverki í sög-
unni heldur um þær persónur aðrar sem koma við sögu, jafnt í
einkalífi sem á opinberum vettvangi. Sama er að segja um það sam-
félag sem persónan lifði í og þau menningarviðmið sem þá voru
ráðandi. Ég lít á samskipti persónunnar við samfélag sitt og menn-
ingu sem gagnvirk; umhverfið, og þá ekki síst breytingar á því, hef-
ur áhrif á lífshlaupið sem verið er að rekja og sjálf getur persónan
haft mótandi áhrif á þetta umhverfi. Persónan er gerandi.2 Ef þetta
umhverfi og hin gagnvirku tengsl persónunnar við það, ásamt
haldgóðri þekkingu á samtíma hennar, eru ekki leiðandi í heimildar -
vinnunni er hætt við að lífshlaupið birtist eins og einmana borgar-
ísjaki strand aður á ókennilegri strönd sem gæti verið hvar sem er.
Að sama skapi er gagnrýnið sjónarhorn fræðanna lykilatriði.
Eins og í öllum fræðum verður ævisagnahöfundurinn að vega og
meta heimildirnar, ákveða gildi hverrar þeirra fyrir sig og velja
hvernig hann notar þær. Í því efni skiptir miklu að glepjast ekki af
sinni eigin, hugsanlega fyrirfram mótaðri, sýn á efnið, heldur vera
vitandi um að slík sýn er oftast fyrir hendi og vera tilbúin(n) að
bakka út úr henni þegar heimildirnar benda annað.3
sigríður dúna kristmundsdóttir 15
2 Það hefur reynst mér vel að nota persónuhugtakið eins og það er skilgreint í
mannfræði sem sjónarhorn og greiningartæki til að nálgast efni ævisögunnar.
Góða skilgreiningu á persónuhugtakinu er að finna í Grace Harris, „Concepts
of Individual, Self and Person in Description and Analysis“, American Anthropo -
logist 91 (1989), bls. 599–612. Dæmi þar sem notkun persónuhugtaksins er sýni-
leg á yfirborði textans er Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, „Að gera til að verða:
persónusköpun í íslenskri kvennabaráttu“, Fléttur. Ritstj. Ragn hildur Richter og
Þórunn Sigurðardóttir (Reykjavík: Rannsóknastofa í kvenna fræðum við Há -
skóla Íslands og Háskólaútgáfan 1994), bls. 87–115.
3 Sjá Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, „„Styttu nú stundir konúngi þínum …“:
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:49 AM Page 15